fbpx

Markmið

Markmiðið er að kynna hlutverk byggðaþróunarfulltrúa sem leiðir til: 

  • Fjölgunar einstaklinga í ráðgjöf 
  • Fjölgunar umsókna Sunnlendinga í sjóði og hraðla á landsvísu – þ.a.l. auka fjármagn til landshlutans 
  • Sunnlendingar viti að byggðaþróunarfulltrúi er kjörið fyrsta stopp í stoðkerfinu 

Verkefnislýsing

Árið 2023 var unnið að breyttu skipulagi á Suðurlandi í tengslum við atvinnuráðgjafa og verkefnisstjóra. Suðurland samanstendur af sjö atvinnusóknarsvæðum og í dag hefur verið gerður samstarfssamningur við þekkingarsetur eða sveitarfélög á öllum svæðunum um starf byggðaþróunarfulltrúa. Einn byggðaþróunarfulltrúi starfar nú á hverju þessara sjö svæða og sinnir hlutverkum hans. Byggðaþróunarfulltrúi veitir ráðgjöf og handleiðslu á sviði atvinnu- og byggðaþróunar, vinnur að upplýsingaöflun, miðlun upplýsinga og svæðisbundnum verkefnum á sviði byggðaþróunar. 

Mikilvægt er að kynna nýtt hlutverk byggðaþróunarfulltrúa á Suðurlandi þannig að íbúar á Suðurlandi þekki það og viti hvert skal leita þegar kemur að stoðkerfi nýsköpunar, atvinnuþróunar og menningar. 

Unnin verður markaðs- og kynningaráætlun í upphafi árs.  Í kjölfarið verður útbúið kynningarefni, s.s. heimasíða, auglýsingar, greinar, myndbönd o.fl. Kynningarherferð verður í gangi allt árið, jafnt á samfélagsmiðlum sem og í héraðsfréttablöðum og efnið tengt því sem er í gangi hverju sinni, s.s. Uppbyggingarsjóði, Sóknarfærum (hraðall) o.s.frv. 

Unnið er að uppsetningu heimasíðu þar sem íbúar Suðurlands hafa gott yfirlit yfir stoðkerfi nýsköpunar, atvinnuþróunar og menningar á Suðurlandi og byggir á þarfagreiningu sem gerð var í tengslum við nýsköpunargátt Suðurlands og stjórnvalda.  

Þar er stefnt að því að hver og einn byggðaþróunarfulltrúi, svæði og sveitarfélag hafi sitt undirsvæði. Þar munu ýmiskonar gögn og upplýsingar birtast og kemur hver byggðaþróunarfulltrúi til með að hafa umsjón með upplýsingum á sínu svæði. En það er skilgreint sem eitt af megin hlutverkum þeirra.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024

Verkefnið tengist megináherslunni Atvinna og nýsköpun, þar sem meðal annars er lögð  áhersla á að fjölga nýskráðum fyrirtækjum, auka framleiðni fyrirtækja, auka fjármagn til nýsköpunar sem og að auka hlutdeild skapandi greing og hátækni.

Væntur árangur

Að íbúar á Suðurlandi þekki hlutverk, tilgang og þá þjónustu sem byggðaþróunarfulltrúar bjóða upp á. Þess er vænst að íbúar leiti í auknu mæli til þeirra um handleiðslu og ráð um stoðkerfi tengt atvinnuþróun, nýsköpun og menningu. 

Lokaafurð

  • Markaðs- og kynningaráætlun 
  • Tilbúið markaðs- og kynningarefni  
  • Kynningarherferð um hlutverk og þjónustu sem byggðaþróunarfulltrúar á Suðurlandi bjóða upp á 

 


Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðilar

SASS og byggðaþróunarfulltrúar á Suðurlandi 

Heildarkostnaður

5.000.000 kr. 
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.000.000 kr
Ár
2024
Upphaf og lok verkefnis
janúar-desember 2024
Staða
Í vinnslu 
Númer

243003