fbpx

Markmið

Markmið verkefnisins er að koma betur á framfæri efnivið safna og setra á Suðurlandi – sérstaklega gagnvart börnum grunnskólaaldri. Verkefnið felur einnig í sér markmið um að efla samstaf og vöruþróun safna og sýninga á Suðurlandi.

Verkefnislýsing

Verkefnið felst í að gera samninga við söfn og sýningar á Suðurlandi sem eru tilbúin til að hanna efni/fróðleik/námsefni fyrir gesti á grunnskólaaldri. Afurðin verður eign viðkomandi safns eða sýningar og m.a. nýtt til frekari markaðssetningar til að laða að grunnskólanemendur.

Verkefnið snýst um að söfnin hanni efn/fróðleik/námsefnii fyrir gesti á grunnskólaaldri sem styður við viðkomandi safn eða sýningu með einum eða öðrum hætti. Efnið væri í formi námsefnis og/eða fróðleiks um safnið sem gestir á grunnskólaaldri geta skoðað, unnið eða tekið þátt í á meðan á heimsókn þeirra á safninu stendur yfir.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019

Verkefnið tengist flestum meginþáttum í framtíðarsýn Suðurlands sem fram kemur í Stefnumörkun Suðurlands 2016-2020
Verkefnið tengist vel markmiðum og stefnum í Stefnumörkun Suðurlands 2016-2020 í flokki menningarmál.
Þar má helst nefna:

  1. Menning og listir fái aukið vægi í uppeldi og kennslu barna og fullorðinna
  2. Ferðaþjónusta geti nýtt menningu og listir svæðisins sem aðdráttarafl og þannig aukið á samstarf þessara aðila (menningartengd ferðaþjónusta)
  3. Komið verði á markvissu samstarfi allra aðila í menningarmálum á Suðurlandi.
  4. Aukið samstarf og verkefnaþróun á Suðurlandi leiði til eflingar og sýnileika menningarlífs á svæðinu – jafnframt aukist menningarlegt víðsýni og skilningur íbúa og stjórnsýslu á mikilvægi skapandi greina.

Lokaafurð

Samstarf safna og sýninga á Suðurlandi. Efni sem unnið verður fyrir gesti á grunnskólaaldri og kynnt m.a.fyrir grunnskólum.

Verkefnastjóri
Ingunn Jónsdóttir
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Verkefnastjórn
Guðlaug Ósk Svansdóttir, Ingunn Jónsdóttir og Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Söfn og sýningar á Suðurlandi
Heildarkostnaður
9.000.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
9.000.000.-
Ár
2017
Tímarammi
vor 2017 – vor/haust 2018
Staða
Í vinnslu
Númer
173012

Þáttakendur og lokaafurðir

Listasafn Árnesinga – Lyklar að Listasafni Árnesinga
Sagnheimar – Heimurinn og Ísland
Íslenski Bærinn – Torfbærinn
Byggðasafn Árnseinga – Ratað um safn – ráfað í tíma
Njálurefillinn – Njálugáttin
Skálholtsstaður – Ferðalag í tíma og rúmi
Byggðasafnið í Skógum – Fræðsluefni fyrir efra stig grunnskóla
Sæheimar – Fuglar, fiskar og plöntur í Sæheimum
Menningarmiðstöð Hornafjarðar – Ratleikur
Vatnajökulsþjóðgarður – Lesum í landið
Kötlusetur – Maðurinn og sjórinn
LAVA – Kraftar Íslands

Hvert og eitt safn kynnti verkefni sín á sameiginlegri kynningu 31. maí 2018

 
Undir hverju verkefni fyrir sig má finna kynningu hvers þátttakaenda.