610. fundur stjórnar SASS
Ráðhúsinu í Vestmannaeyjum
6. júní 2024 kl. 14:30-15:55
Þátttakendur: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Árni Eiríksson, Brynhildur Jónsdóttir, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Arnar Freyr Ólafsson, Grétar Ingi Erlendsson og Njáll Ragnarsson. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Einar Freyr Elínarson forfölluðust. Í stað Jóhönnu Ýrar kom Sandra Sigurðardóttir. Undir Dagskrárlið fimm taka þátt frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Páll Magnússon, Helga Jóhanna Harðardóttir, Eyþór Harðarson og Gísli Stefánsson. Einnig tekur þátt Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri sem jafnframt ritar fundargerð.
Formaður býður fundarmenn og bæjarstjórn Vestmannaeyja velkomna á fundinn.
1. Fundargerðir
Fundargerðir 609. fundar staðfest og hún og eldri fundargerðir undirritaðar.
2. Aukaaðalfundur SASS í Vestmannaeyjum
a. Dagskrá
Formaður kynnir dagskrá aukaaðalfundar SASS í Vestmannaeyjum 7. júní nk. Uppfærð dagskrá staðfest af stjórn.
b. Tillaga að fundarstjóra
Tillaga bæjarstjórnar Vestmannaeyja er að bæjarfulltrúarnir Páll Magnússon og Eyþór Harðarson verði fundarstjórar á aukaaðalfundinum. Stjórn staðfestir þá skipan fyrir sitt leyti.
c. Skipan í hópa fyrir vinnustofu um Sóknaráætlun Suðurlands
Formaður kynnir skipan þingfulltrúa og gesti í hópa í vinnustofu við uppfærslu á gerð Sóknaráætlun Suðurlands fyrir tímbilið 2025-2029. Skipt var í hópa með slembiúrtaki. Níu hópar verða að störfum og í hverjum hóp eru átta fulltrúar en hóparnir vinna í þremur undirhópum á sviði efnhags (atvinna- og nýsköpun), umhverfis og samfélags. Skipting þingfulltrúa í vinnuhópa staðfest af stjórn.
3. Önnur mál til kynningar og umræðu
a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka
Lagðar fram til kynningar; fundargerð 21. fundar stjórnar SSA, fundargerð 150. fundar stjórnar Austurbrúar, fundargerðir 107. og 108. funda stjórnar SSNV, fundargerð 63. fundar stjórnar SSNE, fundargerð 578. fundar stjórnar SSH, fundargerð 96. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins.
b. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri kynnir helstu verkefni frá síðasta fundi sem er undirbúningur fyrir aukaaðalfund, frágangs á ársreikningi Eignarhaldsfélags Suðurlands og gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið.
4. Fundur stjórnar með bæjarstjórn Vestmannaeyja
Formaður gefur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra orðið og ítrekar ánægju stjórnar með að vera komin til Vestmanneyja. Bæjarstjóri tekur undir orð formannsins og fagnar því að fundur stjórnar SASS og aukaaðalfundur samtakanna sé haldinn í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri flytur áhugaverða kynningu á helstu áskorunum sveitarfélagsins sem eru á sviði samgangna, grunninnviða og heilbrigðismála. Varðandi almenna hagsmunagæslu leggur bæjarstjóri til að aðalfundur/ársþing samtakanna forgangsraði hverju sinni 3 til 4 megináherslum sem unnið sé að af fullum þunga. Bæjarstjóri og fulltrúar í bæjarstjórn svara framkonum spurningum og leggja einni spurningar fyrir stjórn og þeim svarað.
Næsti fundur stjórnar verður haldinn föstudaginn 28.júní nk. kl 12:30.
Fundi slitið kl. 15:55
Ásgerður K. Gylfadóttir
Árni Eiríksson
Brynhildur Jónsdóttir
Njáll Ragnarsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Grétar Ingi Erlendsson
Arnar Freyr Ólafsson
Sandra Sigurðardóttir