fbpx

Markmið

Markmið verkefnisins er að styðja við byggðaþróun á miðsvæði Suðurlands með því að  

  1. auka fjölbreytni á framboði ferðaþjónustu, stækka markhóp þeirra er sækja svæðið og höfða til fólks sem dvelur lengur og kynnist svæðinu betur, auk þess að  
  2. styðja við rannsóknir, þekkingarsköpun og sköpun sérfræðistarfa á svæðinu.  

Verkefnislýsing

Þekkingartengd ferðaþjónusta hefur verið að ryðja sér til rúms síðastliðin ár erlendis og til er net þekkingarstofnanna og fyrirtækja bjóða upp á slíkar ferðir. Ávinningur af slíkum verkefnum er umfram allt aukin þekking, fjármögnun rannsókna innan svæðis, sköpun sérfræðistarfa í héraði og ólík gerð ferðamanna á svæðinu. Fyrir sveitarfélögin innan Kötlu jarðvangs, sérstaklega Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp, liggja þarna tækifæri til að styrkja og auka fjölbreytni í undirstöðu atvinnulífsins. 

Verkefnið verður unnið í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki á svæðinu.  

Helstu verkþættir eru:  

  1. Greining innviða og mótun samstarfsvettvangs  
  2. Markaðsgreining og drög að viðskiptaáætlun  
  3. Mótun tillagna að rannsóknum og rannsóknarferðum 
  4. Gerð markaðs- og kynningarefnis  
  5. Markaðssetning og sala fyrstu ferða (markaðsprófanir) 
  6. Samantekt og tillögur. 

Verkþættir hér að ofan eru að mestu í þeirri röð sem þeir verða framkvæmdir. 

Verkþættir munu þó að hluta skarast eða ganga fram og aftur í ljósi þeirra samskipta og samstarfs sem þarf að eiga sér stað til að sem mestur árangur náist.  

Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024

Verkefnið tengist megináherslum Atvinnu og nýsköpunar þar sem að áhersla er lögð á að ferðaþjónusta á Suðurlandi byggist á sjálfbæru samfélagi   

Væntur árangur

Til langstíma mun verkefnið renna nýjum stoðum undir atvinnulíf og þekkingarsköpun á svæðinu. Það tengist beint inn í atvinnustefnu sveitarfélagana, styrkir þá innviði sem fyrir eru og býður upp á möguleika á að búa til nýja. Áhrif verkefnisins mun gæta í auknu vísindastarfi sem ber með sér aukna þekkingu og möguleika á fjölgun starfa sem krefjast háskólamenntunnar á svæðinu, fjölbreyttari ferðaþjónustu og tækifærum fyrir ferðaþjónustuaðila að dýpka þjónustu við nýjan markhóp sem dvelur lengur á svæðinu. Þetta myndi hafa mikil áhrif á þá stefnu sem samfélögin get tekið á komandi árum. Verkefnið er einnig mikilvægt tækifæri til að styrkja samstarfsvettvang innan aðila ferðaþjónustunnar og fræðasamfélagsins sem gæti nýst öðrum svæðum sem tilraunaverkefni til að byggja á.

Lokaafurð

Lokaafurð verkefnisins yrði uppsett þekkingartengd ferðaþjónusta sem mun innihalda rannsóknarverkefni í jarðfræði sem kemur til með að nýtast til aukinnar þekkingar á svæðinu og sem ferðamenn geta tekið þátt í. Í kringum það er reiknað með að verði til aukin verðmæti í ferðaþjónustu á svæðinu, störf og betri innviðir.

 


Framkvæmdaraðili
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
Samstarfsaðilar

Kötlusetur, Katla jarðvangur og Þekkingarsetur Vestmannaeyja 

Heildarkostnaður

10.000.000 kr. 
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
1.000.000 kr. 
Ár
2024
Upphaf og lok verkefnis
Maí 2024 – Maí 2024
Staða

Númer

2243002