fbpx

 

 

Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði

Suðurlands. Um er að ræða síðari úthlutun sjóðsins árið 2022. Umsóknir voru samtals 90, í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 28 umsóknir og 62 í flokki menningarverkefna. 

Að þessu sinni var 32,6 m.kr. úthlutað, 13,1 m.kr. í flokk atvinnu og nýsköpunar og 19,5 m.kr. í flokk menningar, til samtals 58 verkefna. Samþykkt var að veita 14 verkefnum styrk í flokki atvinnu og nýsköpunar og 44 verkefna í flokki menningarverkefna.

Hæsta styrkinn í flokki atvinnu og nýsköpunar hlaut að þessu sinni Langa ehf. fyrir verkefnið Afurðagerð og vörumerkjaþróun fyrir lífefnavinnslu að upphæð 2 m.kr., markmið verkefnisins er þróun á næringaríkum neytendavörum sem innihalda kollagen og önnur lífefni sem verða framleidd í nýrri verksmiðju í Vestmannaeyjum. 

Í flokki menningarverkefna hlaut Home Soil ehf. fyrir verkefnið Ástin sem eftir er (seinni hluti) styrk að upphæð 1. m.kr., markmið verkefnisins er að gera kvikmynd í fullri lengd, sem mun stuðla að fjölbreyttu og öflugu menningarlífi. 

Þá hlaut Góli ehf. fyrir verkefnið Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands 2023 styrk að upphæð 1. m.kr., markmiðið er að halda páskatónleika Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands í Selfosskirkju í byrjun apríl nk. ásamt gestum.

Lista yfir öll verkefni sem hlutu styrk má sjá hér.

soknaraaetlun