Fundargerð
aðalfundar SASS
haldinn á Hótel Örk í Hveragerði
31. október og 1. nóvember 2024
Setning ársþings
Anton Kári Halldórsson formaður SASS setur fundinn og býður þingfulltrúa velkomna á ársþing SASS, þakkar hann Hveragerðisbæ fyrir móttökurnar.
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Formaður tilnefnir Dagnýju Sif Sigurbjörnsdóttur og Pétur Georg Markan frá Hveragerðisbæ sem fundarstjóra og Rósu Sif Jónsdóttur sem fundarritara. Er það samþykkt samhljóða.
Í lok máls felur formaður fundarstjórum stjórn fundarins.
Dagný og Pétur taka til máls og bjóða fundargesti velkomna til Hveragerðis á aðalfund SASS.
Kosning kjörbréfanefndar
Dagný og Pétur leggja fram svohljóðandi tillögu kjörnefndar að kjörbréfanefnd.
Kjörbréfanefnd Sveitarfélag
Aldís Hafsteinsdóttir Hrunamannahreppur
Sigurjón Vídalín Guðmundsson Sveitarfélagið Árborg
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir Rangárþing ytra
Er tillagan samþykkt samhljóða og tekur kjörbréfanefnd þegar til starfa.
Starfsskýrsla 2023 – 2024
Anton Kári Halldórsson, formaður flytur skýrslu stjórnar. Fer hann yfir skipan stjórnar og skipurit. Fastráðnir starfsmenn SASS eru átta.
Fimmtán sveitarfélög eru aðilar að samtökunum en starfssvæðið nær yfir 31 þúsund ferkílómetra. Þann 1. janúar 2024 voru íbúar landshlutans rétt rúmlega 34.000.
Grunnstarfsemi SASS snýst um að sinna hagsmunagæslu fyrir aðildarsveitarfélögin. Haldnir hafa verið þrettán stjórnarfundir ásamt ýmsum öðrum fundum sem snúa að hagsmunamálum. Reglulegir samráðsfjarfundir formanns og framkvæmdastjóra SASS með sveitarstjórnarfulltrúum hafa verið gagnlegir, hann hvetur fulltrúa til að vera duglega að mæta á þá. Einnig er fundað reglulega með formönnum og framkvæmdastjórum annarra landshlutasamtaka og með formanni og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þingmenn og ráðherrar hafa komið og fengið m.a. kynningu á ART verkefninu, það er mikilvægt að koma þessu flotta verkefni á framfæri og kynna framgang og stöðu verkefnisins en ART verkefnið er stór partur af starfi SASS.
Unnið er að nýrri áætlun um Sóknaráætlun Suðurlands. Endurnýjaðir hafa verið þjónustusamningar m.a. við Sorpstöð Suðurlands og Eignarhaldsfélag Suðurlands. Fyrir rúmu ári síðan var undirritaður fimm ára samningur um atvinnu- og byggðaþróun við Byggðastofnun, ásamt öðrum samningum við samstarfsstofnanir.
Fjölmargar umsóknir og ályktanir koma inn á borð stjórnar SASS er varða þingmál, landshlutann, HSu, lögreglu o.fl. Búið er að tryggja fjármagn til tveggja ára í verkefni fyrir farsældarfulltrúa og verður það starf auglýst fljótlega.
Það er mikilvægt að tryggja fjármagn í byggðaþróun á Suðurlandi og til sóknaráætlunar. Send hefur verið inn umsögn við fjárlögin, þar sem það átti að lækka framlag á grunnframlögum á sviði atvinnu- og byggðaþróunar, vonast er til að jákvæðar niðurstöður komi út úr því.
Byggðaþróunarfulltrúar hafa nú starfað í rúmt ár en starfsmenn eru átta á sjö atvinnusóknarsvæðum og er óhætt að segja að hvert starf sé vel mannað. Fulltrúar SASS halda vikulega fundi með byggðaþróunarfulltrúum. Helsta hlutverk byggðaþróunarfulltrúa er ráðgjöf og handleiðsla, upplýsingaráðgjöf, kynningarmál og upplýsingamiðlun og svæðisbundin verkefnaþróun og verkefnavinna.
Hlutverk Sóknaráætlunar Suðurlands sem gildir út árið 2024 er að vinna að stefnumörkun landshlutans, ráðstafa fjármunum til áhersluverkefna og úthluta styrkjum til menningar- og atvinnu- og nýsköpunarverkefna. Unnið er að uppfærslu á sóknaráætlun fyrir komandi ár sem gildir fyrir tímabilið 2025-2029 og er vonast til að hún verði staðfest um eða upp úr áramótum. Megináhersla hennar verður á aukna umhverfisvitund, menningu, velferð, samstarf og atvinnu- og nýsköpun.
Úthlutað er úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands tvisvar á ári. Meginmarkmið sjóðsins er að styðja við verkefni og efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi, efla menningarstarfsemi og listsköpun og styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni.
Sýnt er myndband sem tengist styrkveitingum en þar er viðtal við Hólmfríði Samúelsdóttur. Hún fékk styrk úr Uppbyggingarsjóð Suðurlands sem var nýtt í tónleikahald “Góða nótt – Vögguvísur í heimabyggð”. Fer hún yfir hvað styrkurinn gerði fyrir hana og hvernig má nýta styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands til góðra verkefna.
Gerðar eru þjónustukannanir árlega meðal þeirra sem hlotið hafa styrki og er unnið úr þeim árangursmat og má sjá á niðurstöðum að úthlutanirnar hafa áhrif á að fjölmörg verkefnin verða til.
Í vor bárust 134 umsóknir og var úthlutað tæpum 40,5 m.kr. til 66 verkefna. Nú í haust bárust 86 umsóknir, 63 í flokki menningar og 23 í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna. Samþykkt var að veita samtals 40 m.kr. til 53 verkefna. Tólf voru í flokki atvinnu- og nýsköpunar og fengu þau ríflega 17 m.kr. og 41 í flokki menningar sem fengu 23 m.kr.
Áhersluverkefni eru þróunarverkefni sem eru unnin af starfsmönnum og ráðgjöfum SASS eða öðrum sem samið er við, þau eru fjármögnuð að hluta til af Sóknaráætlun Suðurlands og skulu vera í takt við áherslur og markmið hennar. Sum eru langtímaverkefni en önnur skemmri. Það geta allir komið með tillögu að áhersluverkefni og er það gert á vef SASS.
Á komandi starfsári verður forgangsröðun nýrrar stjórnar skv. niðurstöðum vinnufundar stjórnar frá í ágúst sl: nýir virkjanakostir og öflug orkuvinnsla á Suðurlandi, samgöngu- og öryggisinnviðir, menntun á iðn- og framhaldsskólastigi og skýrt og öflugt SASS.
SASS vill vera sýnilegra á miðlum og er unnið í að efla það, formaður hvetur sveitarstjórnarmenn að fylgjast vel með þar.
Fundarstjóri gefur orðið laust. Enginn tekur til máls.
Niðurstöður kjörbréfanefndar um lögmæti fundarins
Aldís formaður kjörnefndar kveður sér hljóðs og kynnir niðurstöður um lögmæti fundarins. Kemur fram að kjörnir þingfulltrúar eru 70. Alls eru 58 aðalfulltrúar mættir, 2 varamenn og 10 fjarverandi. Fundurinn úrskurðast lögmætur.
Dagný upplýsir að ársreikningur SASS 2023 hafi verið samþykktur samhljóða á aukaaðalfundi SASS í Vestmannaeyjum 7. júní sl. og því er hann ekki tekinn fyrir á fundinum.
Rekstur SASS 2024
Bjarni Guðmundsson kynnir fjárhagsstöðuna á yfirstandandi ári og fer yfir helstu veltutölur. Í framhaldi kynna hann og Eyrún Fríða Árnadóttir formaður fjárhagsnefndar fjárhagsáætlun SASS fyrir árið 2025 og fara yfir forsendur tekju- og gjaldaliða. Þess má geta að framkvæmdastjóri vann áætlunina í samráði við fjárhagsnefnd. Gert er ráð fyrir að gjald á íbúa hvers sveitarfélags sem aðild á að samtökunum hækki um 3,5%, almennt hækki gjaldaliðir um 3,6% en laun skv. fyrirliggjandi og væntanlegum kjarasamningum. Gert er ráð fyrir að tekjur verði 209 m.kr. og gjöld samtakanna verði 214,5 og rekstrarniðurstaða verði tap að fjárhæð 5,5 m.kr.
Afgreiðslu málsins er frestað þar til síðar í dag þegar farið verður yfir tillögur nefnda en undir þeim lið mun formaður fjárhagsnefndar kynna tillögur nefndarinnar.
Tillaga um laun stjórnar og nefnda/ráða
Eyrún Fríða Árnadóttir formaður fjárhagsnefndar kynnir tillögu nefndarinnar um laun stjórnar, ráða og nefnda.
Tillaga til aðalfundar SASS 31. október 2024 um laun stjórnar, ráða og nefnda
Laun stjórnarmanna í SASS
- Kjörnir aðalmenn í stjórn skulu fá greidd föst mánaðarlaun sem nemur 4% af þingfararkaupi. Föst mánaðarlaun formanns skulu nema 14,5% af þingfarakaupi. Forfallist aðalmaður í stjórn, boðar hann sinn varamann sem fær þá greitt sem aðalmaður í stjórn. Forfallist aðalmaður í stjórn af fundi vegna starfa sinna fyrir SASS eða vegna veikinda skal hann halda sínum launum. Forfallist hann af öðrum ástæðum falla launagreiðslur þann mánuðinn niður.
Laun fyrir aðra fundi
- Fyrir setu í ráðum, starfshópum og nefndum á vegum samtakanna eða vegna verkefna sem þau tengjast og ársþing samtakanna eða stjórn skipar í skal greiða 2% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. Laun formanns skulu nema 3% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. Ekki er greitt fyrir nefndarstarf fyrir aðal- og aukaaðalfundi samtakanna.
- Fyrir setu í ráðum, starfshópum eða nefndum á vegum ríkisins eða á öðrum samstarfsvettvangi landshlutasamtaka og ársþing samtakanna eða stjórn skipar í skal greiða 2% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. Samþykki stjórn að fulltrúi SASS taki formennsku í slíkum nefndum skal greiða 3% fyrir hvern fund.
- Fulltrúar í stjórnum, ráðum og nefndum skulu fá greitt fyrir akstur til og frá fundarstað skv. akstursdagbók í samræmi við reglur RSK um aksturskostnað.
Fundarstjórar gefa orðið laust Haraldur Þór Jónsson tekur til máls.
Afgreiðslu málsins frestað og tillaga að launum og öðrum tillögum fjárhagsnefndar verður borin upp af formanni nefndarinnar síðar í dag.
Eyrún Fríða segir frá því að fjárhagsnefnd leggi til að stjórn SASS skoði hver eru mikilvægustu markmiðin í starfi samtakanna en eðli málsins samkvæmt hafa þau áhrif á umfangið. Hún áréttar að nauðsynlegt sé fyrir stjórn að fara vel yfir samninga og þá sérstaklega þá sem eru með verðtryggingu.
Kosning í stjórn og nefndir
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður kjörnefndar SASS, leggur til eftirfarandi tillögur kjörnefndar að skipan í nefndir og ráð samtakanna:
Stjórnar Fræðslunets Suðurlands sem skipuð er til eins árs í senn:
Aðalmaður:
Hulda Kristjánsdóttir, Flóahreppur
Varamaður:
Einar Freyr Elínarson, Mýrdalshreppur
Stjórn Markaðsstofu Suðurlands sem skipuð er til eins árs í senn:
Aðalmenn:
Anton Kári Halldórsson, Rangárþing eystra
Brynhildur Jónsdóttir, Sveitarfélagið Árborg
Varamenn:
Arnar Freyr Ólafsson, Sveitarfélagið Árborg
Árni Eiríksson, Flóahreppur
Skólanefnd ML
Aðalmenn:
Friðrik Sigurbjörnsson, Hveragerðisbæ
Eydís Indriðadóttir, Rangárþing ytra
Til vara:
Iða Marsibil Jónsdóttir, Grímsnes- og Grafningshreppur
Skólanefnd FSu
Aðalmenn:
Sveinn Ægir Birgisson, Sveitarfélagið Árborg
Einar Freyr Elínarson, Mýrdalshreppur
Varamenn:
Arna Ír Gunnarsdóttir, Sveitarfélagið Árborg
Árný Hrund Svavarsdóttir, Rangárþing eystra
Stjórn SASS
Aðalmenn:
Gauti Árnason, Sveitarfélagið Hornafjörður
Jóhannes Gissurarson, Skaftárhreppur
Anton Kári Halldórsson, Rangárþing eystra
Helga Jóhanna Harðardóttir, Vestmannaeyjabær
Árni Eiríksson, Flóahreppur
Brynhildur Jónsdóttir, Sveitarfélagið Árborg
Arnar Freyr Ólafsson, Sveitarfélagið Árborg
Sandra Sigurðardóttir, Hveragerðisbær
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Sveitarfélagið Ölfus
Varamenn:
Eyrún Fríða Árnadóttir, Sveitarfélagið Hornafjörður
Einar Freyr Elínarson, Mýrdalshreppur
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Rangárþing ytra
Eyþór Harðarson, Vestmannaeyjabær
Jón Bjarnason, Hrunamannahreppur
Bragi Bjarnason, Sveitarfélagið Árborg
Ellý Tómasdóttir, Sveitarfélagið Árborg
Halldór Benjamín Hreinsson, Hveragerðisbær
Erla Sif Markúsdóttir, Sveitarfélagið Ölfus
Formaður: Anton Kári Halldórsson, Rangárþing eystra
Varaformaður: Sandra Sigurðardóttir, Hveragerðisbær
Kjörnefnd SASS
Aðalmenn:
Eyrún Fríða Árnadóttir, Sveitarfélagið Hornafjörður
Auður Guðbjörnsdóttir, Skaftárhreppur
Íris Róbertsdóttir, Vestmannaeyjabær
Tómas Birgir Magnússon, Rangárþing eystra
Aldís Hafsteinsdóttir, Hrunamannahreppur
Smári B. Kolbeinsson, Grímsnes- og Grafningshreppur
Kjartan Björnsson, Sveitarfélagið Árborg
Njörður Sigurðsson, Hveragerðisbær
Erla Sif Markúsdóttir, Sveitarfélagið Ölfus
Varamenn:
Hjördís Edda Olgeirsdóttir, Sveitarfélagið Hornafjörður
Björn Þór Ólafsson, Mýrdalshreppur
Njáll Ragnarsson, Vestmannaeyjabær
Eggert Valur Guðmundsson, Rangárþing ytra
Helga Lind Pálsdóttir, Sveitarfélagið Árborg
Ásta Stefánsdóttir, Bláskógabyggð
Bjarni Ásbjörnsson, Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Halldór Benjamín Hreinsson, Hveragerðisbær
Grétar Ingi Erlendsson, Sveitarfélagið Ölfus
Formaður: Aldís Hafsteinsdóttir, Hrunamannahreppur
Varaformaður: Tómas Birgir Magnússon, Rangárþing eystra
Fundarstjórar gefa orðið laust. Enginn tekur til máls.
Tillögur kjörnefndar SASS eru bornar undir atkvæði hver og ein og eru þær samþykktar samhljóða.
Umræður
Fundarstjórar gefa orðið laust. Enginn tekur til máls.
Mikilvægi skólans sem samfélags
Guðrún Birna Kjartansdóttir nýkjörinn formaður Ungmennaráðs Suðurlands.
Guðrún Birna ræðir um mikilvægi skólans sem samfélags og mikilvægi tómstunda sem forvörn fyrir börn og unglinga.
Í Vallaskóla á Selfossi átti hún góð tíu ár, það var ekki allt auðvelt, það voru hindranir og hún átti ekki alltaf auðvelt með að sitja kyrr eða einbeita sér en á sama tíma hefur hún mikinn drifkraft. Í skólanum er borin virðing fyrir því að nemendur séu ekki allir eins og eru kennararnir allir tilbúnir að reyna að leysa mál og hindranir fyrir nemendur.
Ræðir hún um þær breytingar sem hafa orðið á skólasamfélagi frá því að foreldrar hennar voru á hennar aldri, þá voru ekki nemendur af erlendum uppruna, lesblinda var ekki viðurkennd eða þær greiningar sem nemendur hafa í dag. Ekki var til einstaklingsmiðað nám og nemendur fóru út á vinnumarkað og hættu í námi ef þau áttu í erfiðleikum með að læra. Sem betur fer hefur þetta breyst og er vilji í dag til að halda sem flestum í námi við hæfi.
Verkfall kennara sem nú er í gangi getur leitt til þess að nemendur fari út á vinnumarkaðinn og komi ekki aftur í skóla.
Guðrún Birna segir að útskrift úr grunnskóla hafi skilið eftir sig tómleikatilfinningu, skóli er risastórt samfélag kennara, starfsmanna og samnemenda sem verður stór partur af lífinu. Þar er ekki bara lært í bókum, þar læra aðilar að vinna saman, bera virðingu fyrir hver öðrum og eiga samskipti. Fyrir suma er skóli líka öruggt athvarf og er því mikilvægt að búa til öruggt og styðjandi umhverfi fyrir alla.
Kennarar og starfsmenn bæði í grunn- og framhaldsskólum gera sitt besta til að koma í veg fyrir einelti og neikvæða hegðun meðal nemenda, einnig spila þeir stórt hlutverk í undirbúningi fullorðinsáranna og því sem koma skal eftir framhaldsskóla.
Guðrún Birna ræðir um mikilvægi forvarna. Það er mikið rætt um að forvarnir hafi ekki skilað árangri undanfarin ár, var þetta sagt í sambandi við hnífaburð og aukið ofbeldi. Tómstundir eru gríðarlega mikilvægar forvarnir, hvort sem þær heyra til hreyfingar eða skapandi tómstunda en þær eru stundum vanmetnar. Flest sveitarfélög eru að niðurgreiða tómstundir barna og unglinga en spurningin er hvort það sé nægilega mikið? Sumir foreldrar hafa ekki efni á að greiða tómstundir barna sinna þó þær séu niðurgreiddar.
Ungmennaráð Suðurlands vill að munað sé eftir ungmennum sveitarfélaganna. Öllum ungmennum, líka þeim sem þurfa meiri stuðning í skólum og tómstundum. Þau vilja sjá miklu fleiri tækifæri til að styðja við krakka fyrr og að fólkið sem styður við þau fái það metið.
Guðrún Birna hefur stundað fiðlunám í Tónlistarskóla Árnesinga frá 5 ára aldri. Að lokum leikur hún ásamt undirleikaranum Pétri Nóa lagið Czardas eftir Vittorio Monti.
ART – líka fyrir þig
ART teymið hjá SASS, Álfheiður Ingólfsdóttir, Guðrún Herborg Hergeirsdóttir og Selma Harðardóttir, kynna starfsemina. Öll þurfum við að búa yfir samskiptafærni. Kynntar verða með jákvæðum og uppbyggilegum hætti þær aðferðir sem nýttar eru í ART þjálfun.
Álfheiður verkefnisstjóri kynnir ART teymið. Markmið með ART er fyrst og fremst að fyrirbyggja ofbeldi, kenna leiðir til að leysa samskipta-, tilfinninga- og hegðunarvanda og byggja upp góð og eðlileg samskipti. Unnið er með félagsfærni, sjálfsstjórn og siðferði, með það að markmiði að draga úr óæskilegri hegðun hjá börnum og ungu fólki.
Verkefnið er tvíþætt. Annars vegar eru þær með námskeið fyrir starfsfólk skóla, félagsþjónustu og heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Hins vegar eru fjölskyldumeðferðir fyrir forráðamenn og börn á Suðurlandi, í þeim tilfellum er samstarf við skóla og félags- og heilbrigðisþjónustu ef við á.
Þær halda námskeið um allt land. Yfir 1000 aðilar hafa sótt ART réttindanámskeið þ.á.m. kennarar, þroska- og iðjuþjálfar, sálfræðingar, tómstunda- og félagsmálafræðingar, atferlisfræðingar o.fl. Meðferðarstarfið er ætlað fjölskyldum barna með hegðunar- og eða tilfinningavanda. Börnin þurfa ekki að hafa greiningu til að sækja um meðferð.
Inntökuráð fer yfir umsóknir og hefur samband við forráðamenn, skóla og greiningaraðila. Um er að ræða einstaklingsmiðað úrræði í 12 skipti. Fyrstu fjögur skiptin mæta foreldrar eingöngu og síðan börnin með eftir það. Systkini og aðrir sem koma að barni eru velkomnir með.
Þær eru með foreldrahópa, þá koma foreldrar eingöngu á námskeið og er það úrræði ætlað fyrir foreldra leikskólabarna og barna í 1. og 2. bekk.
Einnig hafa þær boðið upp á fjarþjónustu. Þá eru þrjú skipti í raunheimum og níu skipti á Teams.
ART verkefnið er unnið í samræmi við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Fer hún yfir tölulegar upplýsingar um fjölda þeirra sem sótt hafa ART námskeið og umsóknir í fjölskyldu ART en þeim hefur fjölgað á milli ára. Það er mikil eftirspurn eftir þjónustunni en þær ná ekki að anna eftirspurn en einnig er mikil eftirspurn eftir réttindanámskeiðum.
Guðrún Herborg tekur til máls og segir frá mikilvægi verkfærakistunnar en ART er aðeins eins og verkfærakista þú þarft að nýta þér þau verkfæri sem við á hverju sinni og ef hún er nýtt rétt þá verður allt svo miklu auðveldara og allir verða glaðir.
Ræðir hún um mikilvægi þess að hlusta. Það þarf að horfa á þann sem talar, hugsa um það sem sagt er, bíða þar til að röðin kemur að þér og segja það sem þig langar að segja. Einnig ræðir hún um mikilvægi þess að komast að samkomulagi.
Áréttað var mikilvægi þess að gerður verði nýr samningur við mennta- og barnamálaráðherra um ART verkefnið.
Pétur kynnir Árna Eiríksson formann allsherjarnefndar.
Tillaga um breytingu á samþykktum SASS
Árni Eiríksson form. allsherjarnefndar kynnir tillögur nefndarinnar um breytingu á samþykktum samtakanna. Árni kallar eftir athugasemdum við útsendingu gagna, engar athugasemdir eru gerðar.
Fundarstjóri gefur orðið laust. Enginn tekur til máls.
Lögð eru fram drög að nýjum samþykktum fyrir SASS sem hafa verið í vinnslu um nokkurt skeið. Annars vegar er um að ræða drög sem gera ráð fyrir að á hverju ári séu haldnir aðalfundur að vori og aukaaðalfundur að hausti og hins vegar drög sem gerða ráð fyrir að einungis sé um einn fastan aðalfund að ræða hjá samtökunum að hausti. Drögin sem liggja fyrir fundinum í dag voru send þingfulltrúum þann 18. október 2024 en gerðar voru smávægilegar breytingar frá upphaflegum drögum sem þingfulltrúar fengu send þann 16. október 2024. Enginn fundarmanna gerir athugasemd við að samþykktadrögin sem liggja fyrir á fundinum séu drögin sem fundarmenn fengu send þann 18. október 2024. Árni fór yfir helstu kosti þess að vera með einn eða tvo fundi. Eftir að hafa kynnt þessa tvo valkosti fór hann yfir stakar greinar í breyttum samþykktum og kynnti hver tilgangur breytingarinnar væri en þær eru að mestu þær sömu og eru óháðar því hvort niðurstaðan verði að halda einn eða tvo fundi.
Tillaga liggur fyrir fundinum um að kosið verði um hvort aðalfundir ár hvert skuli vera einn (haustfundur) eða tveir (vor- og haustfundur) og er hún tekin til umræðu.
Fundarstjórar gefa orðið laust um fjölda aðalfunda á ári. Arnar Freyr Ólafsson, Bjarni Guðmundsson, Íris Róbertsdóttir, Ásta Stefánsdóttir, Helgi Kjartansson, Sandra Sigurðardóttir, Álfheiður Eymarsdóttir, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Ása Valdís Árnadóttir og Jóhannes Gissurarson taka til máls.
Fundarstjórar leggja til að afgreiðsla á samþykktum verði tekin fyrir við afgreiðslu allsherjarnefndar er það borið undir atkvæði samþykkt samhljóða.
Umræður
Engar umræður
Hádegishlé.
Pétur Býður fulltrúa KPMG velkomna.
Suðurland árið 2050 – Drifkraftar og þróun
Hvaða drifkraftar eru það sem munu skipta mestu máli fyrir Suðurland til ársins 2050 (næstu 25 ára)? Ráðgjafar KPMG kynna ýmsa framtíðarmöguleika svæðisins. Í kjölfarið verður vinnustofa þar sem helstu drifkraftar í framtíðarþróun atvinnulífs og samfélags á Suðurlandi til ársins 2050 verða dregnir fram. Sævar Kristinsson, María Rós Skúladóttir og Lilja Ósk Alexandersdóttir ráðgjafar frá Ráðgjafarsviði KPMG leiða vinnuna.
Sævar ræðir um að það þurfi að taka tillit þess að það gildir ekki það sama fyrir alla, hvað stuðlar að framþróun og breytingum í sveitarfélögum?
Framtíðin og áætlanir – hvernig geta hlutirnir þróast? Það eru til tæki og tól til að sjá fram í tímann. Fortíðin mun líklega ekki endurspegla framtíðina. Framtíð getur verið með mörgum mismunandi þáttum. Tekur hann sem dæmi sóknaráætlunina og hvernig hún tengist þessari vinnu.
Hvernig verður staðan á Suðurlandi 2050? Hvernig mun sjávarútvegurinn þróast? Líklegt er að loftslagsbreytingar og veðurfar hafi áhrif og hvernig mun iðnaðurinn þróast?
Á síðustu árum hefur störfum í sjávarútvegi fækkað um 45% en þar hefur átt sér gríðarleg þróunarvinna. Munu hlutirnir verða eins árið 2050?
Af hverju vilja fyrirtæki koma á Suðurlandið, hvað hefur svæðið upp á að bjóða? Orkuöflun, hvernig mun hún verða á svæðinu og hvernig verður hún nýtt? Hvernig viljum við auka atvinnustarfsemi tengda orkunni og hvernig viljum við að orkan af svæðinu verði nýtt?
Stóriðja – verður hún eins og við þekkjum hana eða mun hún breytast? Hvernig atvinnulíf viljum við sjá 2050?
Suðurland hefur ekki talist til hálaunasvæða en það er vilji til að breyta því.
Tæknivæðing, ný tækni krefst aukinnar þekkingar og ný störf verða til, stafræn væðing og gervigreind er að umbreyta öllu. Verður skortur á starfsfólki með sérþekkingu sem þarf með þeim breytingum sem fram undan eru? Það getur verið ógnin við vöxt og framþróun en nýsköpun byggir á þekkingu.
Ferðaþjónustan – hvernig verða tækifærin og þróunin í henni? Að öllum líkindum verður vöxtur áfram en það þarf að huga að þolmörkum innviða og lands í þeim efnum.
Loftslagsbreytingar – hver verða áhrif þeirra á komandi árum? Það þarf að huga að jöklunum og náttúruauðlindum.
Landbúnaðurinn – hvernig mun hann þróast, bæði landbúnaður og garðyrkja?. Kúabúum hefur fækkað, þau eru orðin stærri en færri. Verður framþróunin þannig einnig í öðrum greinum landbúnaðar?
Hver er sóknarfærin í menningu og listum?
Allt þetta eru drifkraftar, sumir drifkraftar eru fyrirsjáanlegir eins og íbúaþróun. Þegar skoðaðir eru drifkraftar þá þarf að horfa í óvissuþættina. Eru þeir litlir eða miklir?
Gervigreind var spurð hverjir eru helstu drifkraftar í framtíðarþróun atvinnulífs og samfélags á Suðurlandi? Svarið var m.a. menning og nýsköpun, þróun grænna orkuverkefna, sjálfbær ferðaþjónusta, störf án staðsetningar og menntun í tækninýjungum.
María Rós og Lilja Ósk fá þingfulltrúa til að taka þátt í verkefni og segja eitthvað jákvætt um Suðurland.
Hvað einkennir stöðu atvinnulífs og samfélagsins á Suðurlandi árið 2050? Salurinn er spurður hverjir séu mikilvægustu drifkraftar svæðisins til ársins 2050? Niðurstöðum er slegið inn í Slido viðmótið.
Það sem helst má nefna sem kemur út úr fyrirspurninni er orka, samvinna, samgöngur, græn orka, náttúran, menntun, landbúnaður, viðnámsþróttur, fjölbreytileiki, gleði, fjölbreytileiki sjálfbærni og mannauður.
Hvernig geta drifkraftar þróast í ólíkar áttir?
Fundarmenn vinna í hópum og taka fyrir einhvern af þeim drifkröftum sem tilgreindir voru hér að frama. Hverjir eru óvissuþættir í framtíðarþróun atvinnulífs og samfélags á Suðurlandi til ársins 2025?
Meðan á vinnu hópa stendur og í lokin draga María Rós og Lilja Ósk saman upplýsingar sem komu úr vinnu sem fram fór á fundinum.
Fulltrúar frá KPMG munu draga saman niðurstöður fundarins og senda til SASS.
Fundarstjórar kynna formenn nefnda sem kynna niðurstöður nefndarstarfa.
Formenn nefnda kynna niðurstöður nefndastarfs
Samgöngunefnd
Arnar Freyr Ólafsson, formaður samgöngunefndar, tekur til máls og leggur fram tillögur nefndarinnar á ársþingi 2024.
Niðurstöður Samgöngunefndar
Viðhorf nefndar til málefna
Samgöngunefnd telur brýna þörf á nýrri brú yfir Ölfusá og vonast til að fljótt verði leyst úr þeim hnút sem málið er í. Einnig telur nefndin að frá upphafi eigi brúin að vera 2+2 akreinar en ekki 2+1 eins og núverandi áætlanir gera ráð fyrir.
Nefndin telur að þörf sé á að tvöfalda þjóðveg 1 austur fyrir Selfoss að Þjórsárbrú. Með tilkomu nýrrar Ölfusárbrúar mun þörfin aukast til þess að tryggja sem best flæði umferðar frá nýrri brú.
Nefndin bendir á að þörfin fyrir viðhald vega í landshlutanum er orðin mjög mikil, ekki síst vegna fjölda ferðamanna sem fer um svæðið. Umferð er oft þung, til dæmis í uppsveitum Árnessýslu, þar sem malarvegir eru víða og þörf á bótum. Tengivegir þarfnast einnig viðhalds og öryggi á vegum hefur víða versnað. Útrýma þarf einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 og á Gullna hringnum.
Nefndin telur að stjórnvöld þurfi að veita frekara fjármagni til vegakerfisins, bæði til viðhaldsverkefna og nýframkvæmda. Þá ætti að skoða möguleika á komugjöldum á ferðamenn, fleiri PPP-verkefnum, veggjöldum, og öðrum leiðum til að auka fjármögnun vegakerfisins. Nefndin leggur mikla áherslu á nauðsyn þess að fá sjúkraþyrlu staðsetta á Suðurlandi til að stytta viðbragðstíma sjúkraflutninga, þar sem fjarlægðir eru miklar og álag mikið, meðal annars vegna fjölda ferðafólks á svæðinu.
Markmið og áherslur
Ályktanir og viðhorf nefndarinnar tala sínu máli.
Tillögur að verkefnum fyrir stjórn SASS
Samgöngunefnd skorar á stjórn SASS að hvetja sveitarstjórnir á Suðurlandi til að taka ályktanir nefndarinnar til umræðu og bóka þeim til stuðnings.
Tillögur að ályktunum fyrir ársþing SASS 2024
- Ársþing SASS skorar á stjórnvöld að hafa nýja Ölfusárbrú 2+2 frá upphafi, ásamt því að hefja tvöföldun á þjóðvegi 1 austan Selfoss til að bæta umferðarflæði frá nýrri brú.
- Ársþing SASS krefst þess að stjórnvöld hefji tilraunaverkefni með sjúkraþyrlu á Suðurlandi á komandi ári. Verkefnið var komið vel á veg fyrir heimsfaraldur en brýnt er að stytting á viðbragðstíma í útköllum verði forgangsatriði í landshlutanum.
- Ársþing SASS skorar á stjórnvöld að veita meira fjármagni til vegakerfisins á Suðurlandi til að fækka einbreiðum brúm og malarvegum.
Samgöngunefnd skorar á stjórn SASS að hvetja sveitarstjórnir á Suðurlandi til að taka ályktanir nefndarinnar til umræðu og bóka þeim til stuðnings.
Arnar Freyr óskar eftir að Íris Róbertsdóttir fái að taka til máls og fylgi úr hlaði auka ályktun í samgöngunefnd fyrir fundinn og er það samþykkt samhljóða.
Íris Róbertsdóttir leggur til viðbótarályktun í samgöngunefnd um gangnagerð milli lands og eyja.
Fundarstjórar gefa orðið laust. Enginn tekur til máls.
Allsherjarnefnd
Árni Eiríksson, formaður allsherjarnefndar, tekur til máls og leggur fram tillögur nefndarinnar á ársþingi 2024.
Niðurstöður allsherjarnefndar
Meginniðurstöður nefndarinnar tengjast breytingum á samþykktum SASS og þá ákvörðun um einn eða tvo fundi og gerð er grein fyrir þeim í sérstöku minnisblaði.
Ályktun:
Allsherjarnefnd leggur til við ársþing SASS að Markaðsstofa Suðurlands sjái áfram um rekstur á Áfangastaðastofu á Suðurlandi og geri samning um rekstur hennar í umboði sveitarfélaganna en mikilvægt er að þétta samstarf markaðsstofunnar við sveitarfélögin til að tryggja sátt um verkefnið.
Fundarstjórar gefa orðið laust. Enginn tekur til máls.
Mennta- og menningarmálanefnd
Sandra Sigurðardóttir, formaður mennta- og menningarmálanefndar, tekur til máls og leggur fram tillögur nefndarinnar á ársþingi 2024.
Niðurstöður Mennta- og menningarmálanefndar
Efla aðgengi framhalds- og háskólamenntunar á Suðurlandi
Nefndin telur brýnt að mæta þörfum framhaldsskólanema á Suðurlandi fyrir fjölbreyttari menntunarmöguleika, með áherslu á list-, verk- og iðngreinar, ásamt því að efla fjarnám. Nefndin telur brýnt að finna leiðir til þess að auka og bæta aðgengi að háskólamenntun í fjórðungnum og þannig geti fólk á Suðurlandi stundað háskólanám í fjarnámi. Að mati nefndarinnar ætti markmiðið að vera að útvega og efla aðstöðu fyrir námsmenn víðsvegar um Suðurlandið. Horfa þarf til þess að námsmenn þurfa hagstætt húsnæði og nauðsynlegt er að tryggja það að nægilegt framboð húsnæðis fyrir námsmenn sé til staðar.
Markmið og áherslur
- Að efla fjölbreytni námsmöguleika á Suðurlandi og undirbúa nemendur betur fyrir fjölbreytt störf í nútíma samfélagi með áherslu á skapandi greinar og iðnmenntun.
- Að hvetja sveitarfélögin að útbúa og efla aðstöðu fyrir háskólanema.
- Að auka framboð íbúðarhúsnæðis fyrir námsmenn á Suðurlandi.
Tillögur að verkefnum fyrir stjórn SASS
- Mennta- og menningarmálanefnd leggur til við stjórn SASS að samstarf verði aukið milli framhaldsskóla á Suðurlandi og iðnfyrirtækja á svæðinu til að skapa fleiri námstækifæri fyrir nemendur í iðngreinum. Þetta felur í sér að þróa vinnustaðanám og samninganámsleiðir í samstarfi við atvinnulífið, þannig að nemendur fái beinan aðgang að hagnýtri reynslu og starfsþjálfun. Framhaldsskólar á Suðurlandi verði hvattir til að bjóða upp á sérhæfðar námsleiðir sem taka mið af styrkleikum og menningararfi svæðisins. Dæmi um slíkar námsleiðir gætu verið listgreinar sem tengjast þjóðlegum hefðum eða iðnnám sem snýr að matvælaiðnaði og byggingariðnaði sem er mikilvægt atvinnusvið á Suðurlandi. Framhaldsskólar á Suðurlandi ættu einnig að nýta sér fjarnám í samstarfi við aðra skóla á landinu til að bæta við kennslu í iðn- og listgreinum sem ekki eru í boði á svæðinu nú þegar. Með því væri hægt að tryggja að nemendur hafi aðgang að fjölbreyttu námsframboði óháð staðsetningu.
- Mennta- og menningarmálanefnd leggur til við stjórn SASS að hún vinni markvisst með íslenskum háskólum í að efla framboð á fjarnámsleiðum. Þetta gæti falið í sér að auka námskeiðsframboð, námsleiðir og stuðning við fjarnema, með sérstaka áherslu á aðgengi fyrir íbúa á landsbyggðinni. Nemendum verði tryggt jafnt aðgengi að námsþjónustu, s.s. námsráðgjöf, fjarkennslu og bókasafnsþjónustu, óháð staðsetningu.
- Mennta- og menningarmálanefnd skorar á stjórn SASS eiga samtal við óhagnaðardrifin leigufélög og Byggingafélag námsmanna til að koma í auknum mæli inn á húsnæðismarkaðinn á Suðurlandi.
Tillögur að ályktunum fyrir ársþing SASS 2024
- Ársþing SASS, haldið í Hveragerði 31. okt. og 1. nóv. leggur til við stjórn SASS að unnið verði að því í samstarfi við framhaldsskóla á svæðinu að efla kennslu list-, verk- og iðngreina.
- Ársþing SASS, haldið í Hveragerði 31. okt. og 1. nóv. leggur til við stjórn SASS að hún beiti sér fyrir því að framboð bóknáms í fjarnámi við háskóla landsins verði aukið.
- Ársþing SASS, haldið í Hveragerði 31. okt. og 1. nóv. skorar á stjórn SASS að leita leiða til að auka framboð leiguhúsnæðis fyrir háskólanema í fjórðungnum og auk þess efla aðstöðu fyrir íbúa sem vilja stunda nám í sinni heimabyggð.
Lyfta upp menningu til þess að hún höfði til sem flestra
Mennta- og menningarmálanefnd telur brýna þörf á menningarhúsi Suðurlands og hvetur stjórn SASS til að mynda starfshóp sem greinir þarfir og tækifæri sem fylgja því að byggja fjölnota menningarhús sem þjónar menningu landshlutans í heild og þörfum samfélagsins á Suðurlandi til framtíðar, samfélagshús Suðurlands. Mikilvægt er að skoða málið heildrænt en húsið þarf að henta mismunandi listgreinum og menningarviðburðum. Fjölnota menningarhús gæti einnig nýst fyrir ráðstefnur, menningarviðburði í víðu samhengi og verið rými fyrir listsköpun og samveru.
Markmið og áherslur
- Að auka aðgengi íbúa að fjölbreyttri menningu sem höfðar til sem flestra.
- Að lyfta upp sunnlenskri menningu.
- Að skýr niðurstaða verði komin fyrir næsta ársþing SASS.
Tillögur að verkefnum fyrir stjórn SASS
- Að stjórn SASS skipi vinnuhóp sem skoðar með hvaða hætti Samfélagshús Suðurlands gæti risið. Að skoðuð verði með markvissum hætti þörf svæðisins í heild í góðu samstarfi við hljómsveitir, kóra, leikfélög, tónlistarskóla, myndlistarhópa og dansskóla ásamt fleiri hagsmunaaðilum í landshlutanum, greini tækifæri og áskoranir og þrói hugmyndir út frá því. Vinnuhópurinn skili niðurstöðum fyrir SASS þing 2025.
- Að stjórn SASS ræði með hvaða hætti væri hægt að leita eftir fjárfestum sem sjá hag sinn í því að byggja menningarhús/samfélagshús með sjálfbæran rekstur.
Tillögur að ályktunum fyrir ársþing SASS 2024
- Ársþing SASS, haldið í Hveragerði 31. okt. og 1. nóv. skorar á stjórn SASS að stofna vinnuhóp sem starfar fram að næsta ársþingi og hefur það hlutverk að greina þarfir, tækifæri og sýn vegna byggingu menningarhúss á Suðurlandi og þrói hugmyndir út frá því ásamt því að skoða hvernig rekstrarform myndi henta.
Pétur tekur við fundarstjórninni.
Fundarstjóri gefur orðið laust. Kjartan Björnsson, Kristín Hreinsdóttir, Bjarni Hlynur Ásbjörnsson, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Einar Freyr Elínarson og Sandra Sigurðardóttir taka til máls.
Einar Freyr Elínarson, leggur til að bætt verði við ályktanir mennta- og menningarnefndar, bygging nýrrar heimavistar og efling íslenskukennslu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd
Jóhannes Gissurarson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar, tekur til máls og leggur fram tillögur nefndarinnar á ársþingi 2024.
Jóhannes ræðir um umræður sem sköpuðust í nefndarvinnu umhverfis- og skipulagsnefndar en þeim finnst tímaramminn sem milliþinganefndir hafa knappur og velta upp hvort að það væri ekki vænlegra til árangurs að hafa rýmri skipunartíma.
Einnig ræddi nefndin um hver verða örlög þeirra ályktana sem afgreiddar eru á ársþingum, hvernig er unnið með þær og hvort þær fari inn á borð til réttra aðila innan stjórnsýslunnar. Hugsanlega skortir sýnileika þess með hvaða hætti þessari vinnu er fylgt eftir.
Nefndin vill að tekið sé undir með samgöngunefnd um mikilvægi þess að hraða sem mest uppbyggingu á nýrri brú yfir Ölfusá.
- Ályktanir Umhverfis- og skipulagsnefndar fyrir ársþing SASS 2024
Ársþing SASS skorar á innviðaráðherra að virða lögbundið skipulagsvald sveitarfélaga og staðfesta svæðisskipulag Suðurhálendis.
Greinargerð Svæðisskipulags Suðurhálendis:
Á undanförnum árum hafa sveitarfélög á Suðurlandi, sem hafa hluta af miðhálendinu innan sinna sveitarfélagsmarka, lagt mikla vinnu og fjármagn í gerð sameiginlegs svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. Ljóst er að hér er um að ræða gríðarlega metnaðarfulla sameiginlega stefnu sveitarfélaganna til framtíðar þegar kemur að skipulagi svæðisins. Verði það niðurstaða ráðherra að staðfesta ekki svæðisskipulagið vegna athugasemda Skipulagsstofnunar, má ljóst vera að ráðherra líti svo á að áherslur og athugasemdir embættismanna ríkisins vegi þyngra en skipulagsvald sveitarfélaga.
Ársþing SASS skorar á ráðherra að endurskoða fyrirhugaðar breytingar á starfsemi Heilbrigðiseftirlita og hvetur hann til að taka upp víðtækara samráð við sveitarfélögin. Jafnframt hvetur ársþingið stjórnvöld til að styðja betur við núverandi kerfi, stuðla að aukinni samræmingu, efla samræmingarhlutverk Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar og bæta innleiðingu nýrra reglna og leiðbeininga hjá fagráðuneytum.
Greinargerð Heilbrigðiseftirlitsins:
Ársþing SASS 2024 tekur undir áhyggjur og ábendingar Heilbrigðisnefndar Suðurlands og athugasemdir SHÍ sem bent er á í bréfi, dags. 6. júní, til sveitarfélaga. Þar er bent á þau neikvæðu áhrif sem tilfærsla eftirlitsins (málaflokksins) til ríkisins gæti haft í för með sér fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra. SASS gerir athugasemdir við að skýrsla starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum, útg. ágúst 2023, sem kynnt var 17. október 2023, hafi ekki verið sett í Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar líkt og ráðherra boðaði að yrði gert í kjölfar kynningar. Ekki liggur fyrir hvar eigi að hýsa þau verkefni sem eftir munu sitja hjá sveitarfélögum við breytinguna. Þá liggur ekkert fyrir um hvaða kostnaðaráhrif breytingin komi til með að hafa á sveitarfélögin.
- Tillögur Umhverfis- og skipulagsnefndar fyrir stjórn SASS 2024
Ársþing SASS hvetur stjórn SASS til að taka upp og endurskoða orkunýtingarstefnu samtakanna 2017-2030.
Greinargerð Orkunýtingarstefnu:
Ljóst er að gríðarlega miklar breytingar hafa átt sér stað í allri umfjöllun um málefni orkuvinnslu á Suðurlandi á allra síðustu árum. Vaxandi orkuþörf kallar á endurskoðun markmiða, og því er full ástæða til þess að yfirfara núverandi stefnu.
Ársþing SASS leggur til við stjórn SASS að hún kanni hug allra sveitarfélaga á Suðurlandi um hvort ráðist skuli í gerð svæðisskipulags fyrir Suðurland.
Greinargerð Svæðisskipulags Suðurlands:
Fyrir liggur að nokkur önnur landshlutasamtök hafa nú þegar unnið slík svæðisskipulög eða eru í slíkri vinnu. Sem dæmi má nefna Austurland, Höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og Vestfirði. Ljóst er að svæðisskipulag sem þetta getur gagnast sveitarfélögum á Suðurlandi til framtíðar hvað sameiginleg hagsmunamál snertir. Það getur stuðlað að hagkvæmri og skynsamlegri nýtingu auðlinda svæðisins og sameiginlegri heildarsýn sveitarstjórna, íbúa og hagsmunaaðila í efnahagslegri, samfélagslegri og menningarlegri þróun sveitarfélaganna.
Fundarstjóri gefur orðið laust. Enginn tekur til máls.
Velferðarnefnd
Brynhildur Jónsdóttir, formaður velferðarnefndar, tekur til máls og leggur fram tillögur nefndarinnar á ársþingi 2024.
Velferðarnefnd
Brynhildur Jónsdóttir, formaður velferðarnefndar, tekur til máls og leggur fram tillögur nefndarinnar á ársþingi 2023.
Niðurstöður Velferðarnefndar 2024
Viðhorf nefndar til málefna
Velferðarnefnd SASS telur að innan málaflokksins séu mörg verkefni sem krefjast athygli og fjárveitinga og því mikil áskorun að forgangsraða málum. Sterk og fagleg velferðarþjónusta er ein af grundvallarstoðunum í sveitarfélögum. Íbúar allra sveitarfélaga þurfa að hafa gott aðgengi að öflugri velferðarþjónustu sem mætir þörfum þeirra í ólíkum áskorunum á lífsleiðinni. Brýnt er því að hugað sé að skýrri framtíðarsýn og stefnumörkun þannig að velferðarþjónustan sé skilvirk og taki mið af þörfum ólíkra hópa á ólíkum svæðum á Suðurlandi.
Velferðarnefnd SASS ítrekar mikilvægi þess að heilbrigðisþjónusta sé aukin utan dagvinnutíma, sérstaklega í öldrunarþjónustu. Grunnforsenda þess að hægt sé að mæta áherslum stjórnvalda um sjálfstæða búsetu eldri borgara eins lengi og kostur er líkt og stefnt er að í aðgerðaráætluninni „Gott að eldast“, er sú að heimahjúkrun sé veitt á kvöldin og um helgar á öllu svæðinu.
Góð reynsla er af þjónustu heimaspítala, fjarvöktunar og fjarþjónustu sem veitt er af Heilbrigðisstofnun Suðurlands á ákveðnum svæðum. Afar mikilvægt er að sú þjónusta verði útvíkkuð á fleiri svæði ásamt því að HSu fái áframhaldandi stuðning til að þróa þjónustuna enn frekar.
Brýn þörf er á stækkun sjúkrahúsbyggingarinnar á Selfossi en þjónustuþörfin hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár en án aukinna fjárveitinga til lagfæringa og stækkunar húsnæðisins verður erfitt að mæta þeirri þróun.
Geðheilbrigði er ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Áhrifaþættir geðheilbrigðis eru margir og til þess að efla geðheilbrigði þarf skýra stefnu, heildrænar aðgerðir og samvinnu ríkis og sveitarfélaga á sviðum geðræktar, forvarna og geðheilbrigðisþjónustu. Þá telur velferðarnefnd SASS tækifæri liggja í forvörnum þegar kemur að geðheilbrigði og lýðheilsu íbúa landshlutans og hvetur sunnlensk sveitarfélög til að leggja sérstaka áherslu á aðstæður og umhverfi til heilsueflingar almennings.
Nefndin telur mjög brýnt að stytta biðlista eftir sálfélagslegri þjónustu innan heilsugæslu þar sem geðheilbrigði er grundvallaratriði fyrir heilsu og vellíðan í starfi og leik. Ein stærsta áskorunin er að fá sálfræðinga og annað sérhæft starfsfólk til starfa í Heilbrigðisstofnanir.
Brýnt er að draga úr vanlíðan barna og ungmenna og ef koma á í veg fyrir að þau grípi til ofbeldis eða sjálfskaða þarf að grípa snemma inn í líf barna og fjölskyldna með snemmtækum stuðningi. Staðreyndin er sú að börnum sem vísað er til frekari greiningar á Ráðgjafar- og greiningarstöð eða Geðheilsumiðstöð barna vegna undirliggjandi vanda þurfa jafnvel að bíða eftir þjónustunni í hátt á þriðja ár sem er með öllu óásættanlegt. Á meðan tapast dýrmætur tími í lífi barnanna og hætta er á að vandi barns og fjölskyldu margfaldist og hafi afar neikvæð áhrif til langrar framtíðar.
Velferðarnefnd SASS hvetur til þess að horft sé til inngildingar erlendra íbúa á Suðurlandi, þar með talið flóttafólks, með markvissri móttöku- og upplýsingamiðlun til innflytjenda. Styrkja þarf þjónustu sem stuðlar að góðum tengslum innan nærsamfélagsins og að tilgreina þátttöku þessara hópa í samfélaginu fyrir sterkara og fjölbreyttara Suðurland.
Forvarnarstarf er afar mikilvægt og leggur m.a. grunninn að bættri heilsu og líðan fólks. Mikilvægt er að efla enn frekar fræðslu um heilbrigðan lífsstíl með það að markmiði að draga úr líkum á lífsstílssjúkdómum með tilheyrandi framtíðarkostnaði. Einnig er afar mikilvægt að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu, styðja við félagslega þátttöku barna, auka forvarnir og fræðslu um netöryggi.
Réttindagæslumenn veita fötluðu fólki viðeigandi stuðning við gæslu réttinda sinna og tryggja að það njóti viðurkenningar sem persónur fyrir lögum.
Öllum réttindagæslumönnum á landinu hefur verið sagt upp störfum þar sem til stendur að færa hlutverk þeirra til mannréttindastofnunar og hefur lítil sem engin þjónusta verið veitt af þeim sem af er þessu ári. Nefndin telur brýnt að þessari lögbundnu þjónustu sé aftur sinnt og þannig stuðlað að auknum mannréttindum og valdeflingu fatlaðs fólks.
Notkun rafrænna skilríkja er orðin forsenda þess að einstaklingar geti nýtt sér ýmsa þjónustu bæði hjá ríki og sveitarfélögum s.s. heilbrigðisþjónustu, umsóknir um þjónustu Sveitarfélaga, bankaþjónustu o.fl. Ekki eru allir sem geta nýtt sér rafræn skilríki og hafa því ekki aðgang að þeirri þjónustu sem þeir hafa þörf fyrir eða jafnvel missa þá þjónustu sem þeir hafa áður fengið. Mæta þarf þessum vanda umsvifalaust svo allir sitji við sama borð varðandi aðgengi að þjónustu.
Í ljósi fjölgunar ofbeldisbrota undanfarin misseri og fjölgunar brota barna og unglinga er forgangsmál að efla samfélagslöggæslu á Suðurlandi. Tryggja verður í því sambandi sérstakt viðbótarfjármagn til lögreglu svo takast megi að efla enn frekar samfélagslöggæslu á öllu Suðurlandi og auka samstarf lögreglu og sveitarfélaga í gegnum Öruggara Suðurland. Auk þess þarf meira fjármagn til að fjölga útskrifuðum lögreglumönnum svo hægt verði að halda áfram að fjölga fagmenntuðum lögreglumönnum á svæðinu.
Markmið og áherslur
Velferðarnefndin leggur áherslu á bætta sérfræðiþjónustu við börn og greiðara aðgengi að henni. Auk þess sem auka þarf heilbrigðisþjónustu utan dagvinnutíma, ekki síst við eldri borgara og þannig bæta þjónustu við íbúa svæðisins óháð búsetu. Nefndin telur brýnt að tryggja fjármagn til að efla samfélagslöggæslu á öllu Suðurlandi og auka þannig enn frekar samstarf um forvarnir gegn ofbeldi.
Tillögur að ályktunum fyrir ársþing SASS 2024
- Ársþing SASS hvetur ríkisvaldið til að setja aukna fjármuni til Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, BUGL og Geðheilsumiðstöðvar barna til þess að stytta biðlista eftir þjónustu.
- Ársþing SASS skorar á ríkisvaldið að tryggja nægt fjármagn til þess að hægt sé að veita heilbrigðisþjónustu á kvöldin og um helgar á heimilum fólks óháð búsetu. Með því er stigið stórt skref í átt að markmiði aðgerðaráætlunarinnar „Gott að eldast“ um að fólk geti búið í sjálfstæðri búsetu á eigin heimili sem lengst.
- Ársþing SASS skorar á ríkisvaldið að tryggja sérstakt viðbótarfjármagn til lögreglu svo takast megi að efla enn frekar samfélagslöggæslu og auka samstarf lögreglu og sveitarfélaga meðal annars í gegnum Öruggara Suðurland.
Tillögur að verkefnum fyrir stjórn SASS 2024
- Velferðarnefnd tekur undir áskorun ungmennaráðs sem fordæmir allt ofbeldi og hvetur sveitarfélög til þess að hlúa að sínu forvarnarstarfi og endurskoða það í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.
Dagný tekur við stjórn fundarins.
Fundarstjóri gefur orðið laust. Íris Róbertsdóttir tekur til máls.
Atvinnumálanefnd
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, formaður atvinnumálanefndar, tekur til máls og leggur fram tillögur nefndarinnar á ársþingi 2024.
Niðurstöður atvinnumálanefndar
Ályktanir:
- Ársþing SASS skorar á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að jafna flutningsgjald raforku milli þéttbýlis og dreifbýlis. Fjarlægja þarf heimild til sérstakrar dreifbýlisgjaldskrár.
- Ársþing SASS hvetur ríki, fræðsluaðila og atvinnurekendur á Suðurlandi til að tryggja að íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk verði efld, sérstaklega í ferðaþjónustu og öðrum þjónustugreinum. Það er mikilvægt til að stuðla að inngildingu og tryggja jafna möguleika til starfsþróunar.
- Ársþing SASS skorar á ríkisvaldið að tryggja sveitarfélögum á nærsvæðum auknar tekjur af auðlindum, svo sem ferðaþjónustu og orkunýtingu.
- Ársþing SASS skorar á ríkisvaldið að tryggja stöðuga markaðssetningu Íslands sem áfangastaðar. Ferðaþjónustan er stærsti atvinnuvegur Suðurlands og lykilþáttur í efnahagslegri sjálfbærni svæðisins. Því er brýnt að tryggja fjármagn til að halda uppi sterkri ímynd Íslands á alþjóðamarkaði. Aðrar niðurstöður nefndarinnar eru innlegg nefndarinnar að markmiðum og áherslum inn í stefnumörkun Sóknaráætlunar Suðurlands 2025 til 2029. Voru þær samþykktar óbreyttar og eru eftirfarandi:
- Fjölbreytt atvinnulíf og jöfnun tækifæra: Áhersla verður lögð á að skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri á Suðurlandi, með það að markmiði að draga úr einhæfni atvinnulífsins, auka sjálfbærni og fjölga möguleikum íbúa til að stunda fjölbreytt störf óháð staðsetningu. Mikilvægt er að leggja grunn að sjálfbærri atvinnuuppbyggingu sem tekur mið af þörfum komandi kynslóða.
- Fjölbreytt atvinnulíf og jöfnun tækifæra:
Áhersla verður lögð á að skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri á Suðurlandi, með það að markmiði að draga úr einhæfni atvinnulífsins, auka sjálfbærni og fjölga möguleikum íbúa til að stunda fjölbreytt störf óháð staðsetningu. Mikilvægt er að leggja grunn að sjálfbærri atvinnuuppbyggingu sem tekur mið af þörfum komandi kynslóða.
- Fjölgun starfa óháð staðsetningu:
Meginmarkmið er að stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi með áherslu á stafrænar lausnir og störf óháð staðsetningu. Þetta stuðlar að efnahagslegri sjálfbærni svæðisins, sérstaklega í dreifbýli þar sem tækifæri til fjölbreyttrar atvinnu eru færri.
- Sjálfbær ferðaþjónusta:
Áfram verður lögð áhersla á þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu í sátt við íbúa og náttúru. Vöruþróun og samstarf ferðaþjónustu við aðrar atvinnugreinar verður einnig lykilatriði.
- Þekking og færni: Aukin áhersla verður lögð á að efla framboð náms og starfsþjálfunar sem tengist atvinnugreinum á Suðurlandi. Menntun þarf að tengjast betur þörfum atvinnulífsins til að efla nýsköpun og fjölga tækifærum fyrir nemendur og fyrirtæki.
- Íslenska og inngilding í atvinnulífinu:
Tryggja þarf framboð á íslenskukennslu, sérstaklega fyrir erlent starfsfólk í ferðaþjónustu og öðrum þjónustugreinum. Þetta stuðlar að betri samskiptum á vinnustöðum, eykur starfsöryggi og tryggir inngildingu erlendra starfsmanna í atvinnulífinu. Atvinnulífið á Suðurlandi mun einnig leggja áherslu á að skapa umhverfi sem hvetur til inngildingar og fjölbreytileika, þannig að allt starfsfólk njóti jafns aðgangs að tækifærum til starfsþróunar.
Aukin nýsköpun og verðmætasköpun
Nýsköpun verður lykilþáttur í að skapa fjölbreyttari störf, aukna verðmætasköpun og samkeppnishæfni Suðurlands. Mikilvægt er að styðja við frumkvöðla og fyrirtæki sem nýta nýjar lausnir til sjálfbærrar atvinnuuppbyggingar.
- Verðmætasköpun í matvælaiðnaði:
Aukin áhersla verður lögð á nýsköpun í matvælaframleiðslu, þar sem sjálfbærar framleiðsluaðferðir og nýjar afurðir verða þróaðar úr hráefnum svæðisins.
- Sjálfbær áburðarframleiðsla:
Aukin áhersla verður lögð á stuðning við frumkvöðla og nýsköpunarverkefni með það að markmiði að styrkja frumkvöðlaumhverfið á Suðurlandi og skapa ný störf á sjálfbærum grunni.
- Nýliðun í landbúnaði:
Vinna þarf markvisst að kerfisbreytingum og þróun stuðnings við ungt fólk í landbúnaði. Koma þarf á markvissari stuðningskerfum sem auka nýliðun í greininni.
Sjálfbær orku- og auðlindanýting
Nýting grænnar orku og náttúruauðlinda getur skilað miklum efnahagslegum ávinningi fyrir Suðurland. Markmiðið er að stuðla að sjálfbærri orku- og auðlindanýtingu þar sem ávinningurinn skilar sér til samfélagsins.
- Græn orka og náttúruauðlindir:
Mikilvægt er að þróa atvinnuuppbyggingu með sjálfbæra orku- og auðlindanýtingu að leiðarljósi. Með því að nýta þau tækifæri sem felast í grænni orku, jarðvarma og öðrum náttúruauðlindum má skapa ný störf og auka verðmæti á svæðinu.
- Að tryggja að tekjur af auðlindum nýtist nærsvæðum:
Lögð verður áhersla á að tekjur af auðlindum eins og ferðaþjónustu og orkunýtingu skili sér til nærsamfélagsins til að styrkja innviði og auka sjálfbærni samfélaga.
- Raforka og innviðir:
Mikilvægt er að jafna flutningsgjöld á raforku milli þéttbýlis og dreifbýlis til að tryggja jöfn tækifæri til atvinnuuppbyggingar.
Samvinna um markmiðin
Þróun atvinnulífs á Suðurlandi kallar á víðtæka samvinnu um markmiðin. Mikilvægt er að samræma atvinnuþróun á svæðinu og að hún sé byggð á grunni sjálfbærrar þróunar, með áherslu á samráð og taki mið af þörfum íbúa og komandi kynslóða. Sóknaráætlun Suðurlands þarf að leggja áherslu á ferli og samvinnu sem leiðir að settum markmiðum og sameiginlegri framtíðarsýn.
- Samræming og sjálfbærni: Allar aðgerðir í atvinnumálum þurfa að vera í samræmi við markmið um sjálfbæra þróun, með það að leiðarljósi að tryggja langtíma hagsæld og efnahagslega sjálfbærni á Suðurlandi.Fundarstjóri gefur orðið laust. Haraldur Þór Jónsson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Íris Róbertsdóttir, Arnar Freyr Ólafsson, Álfheiður Eymarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir taka til máls.
Haraldur Þór leggur til að gerð verði leiðrétting varðandi raforkuna og þar komi inn að jafna kostnað við dreifingu raforku ekki flutning.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir leggur til að sterkum sjávarútvegi verði bætt við og jöfnun á dreifingargjaldi.
Arnar Freyr Ólafsson leggur til að bætt verði við efling íslenskukennslu og að sveitarfélög fái tekjur af auðlindum.
Fjárhagsnefnd
Eyrún Fríða Árnadóttir, formaður fjárhagsnefndar, tekur til máls og leggur fram tillögur nefndarinnar á ársþingi 2024.
Helstu áskoranir eða tækifæri í tengslum við málefni nefndar
Fjárhagsnefnd telur helstu áskorunina vera að tryggja rekstrartekjur samtakanna, bæði með skýrum og vísitölubættum samningum við ríki en einnig með hækkunum á framlögum sveitarfélaganna.
Ákvörðun ársþings 2023 að hækka ekki árgjöld hefur áhrif bæði á niðurstöðu ársreiknings yfirstandandi árs sem og tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs. Nefndin telur útilokað að hækka framlög sveitarfélaganna til SASS um meira en 3,5% þó hækkunin hefði þurft að vera hærri til að mæta verðlagshækkunum á yfirstandandi ári og spá um breytingar á næsta ári. Sem dæmi má nefna að þingfararkaup hækkaði um 10,6% frá júlí 2023 til júlí 2024.
Þá eru tækifæri fólgin í því að rýna rekstur samtakanna vel og það gerði nefndin. Nefndin telur vert að rýna nánar gildandi samstarfssamninga um byggðaþróunarfulltrúa en í þeim er ákvæði um verðlagshækkun. Ársþingið þarf að taka afstöðu til þess hvort breyta þurfi samningunum og þá aftengja verðlagshækkun eða að sveitarfélögin séu meðvituð um að hækka þurfi gjaldið til SASS til að mæta hækkuninni. Niðurstaðan getur líka falist í að kaupa minni þjónustu af samstarfsaðilum.
Tillögur til ársþings SASS
- Að framkomin tillaga að fjárhagsáætlun SASS fyrir árið 2025, sem unnin hefur verið í samráði við nefndina og stjórn, verði samþykkt. Skýringar fylgja fjárhagsáætluninni.
- Að tillaga að launum stjórnar og nefnda/ráða með skýrari ákvæðum um greiðslur til stjórnar og fyrir aðra fundarsetu, verði samþykkt en tillagan er unnin í samráði við nefndina.
Tillögur að ályktunum fyrir ársþing SASS 2024
- Ársþing SASS skorar á fjárlaganefnd við afgreiðslu fjárlaga að tryggja hækkuð framlög til Sóknaráætlunar, atvinnuráðgjafar og reksturs Áfangastaðastofu.
Tillögur að verkefnum fyrir stjórn SASS
- Fjárhagsnefnd leggur til stjórn SASS að rýna vel þá samninga sem gerðir eru við samstarfsaðila og þá vegna verðlagstrygginga og við ríki til að ná fram verðlagsbótum.
Fundarstjóri gefur orðið laust. Enginn tekur til máls.
Pétur fundarstjóri tilkynnir um breytingu á dagskrá og býður Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra velkomna til að ávarpa þingið.
Guðrún Hafsteinsdóttir ávarpar þingið. Í upphafi ræðir hún um almannavarnarráðstefnu Almannavarnarsviðs ríkislögreglustjóra en nýtt frumvarp um almannavarnir er á leið í samráðsgátt en hún biðlar til sveitarstjórnarmanna að taka það fyrir og senda inn umsagnir varðandi það. Tíu almannavarnarmál hafa komið á borð í hennar ráðherratíð m.a. eldgos á Reykjanesi, leki á vatnsleiðslu til Vestmannaeyja o.fl. Ræðir hún um vopnaburð og viðbrögð við því en verið er að vinna að hugmyndum um eflingu samfélagslöggæslu. Með því mun stöðugildum í lögreglunni fjölga um allt land. Hún hvetur sveitarstjórnarmenn til fylgja samfélagslögreglunni á Instagram. Hún þakkar fyrir góðan og gagnlegan fund í dag og þakkar fyrir sig.
Fundarstjórarnir kynna afgreiðslu á ályktunum.
Umræður og ályktanir
Umræður og tillögur nefnda ályktanir ársþings afgreiddar
Samgöngunefnd
Eftirfarandi ályktanir samgöngunefndar eru bornar undir atkvæði:
Ölfusárbrú 2+2
Ársþing SASS skorar á stjórnvöld að hafa nýja Ölfusárbrú 2+2 frá upphafi, ásamt því að hefja tvöföldun á þjóðvegi 1 frá Rauðavatni að Þjórsárbrú til að bæta umferðarflæði að og frá nýrri brú.
Sjúkraþyrla á Suðurlandi
Ársþing SASS krefst þess að stjórnvöld hefji tilraunarverkefni með sjúkraþyrlu á Suðurlandi á komandi ári. Verkefnið var komið vel á veg fyrir heimsfaraldur en brýnt er að stytting á viðbragðstíma í útköllum verði forgangsatriði í landshlutanum.
Aukið fjármagns til vegakerfisins
Ársþing SASS skorar á stjórnvöld að veita meira fjármagni til vegakerfisins á Suðurlandi til að fækka einbreiðum brúm og malarvegum
Ályktanir samgöngunefndar eru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Eftirfarandi viðbótarályktun samgöngunefndar er borin undir atkvæði:
Gangnagerð milli lands og Eyja
Ársþing SASS leggur þunga áherslu á að Alþingi tryggi fjármagn í fjárlögum ársins 2025 í fyrsta hluta rannsókna á jarðlögum eins og lagt er til í skýrslu ráðherraskipaðs starfshóps um fýsileika gangnagerðar milli lands og Eyja.
Viðbótar ályktun samgöngunefndar er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Er ályktununum vísað til stjórnar SASS til ferkari úrvinnslu og forgangsröðunar.
Verkefni fyrir stjórn:
Samgöngunefnd skorar á stjórn SASS að hvetja sveitarstjórnir á Suðurlandi til að taka ályktanir nefndarinnar til umræðu og bóka þeim til stuðnings.
Allsherjarnefnd
Tillögur að breytingum á samþykktum SASS
Lögð eru fram drög að nýjum samþykktum fyrir SASS sem hafa verið í vinnslu um nokkurt skeið. Annars vegar er um að ræða drög sem gera ráð fyrir að á hverju ári séu haldnir aðalfundur að vori og aukaaðalfundur að hausti og hins vegar drög sem gerða ráð fyrir að einungis sé um einn fastan aðalfund að ræða hjá samtökunum að hausti.
Drögin sem liggja fyrir fundinum í dag voru send þingfulltrúum þann 18. október 2024 en gerðar voru smávægilegar breytingar frá upphaflegum drögum sem þingfulltrúar fengu send þann 16. október 2024. Enginn fundarmanna gerir athugasemd við að samþykktadrögin sem liggja fyrir á fundinum séu drögin sem fundarmenn fengu send þann 18. október 2024.
Tillaga liggur fyrir fundinum um að kosið verði um hvort aðalfundir ár hvert skuli vera einn (haustfundur) eða tveir (vor- og haustfundur).
Óskað er eftir leynilegri atkvæðagreiðslu um kosningu um hvort halda eigi tvo aðalfundi á ári.
Tillaga um að halda tvo aðalfundi á ári er borin undir atkvæði. 64 fulltrúar greiddu atkvæði og falla atkvæði þannig:
Nei segja 37 fulltrúar
Já segja 27 fulltrúar.
Drög að nýjum samþykktum eru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Eftirfarandi ályktun allsherjarnefndar er borin undir atkvæði:
Allsherjarnefnd leggur til við ársþing SASS að Markaðsstofa Suðurlands sjái áfram um rekstur á Áfangastaðastofu á Suðurlandi og geri samning um rekstur hennar í umboði sveitarfélaganna en mikilvægt er að þétta samstarf markaðsstofunnar við sveitarfélögin til að tryggja sátt um verkefnið.
Ályktun allsherjarnefndar er borin undir atkvæði og samþykkt en 4 sitja hjá.
Er ályktuninni vísað til stjórnar SASS til frekari úrvinnslu.
Mennta- og menningarmálanefnd
Eftirfarandi ályktanir mennta- og menningarmálanefndar eru bornar undir atkvæði.
Aukin fjölbreytni í framhaldsskólamenntun
Nefndin telur brýnt að mæta þörfum framhaldsskólanema á Suðurlandi fyrir fjölbreyttari menntunarmöguleika, með áherslu á list-, verk- og iðngreinar, ásamt því að efla fjarnám.
Bætt aðgengi háskólanema
Nefndin telur brýnt að finna leiðir til þess að auka og bæta aðgengi að háskólamenntun í fjórðungnum og þannig geti fólk á Suðurlandi stundað háskólanám í fjarnámi. Að mati nefndarinnar ætti markmiðið að vera að útvega og efla aðstöðu fyrir námsmenn víðsvegar um Suðurlandið. Horfa þarf til þess að námsmenn þurfa hagstætt húsnæði og nauðsynlegt er að tryggja það að nægilegt framboð húsnæðis fyrir námsmenn sé til staðar.
Fjölbreytt námsframboð óháð staðsetningu
Framhaldsskólar á Suðurlandi ættu einnig að nýta sér fjarnám í samstarfi við aðra skóla á landinu til að bæta við kennslu í iðn- og listgreinum sem ekki eru í boði á svæðinu nú þegar. Með því væri hægt að tryggja að nemendur hafi aðgang að fjölbreyttu námsframboði óháð staðsetningu.
Eru ályktanirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Eftirfarandi tillaga um þarfagreiningu á rekstarformi er borin undir atkvæði:
Þarfagreining á rekstrarformi
Ársþing SASS, haldið í Hveragerði 31. okt. og 1. nóv. skorar á stjórn SASS að stofna vinnuhóp sem starfar fram að næsta ársþingi og hefur það hlutverk að greina þarfir, tækifæri og sýn vegna byggingu menningarhúss á Suðurlandi og þrói hugmyndir út frá því ásamt því að skoða hvernig rekstrarform myndi henta.
Þarfagreining á rekstrarformi er borin undir atkvæði og samþykkt en þrír sitja hjá.
Eftirfarandi viðbótarályktanir við ályktanir mennta- og menningarmálanefndar eru bornar undir atkvæði:
Bygging nýrrar heimavistar
SASS skorar á mennta- og barnamálaráðuneytið að setja byggingu nýrrar heimavistar við Fjölbrautaskóla Suðurlands á dagskrá.
Efling íslenskukennslu
SASS skorar á stjórnvöld að leita leiða til að efla íslenskukennslu í landinu í samstarfi við sveitarfélög. Tryggja þarf nauðsynlegt fjármagn til að tryggja nýjum íbúum tækifæri til að læra tungumálið og tryggja börnum með erlendan bakgrunn jafnrétti til náms.
Viðbótar ályktanir mennta- og menningarmálanefndar eru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Er ályktununum vísað til stjórnar SASS til ferkari úrvinnslu og forgangsröðunar.
Verkefni fyrir stjórn.
Fjölbreytni námsmöguleika
Að efla fjölbreytni námsmöguleika á Suðurlandi og undirbúa nemendur betur fyrir fjölbreytt störf í nútíma samfélagi með áherslu á skapandi greinar og iðnmenntun.
Efling aðstöðu háskólanema
Að hvetja sveitarfélögin að útbúa og efla aðstöðu fyrir háskólanema.
Íbúðarhúsnæði fyrir námsmenn
Að auka framboð íbúðarhúsnæðis fyrir námsmenn á Suðurlandi.
Samfélagshús Suðurlands
Að stjórn SASS skipi vinnuhóp sem skoðar með hvaða hætti Samfélaghús Suðurlands gæti risið. Að skoðuð verði með markvissum hætti þörf svæðisins í heild í góðu samstarfi við hljómsveitir, kóra, leikfélög, tónlistarskóla, myndlistarhópa og dansskóla ásamt fleiri hagsmunaaðilum í landshlutanum, greini tækifæri og áskoranir og þrói hugmyndir út frá því. Vinnuhópurinn skili niðurstöðum fyrir SASS þing 2025.
Sjálfbært menningarhús
Að stjórn SASS ræði með hvaða hætti væri hægt að leita eftir fjárfestum sem sjá hag sinn í því að byggja menningarhús/samfélagshús með sjálfbæran rekstur.
Efling list-, verk og iðngreina
Ársþing SASS leggur til við stjórn SASS að unnið verði að því í samstarfi við framhaldsskóla á svæðinu að efla kennslu list-, verk- og iðngreina.
Aukið framboð á fjarnámi
Ársþing SASS leggur til við stjórn SASS að hún beiti sér fyrir því að framboð bóknáms í fjarnámi við háskóla landsins verði aukið.
Leiguhúsnæði og aðstaða háskólanema
Ársþing SASS skorar á stjórn SASS að leita leiða til að auka framboð leiguhúsnæðis fyrir háskólanema í fjórðungnum og auk þess efla aðstöðu fyrir íbúa sem vilja stunda nám í sinni heimabyggð.
Þarfagreining vegna menningarhúss
Ársþing SASS skorar á stjórn SASS að stofna vinnuhóp sem starfar fram að næsta ársþingi og hefur það hlutverk að greina þarfir, tækifæri og sýn vegna byggingu menningarhúss á Suðurlandi og þrói hugmyndir út frá því ásamt því að skoða hvernig rekstrarform myndi henta.
Markmið og áherslur
- Að auka aðgengi íbúa að fjölbreyttri menningu sem höfðar til sem flestra.
- Að lyfta upp sunnlenskri menningu.
- Að skýr niðurstaða verði komin fyrir næsta ársþing SASS.
Umhverfis- og skipulagsnefnd
Jón Bjarnason tekur til máls um seinni ályktun umhverfis- og skipulagsnefndar.
Eftirfarandi ályktanir umhverfis- og skipulagnefndar eru bornar undir atkvæði í sitt hvoru lagi:
Ársþing SASS skorar á innviðaráðherra að virða lögbundið skipulagsvald sveitarfélaga og staðfesta svæðisskipulag Suðurhálendis.
Fyrri ályktun umhverfis- og skipulagsnefndar er borin undir atkvæði og samþykktar og samþykkt samhljóða.
Ársþing SASS skorar á ráðherra að endurskoða fyrirhugaðar breytingar á starfsemi Heilbrigðiseftirlita og hvetur hann til að taka upp víðtækara samráð við sveitarfélögin. Jafnframt hvetur ársþingið stjórnvöld til að styðja betur við núverandi kerfi, stuðla að aukinni samræmingu, efla samræmingarhlutverk Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar og bæta innleiðingu nýrra reglna og leiðbeininga hjá fagráðuneytum.
Síðari ályktun umhverfis- og skipulagsnefndar um fyrirhugaða breytingu á starfsemi Heilbrigðiseftirlita er borin undir atkvæði og samþykkt með 25 atkvæðum, 12 eru á móti og 3 sitja hjá.
Er ályktununum vísað til stjórnar SASS til frekari úrvinnslu og forgangsröðunar.
Verkefni fyrir stjórn
Ársþing SASS hvetur stjórn SASS til að taka upp og endurskoða orkunýtingarstefnu samtakanna 2017-2030.
Ársþing SASS leggur til við stjórn SASS að hún kanni hug allra sveitarfélaga á Suðurlandi um hvort ráðist skuli í gerð svæðisskipulags fyrir Suðurland.
Velferðarnefnd
Viðhorf nefndar til málefna.
- Heimahjúkrun og heimaspítali
- Stækkun sjúkrahúsbyggingar á Selfossi
- Efling geðheilbrigðis
- Mikilvægi sálfélagslegrar þjónustu
- Stuðningur við börn og fjölskyldur
- Inngilding erlendra íbúa
- Forvarnarstarf
- Réttindagæsla fatlaðs fólks
- Rafræn skilríki
- Efling samfélagslöggæslu
Markmið og áherslur
Velferðarnefndin leggur áherslu á bætta sérfræðiþjónustu við börn og greiðara aðgengi að henni. Auk þess sem auka þarf heilbrigðisþjónustu utan dagvinnutíma, ekki síst við eldri borgara og þannig bæta þjónustu við íbúa svæðisins óháð búsetu.
Nefndin telur brýnt að tryggja fjármagn til að efla samfélagslöggæslu á öllu Suðurlandi og auka þannig enn frekar samstarf um forvarnir gegn ofbeldi.
Eftirfarandi ályktanir velferðarnefndar eru bornar undir atkvæði:
Auknir fjármunir til geðheilbrigðisþjónustu
Ársþing SASS hvetur ríkisvaldið til að setja aukna fjármuni til Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, BUGL og Geðheilsumiðstöðvar barna til þess að stytta biðlista eftir þjónustu.
Heilbrigðisþjónusta óháð búsetu
Ársþing SASS skorar á ríkisvaldið að tryggja nægt fjármagn til þess að hægt sé að veita heilbrigðisþjónustu á kvöldin og um helgar á heimilum fólks óháð búsetu. Með því er stigið stórt skref í átt að markmiði aðgerðaráætlunarinnar „Gott að eldast“ um að fólk geti búið í sjálfstæðri búsetu á eigin heimili sem lengst.
Aukið samstarf lögreglu og sveitarfélaga
Ársþing SASS skorar á ríkisvaldið að tryggja sérstakt viðbótarfjármagn til lögreglu svo takast megi að efla enn frekar samfélagslöggæslu og auka samstarf lögreglu og sveitarfélaga meðal annars í gegnum Öruggara Suðurland.
Ályktanir velferðarnefndar eru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Er ályktununum vísað til stjórnar SASS til ferkari úrvinnslu og forgangsröðunar.
Verkefni fyrir stjórn
Velferðarnefnd tekur undir áskorun ungmennaráðs sem fordæmir allt ofbeldi og hvetur sveitarfélög til þess að hlúa að sínu forvarnarstarfi og endurskoða það í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.
Atvinnumálanefnd
Eftirfarandi ályktanir atvinnumálanefndar eru bornar undir atkvæði hver og ein þar sem breyting varð á fyrstu þremur frá upphaflegum tillögum að ályktunum:
Jafna dreifingargjald
Ársþing SASS skorar á umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra að jafna dreifingargjald á raforku milli þéttbýlis og dreifbýlis. Fjarlægja þarf heimild til sérstakra dreifbýlis gjaldskráa.
Ályktunin er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Efling íslenskukennslu
Ársþing SASS hvetur ríki, fræðsluaðila og atvinnurekendur á Suðurlandi til að tryggja að íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk verði efld, sérstaklega í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og öðrum greinum. Það er mikilvægt til að stuðla að inngildingu og tryggja jafna möguleika til starfsþróunar.
Ályktunin er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Sveitarfélög fái tekjur af auðlindum
Ársþing SASS skorar á ríkisvaldið að tryggja sveitarfélögum á nærsvæðum auknar tekjur af auðlindum til að styrkja innviði og auka sjálfbærni samfélaga.
Ályktunin er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Trygging markaðssetningar Íslands sem áfangastaðar
Ársþing SASS skorar á ríkisvaldið að tryggja stöðuga markaðssetningu Íslands sem áfangastaðar. Ferðaþjónustan er stærsti atvinnuvegur Suðurlands og lykilþáttur í efnahagslegri sjálfbærni svæðisins. Því er brýnt að tryggja fjármagn til að halda uppi sterkri ímynd Íslands á alþjóðamarkaði.
Ályktunin er borin undir atkvæði og samþykkt, tveir sitja hjá.
Er ályktununum vísað til stjórnar SASS til frekari úrvinnslu og forgangsröðunar.
Aðrar niðurstöður nefndar
Aðrar niðurstöður nefndarinnar eru innlegg nefndarinnar að markmiðum og áherslum inn í stefnumörkun Sóknaráætlunar Suðurlands 2025 til 2029. Voru þær samþykktar óbreyttar og eru eftirfarandi.
Fjölbreytt atvinnulíf og jöfnun tækifæra
Fjölgun starfa óháð staðsetningu
Sjálfbær ferðaþjónusta
Þekking og færni
Íslenska og inngilding í atvinnulífinu
Sterkur sjávarútvegur
Aukin verðmæta og nýsköpun
Nýsköpun verður lykilþáttur í að skapa fjölbreyttari störf, aukna verðmætasköpun og samkeppnishæfni Suðurlands. Mikilvægt er að styðja við frumkvöðla og fyrirtæki sem nýta nýjar lausnir til sjálfbærrar atvinnuuppbyggingar.
Verðmætasköpun í matvælaiðnaði
Sjálfbær áburðarframleiðsla
Stuðningur við frumkvöðla
Nýliðun í landbúnaði
Sjálfbær orku og auðlindanýting
Nýting grænnar orku og náttúruauðlinda getur skilað miklum efnahagslegum ávinningi fyrir Suðurland. Markmiðið er að stuðla að sjálfbærri orku- og auðlindanýtingu þar sem ávinningurinn skilar sér til samfélagsins.
- Græn orka og náttúruauðlindir: Mikilvægt er að þróa atvinnuuppbyggingu með sjálfbæra orku- og auðlindanýtingu að leiðarljósi. Með því að nýta þau tækifæri sem felast í grænni orku, jarðvarma og öðrum náttúruauðlindum má skapa ný störf og auka verðmæti á svæðinu.
- Raforka og innviðir: Mikilvægt er að jafna dreifbýlisgjald á raforku milli þéttbýlis og dreifbýlis til að tryggja jöfn tækifæri til atvinnuuppbyggingar.
- Að tryggja að tekjur af auðlindum nýtist nærsvæðum: Lögð verður áhersla á að tekjur af auðlindum skili sér til nærsamfélagsins til að styrkja innviði og auka sjálfbærni samfélaga.
Samvinna um markmið
Þróun atvinnulífs á Suðurlandi kallar á víðtæka samvinnu um markmiðin. Mikilvægt er að samræma atvinnuþróun á svæðinu og að hún sé byggð á grunni sjálfbærrar þróunar, með áherslu á samráð og taki mið af þörfum íbúa og komandi kynslóða. Sóknaráætlun Suðurlands þarf að leggja áherslu á ferli og samvinnu sem leiðir að settum markmiðum og sameiginlegri framtíðarsýn.
Samræming og sjálfbærni:
Allar aðgerðir í atvinnumálum þurfa að vera í samræmi við markmið um sjálfbæra þróun, með það að leiðarljósi að tryggja langtíma hagsæld og efnahagslega sjálfbærni á Suðurlandi.
Fjárhagsnefnd
Ályktanir fjárhagsnefnda eru bornar undir atkvæði og til samþykktar
Fjárhagsáætlun SASS 2025
Að framkomin tillaga að fjárhagsáætlun SASS fyrir árið 2025, sem unnin hefur verið í samráði við nefndina og stjórn, verði samþykkt. Skýringar fylgja fjárhagsáætluninni
Fjárhagsáætlun SASS 2025 er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Tillaga um laun stjórnar, ráða og nefnda
Að tillaga að launum stjórnar og nefnda/ráða með skýrari ákvæðum um greiðslur til stjórnar og fyrir aðra fundarsetu, verði samþykkt en tillagan er unnin í samráði við nefndina.
Tillaga um laun stjórnar, ráða og nefnda borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Er ályktununum vísað til stjórnar SASS til frekari úrvinnslu og forgangsröðunar.
Ársþing SASS skorar á fjárlaganefnd við afgreiðslu fjárlaga að tryggja hækkuð framlög til Sóknaráætlunar, atvinnuráðgjafar og reksturs Áfangastaðastofu.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Verkefni fyrir stjórn
Fjárhagsnefnd leggur til við stjórn SASS að rýna vel þá samninga sem gerðir eru við samstarfsaðila og þá vegna verðlagstrygginga og við ríki til að ná fram verðlagsbótum.
Óskað er eftir leyfi þingfulltrúa að samræma upphaf á ályktunum og ef fleiri en ein ályktun er um ákveðið mál að samræma þær. Óskað er eftir að formanni og framkvæmdastjóra verði veitt heimild til að gera breytingarnar. Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Pétur fundarstjóri leggur til að gerð verði breyting á dagskrá og verði samtal sveitarstjórnarfólks og þingmanna næst á dagskrá en kynning á Hveragerði verði felld af dagskrá. Er það samþykkt samhljóða.
Samtal sveitarstjórnarfólks og þingmanna Suðurkjördæmis
Almennt samtal þingfulltrúa við þingmenn Suðurkjördæmis. Umræðustjórar Anton Kári Halldórsson formaður og Njáll Ragnarsson stjórnarmaður SASS.
Þingmenn Suðurkjördæmis sem eru á staðnum eru boðaðir í pallborð en þeir eru: Ásmundur Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Vilhjálmur Árnason.
Kynnir Njáll þrjú mál sem verða tekin fyrir: Orku-, mennta- og samgöngumál.
Orkumál.
Ása Valdís Árnadóttir spyr hvernig þeir ætli að tryggja sveitarfélögum ávinning af orkuvinnslu í heimabyggð og jöfnun orkuverðs.
Guðbrandur segir að sveitarfélög eigi að njóta ábata sem fram fer í sveitarfélögum og að þau fái hlutdeild í tekjustofnun.
Vilhjálmur segir að einfalda þurfi ferlið til að virkjun geti orðið til og breyta þurfi skattakerfinu jöfnunarsjóði eða fasteignagjöldum en allt þetta er í skoðun í ráðuneytinu. Það þarf að jafna flutningskostnað. Það þarf að virkja og skipta ágóða.
Ásmundur segir mikilvægast að jafna flutningskostnaðinn og hann á að vera á sama verði fyrir alla, þessu hefur ekki tekist að breyta. Rafmagnskostnaðurinn er sá sami, flutningskostnaðurinn er það sem skiptir máli. Það þarf að greiða fasteignagjöld af virkjunum. Auðlindagjöld gegna öðru máli, þau þurfa að fara í sameiginlegan sjóð landsmanna ekki bara þangað sem útgerðin eða virkjunin er. Tekjur af byggingum eru mikilvægar.
Sigurður Ingi segir mikilvægast að setja lög um forgangsorku heimila, lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Einnig er spurning hvort að það eigi að vera verðvernd. Undanþágur frá fasteignagjöldum er forgangsmál gagnvart öllum. Auðlindagjöldin eru flóknari en þarf að skoða svo þau renni ekki eingöngu í ríkissjóð. Jöfnunargjald þarf að vera fyrir alla.
Haraldur Þór Jónsson, tekur til máls og spyr hvort treysta eigi á skipulagsvaldið til að orkunýtingarkostir og orkuflutningar fari í gang.
Sigurður Ingi svarar því játandi.
Ásmundur svarar því einnig játandi og segir mikilvægt að uppbygging á flutningsnetinu sé til staðar.
Vilhjálmur segir þetta risastórt verkefni sem hefur verið leyst en það þurfi að klára verkefnið til enda og afnema undanþágur frá skattinum. Það er vilji og þörf á að klára þetta.
Guðbrandur segir að tekjustofnar og skipting milli ríkis og sveitarfélaga eigi að vera skýr, skipulagsvaldið á að vera hjá sveitarfélögunum. Það er grundvöllur hvers sveitarfélags.
Menntamál.
Íris Róbertsdóttir tekur til máls og spyr hvernig hægt sé að brúa bil leik- og grunnskóla. Leikskólastig sé 1. skólastigið en er ekki lögbundið en það er gríðarlega krafa um að brúa bilið milli síðasta árs í leikskóla og fyrsta árs í grunnskóla. Finnst ykkur ekki eðlilegt að brúa bilið og að ríkið taki þátt í því og að síðasta ár í leikskóla verði lögbundið?
Vilhjálmur segir eðlilegt að hefja samtal um hvernig hægt sé að brúa bilið milli síðasta árs leikskóla og grunnskólans og ríkið þurfi að koma að því. Hann er sammála því að 5 ára skólastigið eigi að verða lögbundið.
Ásmundur tekur undir með Vilhjálmi. Það er mikilvægt að efla grunnskólann og taka þá inn 5 ára börnin, það er ekki nógu góð útkoma úr grunnskólunum. Erlendis er það þannig að ríkið tekur þátt í kostnaði við skóla háð tekjum foreldra. Það er spurning hvort að sveitarfélög eigi að skoða niðurgreiðslur háðar tekjum foreldra.
Sigurður Ingi segir að menntamálin eiga að vera baráttumál. Lífstekjur kvenna eru minni þar sem þær fæða börnin. Það skiptir máli að brúa bilið svo að það dragi ekki úr fólki að eignast börn. Það þarf að tryggja að öll 12 mánaða gömul börn komist inn á leikskóla. Sveitarfélög eru að niðurgreiða mikið af kostnaði við leikskóla, það á að vera jöfn greiðsla til allra sama hverjar tekjur eru.
Guðbrandur segir mikilvægt að leikskólar séu fyrir öll börn, hann veit þó ekki hvort að 5 ára börn eigi að vera á grunnskólastiginu. Það þarf að brúa bilið og það eru kröfur um að taka börn inn á leikskóla um eins árs aldur, ef það er ekki hægt þá þarf að finna lausn, lengja fæðingarorlof og gefa foreldrum tækifæri til að vera lengur með börnin heima. Það er mikilvægt að ríkið geti komið til móts við sveitarfélögin, það er dýrt að vera með of ung börn á leikskóla.
Arnar Freyr Ólafsson spyr hvort miðað við þær tekjur sem sveitarfélög fá frá ríki og íbúum sé skóli án aðgreiningar sjálfbær.
Guðbrandur svarar því neitandi, úrræðum fyrir börn með vanda hefur fækkað og eru dýr.
Sigurður Ingi svarar að það séu mismunandi möguleikar hjá sveitarfélögum og oft enda erfiðustu tilfellin í stærri sveitarfélögum. Verið er að innleiða nálgun um að barnið sé sjálft í miðjunni miðað við farsældarlögin. Það þarf að grípa börnin inn á fyrsta stig. Við erum á rétti leið en það þarf að gera betur til að ná markmiðum.
Ásmundur segir að sú barátta sem hefur verið í gangi fyrir skóla án aðgreiningar sé töpuð, þau sem þurfa aðstoð eru ekki að fá nægilega aðstoð. Það þarf að taka þessa umræðu með hagsmuni barna að leiðarljósi.
Vilhjálmur segir að í málaflokki fatlaðra sé allt of mikið af skyndilausnum, barnið skiptir mestu máli, það þarf að vera val um fjölbreytt úrræði. Það á ekki að segja fólki að vera í einhverju ákveðnu úrræði. Tvö börn þurfa ekki endilega að vera með sömu þarfir.
Hann vill einnig hvetja sveitarstjórnarmenn að huga að eflingu Garðyrkjuskólans sem nú tilheyrir Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Arna Ír Gunnarsdóttir tekur til máls og spyr um verkföll. Það eru 1.000 ungmenni í verkfalli og eru heima. Það er samtal í gangi og mikið rætt við formann samningarnefndar sveitarfélaga. Hvar sjáið þið ykkar aðkomu að samningum?
Sigurður Ingi segir að ríki og sveitarfélög séu samstíga í þessari kjaralotu. Það er mikilvægt að ná samningum á sama grunni og samið hefur verið um. Hann hefur áhyggjur af ungmennunum.
Ásmundur segir ábyrgðina vera hjá ríki og sveitarfélögum og þeim sem eru að gera kröfur á þá. Launahækkanir sem farið er fram á sé ekki hægt að samþykkja, þær séu úr öllum takti við það sem er að gerast í samfélaginu.
Vilhjálmur hefur áhyggjur, það eru tveir aðilar að deila og þeir þurfa að hafa manndóm í sér til að semja og klára þetta hratt og vel.
Guðbrandur segir þetta vonda stöðu en það var samþykkt fyrir 8 árum að það yrði jöfnun milli markaða. Það er mikilvægt að fara í að semja. Það er ýmislegt sem er í kjarasamningum kennara sem þarf að meta til fjár.
Aldís Hafsteinsdóttir minnir á samkomulag frá 2016 þar var talað um jöfnun launa og jöfnun kjara.
Samgöngumál.
Einar Freyr Elínarson spyr um umferð sem er sífellt að aukast eins og fólks- og vöruflutningar. Hvenær verður tímabært að leggja lest frá Reykjavík og til Suðurlands?
Sigurður Ingi segir vonandi aldrei, það er dýrt að reka lestrarkerfi.
Ásmundur segir að það verði ekki á næstunni, rekstrarkostnaður sé of mikill.
Vilhjálmur segir að ríkið muni ekki fara í slíkar framkvæmdir, frekar einkaaðilar. Það er mikilvægara að tvöfalda vegina.
Guðbrandur segir að það þurfi að klára að laga vegi.
Kjartan Björnsson spyr hvort farið verði í að klára Ölfusárbrú?
Guðbrandur segir að það ætti að geta gengið, það er að koma frumvarp til að dekka ríkisábyrgð og hann á von á að þetta verði keyrt í gegn fljótlega.
Vilhjálmur vill meina að þetta sé að klárast og að skrifað verði undir samninginn og byrjað að byggja brúna.
Ásmundur segir að þetta verði klárað fyrir 15. nóvember og að farið verði í verkið.
Sigurður Ingi segir að það sé tilbúið frumvarp sem auðveldar framgang og hann telur að það verði frágengið 15. nóvember og byrjað í framhaldi en það verður ekki ekið yfir hana fyrr en árið 2027.
Njáll hvetur þingmenn til að klára þetta verkefni.
Arnar Freyr spyr hvað menn sjái fyrir sér á komandi árum í nýframkvæmdum og hvað verði fjármagnað með vegatollum?
Vilhjálmur segir vegatolla flýta fyrir framkvæmdum og það form muni að öllum líkindum koma fram í uppbyggingu vegakerfa. Með því er líklegra að við fáum einnig erlenda aðila til að taka þátt í verkefnum.
Ásmundur segir það skipta máli að skoða hvað má gera betur en Færeyingar eru að gera góða hluti. Hann telur það góða fjárfestingu fyrir lífeyrissjóðina að taka þátt í fjárfestingu á vegakerfi.
Sigurður Ingi segir að nú séu allir að fara yfir á kílómetragjald um áramót. Ef teknir verða upp vegatollar þá er spurning um að rukkað sé á ákveðnum stöðum eða hvort að það ætti að hækka um einhverja krónutölu á kílómetragjaldið og það færi þá beint í þessar framkvæmdir. Einnig er spurning hvort að það eigi að stofna jarðgangafélag.
Guðbrandur vill ekki endilega að það séu teknir upp vegatollar. Er örugglega verið að byggja upp vegina fyrir þá peninga sem verið er að rukka? Sértekjur eru ekki endilega að fara inn í merkta málaflokka. Ef það kemur eitthvað inn í sértekjur þá þarf það að fara í það sem það er merkt.
Njáll spyr – Ætlið þið að leggjast með okkur í það að tryggja fjármagn í fjárlögum til að kanna með fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja?
Allir svara því játandi.
Anton Kári og Njáll þakka þingmönnum fyrir þátttökuna og komuna og þeir hvetja þá sem eru að bjóða sig fram og ná kjöri að mæta á aðalfundi SASS.
Að lokum þakkar Ásmundur Friðriksson sveitarstjórnarmönnum fyrir samstarfið í gegnum árin, hann er þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa fyrir kjördæmið. Hann hvetur sveitarstjórnarmenn til að taka vel á móti nýjum þingmönnum og gefa þeim tækifæri til að átta sig á hlutunum. Starf þing- og sveitarstjórnarmanna er mikilvægt og það þarf að tala störfin upp. Þessir aðilar þurfa að starfa og standa saman. Hann óskar sveitarstjórnarmönnum góðs gengis.
Fundarlok aðalfundar SASS kl. 17:55 en hlé er gert á dagskrá þar til á morgun.
Pétur setur aðalfund SASS kl. 11:52 föstudaginn 1. nóvember. Þakkar fyrir góðan fund.
Fundarstjóri óskar eftir heimild til handa fundarritara og fundarstjórum að ganga frá fundargerðinni og senda hana til sveitarfélaganna.
Nú er komið að fundarlokum ársþings SASS og gefur fundarstjóri Antoni Kára Halldórssyni formanni orðið. Þakkar hann sveitarstjórnarmönnum fyrir góðan, málefnalegan og gagnlegan fund. Einnig þakkar hann fundarstjórum, starfsmönnum SASS og öðrum fyrir góðan undirbúning fyrir fundinn og Hveragerðisbæ fyrir viðurgjörning allan.
Fundi slitið kl. 11:55
Rósa Sif Jónsdóttir fundarritari.