fbpx

 

 

Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði

Suðurlands. Um er að ræða fyrri úthlutun sjóðsins árið 2023. Umsóknir voru samtals 120, í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 47 umsóknir og 73 í flokki menningarverkefna. 

Að þessu sinni var 37,7 m.kr. úthlutað, 17,3 m.kr. í flokk atvinnu og nýsköpunar og 20,4 m.kr. í flokk menningar, til samtals 62 verkefna. Samþykkt var að veita 13 verkefnum styrk í flokki atvinnu og nýsköpunar og 49 verkefna í flokki menningarverkefna.

Hæsta styrkinn í flokki menningarverkefna hlaut að þessu sinni Benedikt Kristjánsson fyrir verkefnið  Sumartónleikar í Skálholtskirkju að upphæð 1. m.kr. Sumartónleikarnir í Skálholti varpar ljósi á lítt þekkta barrokksnillinga 17. aldar, og sýnir framtíð íslenskrar tónsköpunar. Barna og fjölskyldutónleikar með frumlegu sniði og yndislegt umhverfi Skálholts bíður alla velkomna að kostnaðarlausu.  

Í flokki atvinnu og nýsköpunar hlaut Fjölskyldubúið ehf. fyrir verkefnið Hreppamjólk aukinn  styrk að upphæð 2 m.kr., markmið verkefnisins er að kanna fýsileika þess að þróa Hreppamjólk með aukinn, skilgreindan styrk á melatóníni pg/mL. Ef niðurstöður gefa tilefni til yrði næsta skref að þróa Hreppamjólk með aukinn melatónínstyrk og markaðsetja sem heilsueflandi vöru. Í þessu hálfsárs verkefni á að setja upp mæliaðferð hjá Matís til að mæla styrk melatóníns í kúamjólk í einingunni pg/mL. Það á að kanna einstaklingsbreytileika á milli kúa varðandi framleiðslu á melatóníni við ákveðin birtuskilyrði.

Þá hlaut Sighvatur Lárusson fyrir verkefnið Recoma Packwall Byggingplötur styrk að upphæð 2. m.kr., RECOMA gefur sorpi nýtt líf og umbreytir því í endingargóðar byggingarplötur sem eru án aukaefna og geta komið í staðin fyrir hefðbundnar byggingaplötur.

Lista yfir öll verkefni sem hlutu styrk má sjá hér.

soknaraaetlun