sass@sass.is 480-8200

EINKENNI SUÐURLANDS

 • Mannauður, náttúra og samtakakraftur

FRAMTÍÐARSÝN FYRIR SUÐURLAND

 • Fjölbreytt atvinnulíf, mannlíf og menning
 • Suðurland sem laðar að íbúa og gesti
 • Hvetjandi umhverfi til menntunar, rannsókna og þróunar
 • Atvinnusköpun sem byggir á sjálfbærri nýtingu á auðlindum landshlutans
 • Sterkar byggðir og traustir innviðir

LEIÐARLJÓS SÓKNARÁÆTLUNAR SUÐURLANDS

 • Jákvæð samfélagsþróun
 • Gæði, hreinleiki og umhverfisvitund
 • Að byggja upp fjölskylduvænt samfélag
 • Fjölbreytni í menningu, mannlífi, menntun og atvinnu

MEGIN ÁHERSLUR SÓKNARÁÆTLUNAR TIL 2020

 • Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum.
 • Vinna að heildrænni kortlagninu á náttúru, mannauði og menningu á Suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða.
 • Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika
 • Vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi og auka sjálfbæra nýtingu á orku og auðlindum
 • Hækka menntunarstig á Suðurlandi með eflingu framboðs og aðgengis að menntun í heimabyggð
 • Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun

STEFNA OG MARKMIÐ // Menning

MENNINGAR- OG LISTALÍF Á SUÐURLANDI BYGGI Á FAGMENNSKU OG ÞEKKINGU

 • Menning og listir fái aukið vægi í uppeldi og kennslu barna og fullorðinna
 • Grunn listmenntun verði efld á svæðinu öllu

MENNINGARSTARF OG VIÐBURÐIR Á SUÐURLANDI VERÐI SAMRÆMD OG SÝNILEGT, JAFNT ÍBÚUM SEM OG GESTUM Á SVÆÐINU

 • Ferðaþjónusta geti nýtt menningu og listir svæðisins sem aðdráttarafl og þannig aukið á samstarf þessara aðila (menningartengd ferðaþjónusta)
 • Komið verði á markvissu samstarfi allra aðila í menningarmálum á Suðurlandi
 • Aukið samstarf og verkefnaþróun á Suðurlandi leiði til eflingar og sýnileika menningarlífs á svæðinu – jafnframt aukist menningarlegt víðsýni og skilningur íbúa og stjórnsýslu á mikilvægi skapandi greina

STARFSUMHVERFI MENNINGAR Á SUÐURLANDI HVETJI TIL FRUMKVÖÐLASTARFS Í MENNINGARMÁLUM OG LISTSKÖPUN

 • Upplýsingum um aðstoð við frumkvöðla verði markvisst komið á framfæri
 • Unnið verði að eflingu nýsköpunarhugsunar sem styðji einnig við samtímalistsköpun
 • Starfandi listamönnum og öðrum sem hafa tekjur af skapandi greinum fjölgi
 • Öflugt menningar- og listalíf á Suðurlandi styðjist við faglegar niðurstöður rannsókna í málaflokknum
 • Menningararfur Sunnlendinga og menningarlandslag svæðisins verði skrásettur og gerður aðgengilegur
 • Öflugar rannsóknir á sviði menningar- og lista skapi viðurkenningu greinanna sem mikilvægs hluta atvinnulífs á svæðinu

STEFNA OG MARKMIÐ // Menntun, mannauður og lýðfræðileg þróun

AÐ HÆKKA MENNTUNARSTIG Á SUÐURLANDI

 • Auka framboð fjarnáms á framhalds- og háskólastigi á Suðurlandi
 • Tryggja jafnt aðgengi að menntun um allan landshlutann
 • Vakta framboð og eftirspurn eftir námi á Suðurlandi
 • Auka þekkingu og notkun á upplýsingatækni til náms og kennslu
 • Bæta viðhorf og skilning á hagkvæmni menntunar alla ævi
 • Minnka brottfall nemenda á öllum skólastigum
 • Auka samvinnu menntastofnana á svæðinu og utan þess

AÐ MENNTUN OG ATVINNULÍF EIGI SAMLEIÐ

 • Auka áherslur á nýsköpun, skapandi- og verklegar greinar á öllum skólastigum á Suðurlandi
 • Kortleggja þarfir atvinnulífsins fyrir menntun
 • Auka samvinnu atvinnulífs um virðisauka menntunar
 • Stuðla að símenntun atvinnugreina í landshlutanum
 • Fjölga „þekkingarstörfum“ og atvinnutækifærum fyrir menntað fólk

STEFNA OG MARKMIÐ // Atvinnulíf og nýsköpun

BÆTA SAMKEPPNISHÆFNI FYRIRTÆKJA OG ATVINNULÍFS Á SUÐURLANDI

 • Styðja við vöruþróun, markaðssókn og öflun þekkingar
 • Hvetja og styðja við nýsköpun innan fyrirtækja
 • Efla grunngerðir atvinnulífs í landshlutanum
 • Að búa til betri jarðveg fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Suðurlandi

EFLA OG BYGGJA Á; STYRKLEIKUM, TÆKIFÆRUM OG VAXTARSPROTUM ATVINNULÍFS Á SUÐURLANDI

 • Efla ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu með öflugri markaðssókn
 • Styðja við rannsóknir, vöruþróun og virðisaukandi aðgerðir
 • Styðja við fullvinnslu og beina sölu afurða og þjónustu úr héraði
 • Nýta náttúru, menningu, sögu og aðrar auðlindir landshlutans til atvinnusköpunar en í sátt við samfélagið

AUKA FJÖLBREYTNI Í ATVINNULÍFI Á SUÐURLANDI

 • Fjölga störfum án staðsetningar
 • Laða að ný fyrirtæki, innlend sem erlend
 • Styðja við aukið samstarf fyrirtækja þvert á starfsgreinar
 • Byggt verði á náttúru, menningu, sögu og öðrum auðlindum landshlutans við sköpun nýrra atvinnutækifæra – í sátt við náttúru og verndarsjónarmið
 • Efla rannsóknir og þróunarstarf, einkum varðandi jarðvísindi, náttúru og ferðamál
 • Efla ráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga við öflun fjármagns til nýsköpunarverkefna 

 

Stefnumörkun til 2020 (.pdf)