fbpx

Lýsing

Ratleikurinn er hannaður af starfsfólki Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og er leiknum ætlað að kynna miðstigi skólabarna fyrir sögu Heppunar á Höfn. Þar verður farið á milli elstu húsa Hafnar og sagan yfirfarin, Stöðvarnar verða meða annars  í Gömlubúð, Pakkhúsinu, Skreiðarskemmunni, Verbúðinni í Miklagarði, Íshúsinu og við Kaupmans húsið.

Í þessum ratleik er sagan sögð á skemmtilegan máta og áhuga barnanna fangaður með spennandi keppni. Þema efnisins verður saga Hafnar og rennur leikurinn á milli upplýsingaspjalda sem lesa þarf til að fá vísbendingar. Hönnuð hafa verið spjöld sem verða afhent skólum og völdum stöðum til afgreiðslu þeirra. 

Markhópur

Notast má við ratleikinn í námi og nýtist hann kennurum við kennslu. Krakkarnir eru á söguslóðum, keppast um að vera fyrst í mark og við það eykst áhug barna að taka þátt. Sagan mun alltaf vera stór partur af okkar framtíð og mun þetta nýtast sem gott og eflandi verkfæri fyrir kennarar að örva nemandann til verks og þekkingar. Rateiknum er hugsaður fyrir miðstigi skólabarna.

Afurð og ávinningur

Í framhaldi væri möguleiki að þróa leikinn enn fremur með þróun stöðva í verbúð og Skreiðarskemmunni. Með snerti og hljóðstöðvum til að örva frekar skilningarvit leikmanna, sumarkeppni, fjölskyldu keppni og svo frv.

Verkefnið mun nýtast Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu vel til kynningar á efni safnsins sögu og sýningum þess þar sem tvæe stöðvarnar eru staðsettar nálægt sýningum safnsins.

Menningarmiðstöð Hornarfjarðar 

Verkefnastjóri: Eyrún Helga Ævarsdóttir
Tölvupóstur: eyrunh@hornafjordur.is
Heimasíða: hornafjordur.is/mannlif/menning
Simi: 470-8000

Hvert og eitt safn kynnti verkefni sín á sameiginlegri kynningu 31. maí 2018 og má finna öll kynningarmyndböndin hér.