fbpx

Markmið

Markmiðið er að á hverju svæði á Suðurlandi verði reglulega haldið starfastefnumót. Með þessu fjármagni býðst svæðunum að óska eftir framlagi til starfastefnumóts á sínu svæði.

Verkefnislýsing

Starfastefnumót er samfélagsviðburður sem felur í sér tækifæri til að eiga samtal við fólk og kynna á lifandi og skemmtilegan máta þær starfsgreinar og starfsemi fyrirtækja á svæðinu. Lögð er áhersla á að ungmenni fái tækifæri til að fræðast um þau störf sem eru í þeirra samfélagi og hvaða menntunarkröfur þau kalla eftir. Einnig skapar vettvangurinn samtal og stefnumót fyrirtækja sem getur leitt til frekara samstarfs þeirra á milli.  

Starfastefnumót (sem gengur undir nafninu starfamessa á Selfossi) hefur nú verið haldin nokkrum sinnum á Suðurlandi, m.a. á Selfossi, Hornafirði og í Vestmannaeyjum við góðan orðstír. Hvert og eitt svæði hefur tök á að þróa og móta starfastefnumótið á sínu svæði að sínum hætti. 

Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024

Verkefnið tengist megináherslunni Samfélag þar sem meðal annars er lögð áhersla á bætta menntun og samstarfs svo lífsgæði eflist. 

Væntur árangur

Að starfastefnumót verði haldið á 2-4 svæðum á Suðurlandi fyrir árslok 2024. 

Lokaafurð

Starfastefnumót á 2-4 svæðum hafi verið haldið.  

Lokaskýrsla verður gerð um hvert og eitt starfastefnumót. 


Framkvæmdaraðili
Þekkingarsetur og byggðaþróunarfulltrúar á Suðurlandi eins og við á 
Samstarfsaðilar

Framhaldsskólar og grunnskólar á Suðurlandi eins og við á

Heildarkostnaður
8.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
4.000.000 kr. 
Ár
2024
Upphaf og lok verkefnis
Janúar – desember 2024
Staða
Í vinnslu 
Númer

243007