fbpx

Í vikunni rann út umsóknarfrestur til að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Alls bárust  sjóðnum 120 umsóknir. Skiptast umsóknirnar í eftirfarandi flokka, menningarverkefni samtals 73 umsóknir og atvinnu- og nýsköpunarverkefni samtals 47 umsóknir.

Allir umsækjendur fá sendan tölvupóst um niðurstöðu fagráðs og stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga eigi síðar en 5. apríl nk.