fbpx

Markmið

Markmiðið er að gefa sunnlenskum ungmennum kost á að taka þátt í Upptaktinum. Markmið Upptaktsins eru m.a. að stuðla að tónsköpun ungmenna, aðstoða börn við að fullvinna hugmyndir sínar og gefa þeim tækifæri á að upplifa eigin tónlist í flutning fagfólks

Verkefnislýsing

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna gefur ungu fólki tækifæri til að senda inn eigin tónsmíð og móta hana svo úr verði fullskapað tónverk sem flutt er í Hörpu í samstarfi við nemendur Listaháskóla Íslands og atvinnutónlistarfólk. Tónleikar Upptaktsins fara fram á opnunardegi Barnamenningarhátíðar í Hörpu 24. apríl 2024. Upptakturinn er árviss viðburður á vegum Hörpu sem nú er haldinn í tólfta sinn. Alls hafa 135 tónverk verið flutt eftir um 200 þátttakendur. Árlega eru sendar inn um það bil 90 tónsmíðahugmyndir sem valnefnd velur úr. Upptakturinn hlaut alþjóðlegu verðlaunin YAMawards fyrir besta tónlistar- og þátttökuverkefnið 2022. Ungmenni í 5.-10. bekk geta sent inn hugmyndir að tónsmíðum í því formi sem þau kjósa, á upptöku eða með hefðbundinni eða óhefðbundinni nótnaskrift. Áhersla er lögð á að styðja þau í fullvinnslu hugmyndar, en ungmennin sem komast áfram taka þátt í tónlistarsmiðju með nemendum í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands, auk þess að vinna að útsetningum undir leiðsögn nemenda tónsmíðadeildar. Að þessu ferli loknu er nýtt tónverk flutt af nemendum LHÍ og atvinnutónlistarfólki, tekið upp og sýnt á RÚV

Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024

Verkefnið tengist megináherslunni Samfélag þar sem meðal annars er lögð áhersla á bætta menningu, menntun og mannlífs. 

Væntur árangur

Að a.m.k. nokkur sunnlensk ungmenni sendi inn verk í keppnina.  

Að a.m.k. eitt sunnlenskt ungmenni komist að í lokakeppninni og fái tækifæri til að sjá tónverk sitt flutt í Hörpu. 

Lokaafurð

Lokaafurð verkefnisins er að Upptakturinn hafi verið kynntur fyrir sunnlenskum börnum og ungmennum og að sem flestir hafi sent inn verk í keppnina. 


Framkvæmdaraðili
Upptakturinn 
Samstarfsaðilar

SASS, byggðaþróunarfulltrúar á hverju svæði 

Heildarkostnaður
600.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
400.000 kr. 
Ár
2024
Upphaf og lok verkefnis
Janúar – apríl 2024
Staða
Í vinnslu 
Númer

243009