Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða fyrri úthlutun sjóðsins árið 2023. Umsóknir voru samtals 120, í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 47 umsóknir og 73 í flokki menningarverkefna. Að þessu sinni var 37,7
Í vikunni rann út umsóknarfrestur til að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Alls bárust sjóðnum 120 umsóknir. Skiptast umsóknirnar í eftirfarandi flokka, menningarverkefni samtals 73 umsóknir og atvinnu- og nýsköpunarverkefni samtals 47 umsóknir. Allir umsækjendur fá sendan tölvupóst um niðurstöðu fagráðs og stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga eigi síðar en 5. apríl nk.
Þann 7. febrúar síðastliðinn fór fram kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð Suðurlands, fór fundurinn fram í gegnum samskiptaforritið Teams. Nú má horfa á upptökuna sem má finna hér. Á fundinum fór sviðstjóri þróunarsviðs SASS, Þórður Freyr Sigurðsson, yfir hvernig sjóðurinn virkar og hvað það er sem að umsækjendur þurfa að huga að við gerð umsókna í sjóðinn.
Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða síðari úthlutun sjóðsins árið 2022. Umsóknir voru samtals 90, í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 28 umsóknir og 62 í flokki menningarverkefna. Að þessu sinni var 32,6
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða síðari úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru samtals 165, í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 72 umsóknir og 93 umsóknir í flokki menningarverkefna. Að þessu
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru margar að þessu sinni eða 154 talsins. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 65 umsóknir og 90 umsóknir
Á þessum fordæmalausu tímum vegna COVID -19 faraldursins eru fjöldi fyrirtækja í óvissu með rekstur sinn. Stjórnvöld hafa kynnt ýmis úrræði til að reyna að koma til móts við fyrirtæki og einstaklinga á meðan á þessu ástandi stendur. Það er krefjandi að takast á við óvissutíma sem þessa og skiljanlega eru margir áhyggjufullir varðandi framhaldið.
Við viljum minna á ráðgjafaþjónustu SASS. Ráðgjafar á vegum SASS starfa um allan landshlutann og veita fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri fjölbreytta ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar. Þjónustan er gjaldfrjáls upp að ákveðnu marki. Ráðgjafar veita fulla þjónustu þessa dagana en samskiptaleiðir eru í gegnum síma og tölvupóst eða með fjarfundum (s.s. Skype). Upplýsingar um síma
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2020. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Styrkveitingar skiptast í tvo flokka, annars vegar atvinnu og nýsköpun og hins vegar menningu. Í flokki atvinnu og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á
Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða seinni úthlutun sjóðsins á árinu 2019. Umsóknir voru mjög margar að þessu sinni eða 155 talsins. Í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna bárust
- 1
- 2