fbpx

Sérstaða Suðurlands

Suðurland er víðáttumikið og langt, nær yfir 30.966 km2 og um 375 km í loftlínu milli marka í Herdísarvík að vestan og á Lónsheiði að austan. Svæðið er samfallandi með starfssvæði landshlutasamtaka á Suðurlandi, SASS (Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi), með aðild allra 15 sveitarfélaga með 31.388 íbúa 1. janúar 2021. Suðurland er ríkt af auðlindum, aflmiklum ám, jarðhita og frjórri jörð og sérkennilegum náttúrufyrirbrigðum og náttúrufegurð. Suðurlandi má skipta í þrjú svæði sökum sérstöðu en flestir þessir þættir eru þeim öllum sameiginlegir. Svæðin þrjú eru vestursvæðið, láglent, frjósamt, þéttbýlt með vaxandi íbúafjölda og á áhrifasvæði höfuðborgar, austursvæðið, með fjöll, jökla og eyðisanda en gróðurlendi á milli, strjálbýlt með fækkandi íbúum og Vestmannaeyjar með mikla útgerð og fiskvinnslu og þétta byggð, virkt og öflugt menningarlíf eyjasamfélagsins, magnaða náttúru en ár engar.

Texti fenginn úr stöðumati Suðurlands með uppfærslu á íbúafjölda.

Mannlífið