fbpx

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru margar að þessu sinni eða 154 talsins. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 65 umsóknir og 90 umsóknir í flokki menningarverkefna.

Að þessu sinni var um það bil 39 mkr. úthlutað til 88 verkefna úr báðum flokkum. Samþykkt var að veita 27 verkefnum styrk í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna um samtals tæplega  17 mkr. og 61 verkefni í flokki menningarverkefna sem hlutu samanlagt rúmlega 22 mkr.

Hæsta styrkinn í flokki atvinnu og nýsköpunar hlaut að þessu sinni Marta Rut Ólafsdóttir 2 mkr. í vekefnið Þjálfi (vinnuheiti). Markmið verkefnisins að þróa alþjóðlegt vefforrit og app sem ætlað er að auka skilvirkni þjálfunar og tamningu hesta með því að nútíma- og tæknivæða utanumhald um þá vinnu sem unnin er við þjálfun og tamningu.

Í flokki menningarverkefna hlaut Fjallasaum ehf, hæsta stytrkinn fyrir Uppsetningu sýningar á Njálureflinum eða 1,5 mkr. Markmið þess verkefnis er að setja upp sýningu þar sem Njálurefilinn er í aðalhlutverki. Njálssögu verður gerð skil á myndrænan hátt á 90 m löngum refli, sem á sér ekki hliðstæðu hér á landi.

Lista yfir verkefni sem hlutu styrki má sjá HÉR