fbpx

Lýsing og markmið

Um er að ræða þróunarverkefni sem unnð verður í samstarfi við Grunnskólann í Hveragerði og listkennslueild Listaháskóla Íslands. Hægt er að gera safnaheimsókn, þar með talið heimsókn í Listasafn Árnesinga, að óformlegum námsvettvangi og í þessu verkefni verður það sérstaklega skoðað hvernig hægt er að nýta þann námsvettvang til eflingar því starfi sem á sér stað í Grunnskóla Hveragerðis, listkennsludeild Listaháskóla Íslands og Listasafni Árnesinga, nemendum, kennurum og gestum þeirra til góða.

Verkefnið gengur út á það að útbúa lykla að myndlistarlæsi, ákveðinn gagnagrunn, sem nýtist kennurum og nemendum til þess að virkja samstarf við Listasafn Árnesinga á fjölbreyttan og gefandi hátt. Þar sem hér er um samstarfsverkefni að ræða verður endanleg verkefnaáætlun unnin í samvinnu þátttakenda, en megináherslan er á eftirfarandi:

  • Hvað felst í því að skoða myndlistarsýningar?
  • Tengja heimsóknina við Aðalnámskrá grunnskóla
  • Gagnvirkni, þ.e.a.s. að nemendur fái verkefni við hæfi að glíma við í tenglsum myndlist sem safnið býður upp á og að bæði safn og skólar séu í virku sambandi.

Sýningar í Listasafni Árnesinga eru breytilegar, en þar er líka safneign til staðar. Það þýðir að áhugavert er að hafa verkefnið tvískipt. Annars vegar útbúa eins konar „lykla“ að heimsóknum á listasöfn, sem hægt er að aðlaga mismunandi sýningum og hins vegar að velja lykilverk úr safneigninni sem hægt væri að vinna með.

Afurð og ávinningur

Form fræðsluverkefnisins er bók þar sem það er skýrt hvernig verkefnið nýtist nemendum, hvernig það nýtist kennurum og hvernig það getur líka nýst almennum gestum safnsins einkum fjölskyldum sem koma í heimsókn. Einnig verður skoðað að gera veflægar upplýsingar

Listasafn Árnesinga

Verkefnastjóri: Inga Jónsdóttir
Tövlupóstur: listasafn@listasafnarnesinga.is
Heimasíða: listasafnarnesinga.is
Simi: 4831727

Hvert og eitt safn kynnti verkefni sín á sameiginlegri kynningu 31. maí 2018 og má finna öll kynningarmyndböndin hér.