fbpx

Markmið

Að styðja við úrræði til að takast á við heilsu- og lífsgæðaskerðandi áhrif kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.

Verkefnislýsing

Sigurhæðir hafa verið starfræktar frá 20. mars 2021. Sigurhæðir er úrræði sem býður þolendum upp á stuðningsviðtöl, hópastarf í þremur meðferðarlotum og EMDR áfallameðferð þegar það á við. Einnig er lögfræðileg ráðgjöf, viðtöl við lögreglu og réttindafræðsla til innflytjenda í boði ásamt túlkaþjónustu. Fjórir vel menntaðir og reyndir meðferðaraðilar starfa innan Sigurhæða auk verkefnisstjóra og sjálfboðaliða úr röðum Soroptimista. Jafn stígandi er í aðsókn að Sigurhæðum frá mánuði til mánuðar og nú hafa tæplega 200 konur verið í víðtækri þjónustu sem er endurgjalslaus. Soropimistaklúbbur Suðurlands ber einn fjárhagslega ábyrgð á Sigurhæðum. Samstarfsaðilar þeirra eru 22, þar af öll sunnlensku sveitarfélögin 15. Þessir samstarfsaðilar mynda verkefnisstjórn Sigurhæða, sem er vettvangur faglegs samstarfs og samhæfingar.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024

Með SIGURHÆÐUM er stutt við áherslur Sóknaráætlunar á sviði samfélagslegra markmiða s.s um bætta velferð og víðtækt samstarf allra aðila á Suðurlandi sem koma að málefnasviði verkefnisins. Markmið verkefnisins tengjast einna helst markmiðum Sóknaráætlunar Suðurlands um aukna hamingju Sunnlendinga og bætta stöðu erlendra ríkisborgara..

Væntur árangur

Að velferð Sunnlendinga aukis og lífsgæði eflist. 

Sigurhæðir safna tölfærðilegum gögnum yfir skjólstæðinga sem eru sambærileg gögnum Stígamóta, Bjarkarhlíðar o.fl. Einnig hafa viðhorf og reynsla skjólstæðinga, verkefnisstjórnar, meðferðaraðila og klúbbsystra verið kannað með eiginldlegum viðtölum.

Lokaafurð

Að Sigurhæðir hafi sannað gildi sitt sem nauðsynlegt úrræði í sunnlensku samfélag. Viðeigandi ráðuneyti sjá gildi þess og að því verði að lokum tryggð fjárveiting á fjárframlögum. 


Framkvæmdaraðili
Sigurhæðir 
Samstarfsaðilar
Sunnlensk sveitarfélög, lögreglan á Suðurlandi, lögreglan í Vestmannaeyjum, Sýslumaðurinn á Suðurlandi, Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, HSU og geðheilsuteymi Suðurlands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Kvennaráðgjöfin og Soroptimistaklúbbur Suðurlands. Samstarfsyfirlýsingar liggja fyrir.
Heildarkostnaður
50.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
5.000.000 kr.
Ár
2024
Upphaf og lok verkefnis
Janúar – desember 2024
Staða
Í vinnslu
Númer
243013 (223005)