fbpx

Lýsing

Þema verkefnisins er lífríki Vestmannaeyja. Hvert aldursstig fær úthlutað sínum fugli, fiski og plöntu.  Bæklingar hafa verið útbúnir með fróðleik og myndum af viðfangsefnunum. Bæði er um að ræða ljósmyndir af viðkomandi lífverum en einnig teikningar frá Jóni Baldri Hliðberg. Við komuna á safnið fá börnin þessa bæklinga afhenta og hefjast handa að lesa sér til fróðleiks og skoða myndir.  Aftan á bæklingnum er svo lítið verkefni, bæði úr textanum sem fylgir sem og lítill ratleikur að leita af tilheyrandi viðfangsefni bæklingsins á safninu. Á safninu má finna alla fuglana uppsetta ásamt eggjum þeirra. Margir fiskanna eru lifandi í búrum safnsins. Einnig notum við myndbönd og myndir í snertiskjám til að koma fróðleik um lífverurnar á framfæri.

Markhópur

Markhópurinn eru börn á grunnskólaaldri. Hver bekkur hefur sinn fugl, fisk og plöntu. Því voru valdir 10 fuglar, 10 fiskar og 10 plöntur. Sem þýðir að hver árgangur getur komið í heimsókn á safnið ár hvert upp allan grunnskólann og fengið nýtt umfjöllunarefni í hvert sinn.

Afurðin og ávinningur

Afurðin er í heildina 30 bæklingar og meðfylgjandi verkefni sem börnin geta ætíð leitað í. Bæklingarnir gera heimsóknina á safnið miklu markvissari og nemendur  eiga auðveldara með að einbeita sér af sínum þema lífverum.

Fram til þessa hefur það verið nokkuð undir kennurum komið hvernig heimsókn á safnið nýtist nemendum. Núna fá þeir tilbúið efni og þurfa því ekki að vera kunnugir safninu áður en þau koma með hópinn sinn.

Safnið getur nú á einfaldari hátt tekið á móti nemendum alls staðar að af landinu og þau unnið verkefni við hæfi hér. Allir starfsmenn safnins geta nú tekið á móti öllum skólahópum með fullvissu hvað skal gera.

Sæheimar fiskasafn

Verkefnastjórar: Margrét Lilja Magnúsdóttir og Guðrún Ósk Jóhannesdóttir
Tölvupóstur: margret@setur.is
Heimasíða: saeheimar.is
Simi: 481-1997

Hvert og eitt safn kynnti verkefni sín á sameiginlegri kynningu 31. maí 2018 og má finna öll kynningarmyndböndin hér.