fbpx

Starfsmenn þróunarsviðs SASS sóttu alþjóðlega velsældarþingið sem haldið var í Hörpu dagana 11.-12. júní 2024. Velsældarþingið, sem var skipulagt af embætti landlæknis í samstarfi við forsætisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, var vettvangur fyrir umræðu um innleiðingu velsældarhagkerfis sem byggist á félagslegum, umhverfislegum og efnahagslegum mælikvörðum.

Velsældarhagkerfið, sem var megin umræðuefni þingsins, undirstrikar mikilvægi þess að samþætta félagslega, umhverfislega og efnahagslega þætti til að skapa heilbrigð og sjálfbær samfélög. Hún fellur þannig vel að stefnumótun landshlutans í tengslum við Sóknaráætlun Suðurlands. Núgildandi Sóknaráætlun leggur megináherslu á efnahagslega, samfélagslega og umhverfislega þætti með það að markmiði að tryggja sjálfbæra þróun á landsbyggðinni. Aðferðarfræðin sem fjallað var um á þinginu styður þessa nálgun og leggur til að árangur sé mældur út frá fleiri þáttum en aðeins þjóðarframleiðslu og hagvexti, þar með talið lífsgæðum, heilsu og vellíðan.

Á þinginu voru kynntar ýmsar leiðir til að stjórnvöld, sveitarstjórnarstigið, stofnanir og fyrirtæki geti innleitt aðgerðir sem stuðla að velsæld íbúa. Starfsmenn SASS komu uppfull af fróðleik og hugmyndum að því hvernig hægt væri að innleiða, og tengja saman þá vinnu sem nú þegar er unnið að, við velsældarhagkerfið.

Unnið er að nýrri og uppfærðri Sóknaráætlun Suðurlands sem kemur til með að gilda frá 2025-2029. SASS mun kynna vinnuna á næstu vikum og mánuðum fyrir íbúum Suðurlands og hvetjum við íbúa til að kynna sér málið og taka þátt í vinnunni þegar eftir því verður kallað. 

#wbef2024

Hvað er velsældarhagkerfið? Sjá svar stjórnarráðsins hér.

 

Mynd tekin af vef stjórnarráðsins

Hvað er sóknaráætlun - SASS

Megináherslur Sóknaráætlunar Suðurlands 2020-2024