fbpx

Á fundi verkefnastjórnar Sóknaráætlunar Suðurlands 23. september s.l. var ný stefnumörkun samþykkt fyrir landshlutann. Stefnumörkunin tekur til eftirfarandi málaflokka; a) menning, b) atvinnuþróun og nýsköpun og c) menntun, mannauður og lýðfræðileg þróun svæða. Um er að ræða stefnumarkandi plagg við gerð og mótun næstu sóknaráætlunar landshlutans. Stefnumörkunin er í senn leiðarvísir og viðmið við val á áhersluverkefnum, sem eiga að uppfylla þá framtíðarsýn, stefnur og markmið sem þar eru sett fram.

Stefnumörkunin byggir í megin atriðum á niðurstöðum samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Suðurlands, sem var afrakstur fundar sem haldinn var 16. júní s.l. Einnig byggir stefnumörkunin á stefnum sem settar voru fram í hópavinnu við mótun Sóknaráætlunar Suðurlands 2013 og á niðurstöðum hópavinnu fulltrúa á ársþingi SASS í október 2014.

Nú þegar stefnumörkunin liggur fyrir verður kallað eftir tillögum úr samfélaginu að áhersluverkefnum sem falla að stefnumörkuninni. Opnað verður fyrir innsendar tillögur frá almenningi, stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum og öllum þeim sem vilja vekja athygli á mögulegum aðgerðum sem fallið geta að stefnumörkuninni. Hvort sem um er að ræða hugmyndir að verkefnum eða fullmótaðar verkefnatillögur. Verður það fyrirkomulag kynnt frekar á næstu misserum. Þórður Freyr Sigurðsson, verkefnisstjóri Sóknaráætlunar veitir frekari upplýsingar.

Sjá hér Stefnumörkun Suðurlands 2016 – 2020