fbpx

Markmið

Markmiðið er að stilla upp ólíkum valkostum tengt rekstri sjúkraþyrlu þannig að hægt sé að taka afstöðu til þess hvort skynsamlegt sé að hefja rekstur á sjúkraþyrlu á Suðurlandi sem tilraunaverkefnis.

Verkefnislýsing

Tekin verða saman þau gögn sem þegar hafa verið unnin og þau uppfærð. Fyrri niðurstöður benda ótvírætt til að sjúkraþyrlur þurfa að vera liður í framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og það úrræði þarf með einum eða öðrum hætti að vera unnið í samvinnu við þá starfsemi sem þegar býðst til sjúkraflutninga. Fyrri athuganir benda til að Suðurlandið sé það landsvæði sem hentar best til tilrauna á þessu sviði en álíka tilraun hefur m.a. verið gerð í Danmörku og þar var niðurstaðan sú að halda áfram með verkefnið.  

  • Fyrsti hluti verkefnisins er að uppfæra tölfræði tengda sjúkraflutningum og spá fyrir um þróunina. 
  • Annar hluti þess er að stilla upp ólíkum valkostum varðandi mönnum þyrlunnar til að hægt sé að þjóna þeim sem er í nauð. 
  • Þriðji verkhlutinn tengist rekstri þyrlunnar og mönnunar en þar verður ólíkum valkostum stillt upp. 

Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024

Verkefnið tengist megináherslunni Samfélag þar sem meðal annars er lögð áhersla á bætta velferða og samstarf svo lífsgæði eflist á Suðurlandi. 

Væntur árangur

Að tilraunaverkefni hefjist með rekstur á sjúkraþyrlu á Suðurlandi.

Lokaafurð

Niðurstaða verkefnisins er lista upp ólíkum valkostum þannig að hægt sé að taka afstöðu til þess hvort hefja eigi rekstur sjúkraþyrlu í tilraunaskyni.

 


Verkefnastjóri

Ingvi Már Guðnason
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðilar

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu)

Heildarkostnaður

5.000.000 kr.

Þar af framlag úr Sóknaráætlun
3.000.000 kr. 
Ár
2024
Upphaf og lok verkefnis
Janúar – desember 2024
Staða
Í vinnslu 
Númer

243006