fbpx

Þann 7. febrúar síðastliðinn fór fram kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð Suðurlands, fór fundurinn fram í gegnum samskiptaforritið Teams. Nú má horfa á upptökuna sem má finna hér. Á fundinum fór sviðstjóri þróunarsviðs SASS, Þórður Freyr Sigurðsson, yfir hvernig sjóðurinn virkar og hvað það er sem að umsækjendur þurfa að huga að við gerð umsókna í sjóðinn. 

Nú er opið fyrir umsóknir vegna fyrri úthlutunar ársins 2023 og er umsóknarfrestur til og með 1. mars kl. 16:00. Umsækjendum er bent á að nýta sér ráðgjöf á vegum SASS, www.sass.is/radgjof.

Kynningarmyndband Uppbyggingarsjóðs