fbpx

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, föstudaginn 7. október  2011,  kl. 12.00

Mætt:  Elfa Dögg Þórðardóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Páley Borgþórsdóttir, Ásgerður Gylfadóttir (í síma), Elín Einarsdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Guðfinna Þorvaldsdóttir,  Sigríður Lára Ásbergsdóttir og varamenn þeirra boðuðu forföll

Formaður setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna til fundar.

 Dagskrá

 1.  Fundargerð menntamálanefndar SASS frá 29. september sl.

Fundargerðin staðfest.

Stjórn SASS samþykkir  að kalla saman fund menntamálanefndar  og framkvæmdaráðs sóknaráætlunar um undirbúning að menntastefnu fyrir Suðurland.

Stjórn SASS samþykkir að tilnefna Þorvarð Hjaltason í ritnefnd vegna  ritunar sögu Fjölbrautaskóla Suðurlands.

 2.   Fundargerð samgöngunefndar SASS frá 30. september  sl.

Fundargerðin staðfest.

 3.   Fundargerð velferðarmálanefndar SASS frá  frá 5. október. 

Fundargerðin staðfest.

 4.    Ályktun Læknaráðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá

         28. september sl.

Stjórn SASS tekur undir ályktun læknaráðsins og gagnrýnir harðlega tillögur Velferðarráðuneytisins um enn frekari niðurskurð á framlögum til heilbrigðisstofnana á Suðurlandi.  Niðurskurðurinn hefur þegar haft veruleg áhrif á þjónustu stofnananna og ekki  hægt að ganga lengra í þeim efnum án þess að stofna lífi og öryggi fólks í hættu.

 5.   Hjúkrunarrými á Suðurlandi. 

Stjórn SASS samþykkir að kalla saman fund aðildarsveitarfélaga og hagsmunaaðila um  þann skort sem er á hjúkrunarrýmum á Suðurlandi og leiðir til að  bæta úr þeim vanda.

 6.   Samningur  á milli Menningarráðs Suðurlands og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um Menningarmiðstöð Hornafjarðar.

Til kynningar

 7.  Bréf frá landshlutasamtökunum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 9. september 2011, varðandi greiðslur til  landshlutasamtakanna   vegna aukinna verkefna.

Til kynningar.

 8.  Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og nýtingu landsvæða.

Frestað á síðasta fundi.

a.    Umsögn Flóahrepps um tillöguna frá 7. september sl. þar sem kom fram stuðningur við tillöguna

b.   Eftirfarandi umsögn var samþykkt:

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fagnar framkominni þingsályktunatillögu um áætlun um vernd og nýtingu landsvæða og hvetur Alþingi til að samþykkja hana.

Stjórnin leggur áherslu á að niðurstöður þeirrar þverfaglegu vinnu sem fram hefur farið  og er inntak þessarar þingályktunartillögu verði grundvöllur sátta um virkjun orku og nýtingar hennar í framtíðinni.  Samkvæmt niðurstöðunum  falla 6 vatnsaflsvirkjunarkostir í orkunýtingarflokk, þar af  4 á Suðurlandi.  Í orkunýtingarflokki háhita eru 5 af 16 í orkunýtingarflokki á Suðurlandi.

Stjórn SASS leggur ennfremur áherslu á að  mun stærri hluti þeirrar orku sem framleiddur er á Suðurlandi verði nýttur á svæðinu til atvinnusköpunar,  en nú eru 4% framleiddrar raforku nýtt á Suðurlandi en 50% virkjaðs vatnsafls og 70% virkjaðs háhita  á landinu kemur frá Suðurlandi.  Til þess liggja fleiri rök en atvinnusjónarmið.  Flutningur raforkunnar fer um skemmri veg sem þýðir minna orkutap og minni sjón- og umhverfismengun af háspennulínum.  Það er einnig í anda hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að landshlutinn njóti  í meira mæli þess efnahagslega ábata sem virkjun vatnsafls og háhita hefur í för með sér.

 9. Ársþing SASS 2011.

Drög að dagskrá

Samþykkt.

10. Aðalfundur SASS

a.    Dagskrá

Samþykkt

b.   Skýrsla stjórnar

Samþykkt

c.   Fjárhagsáætlun 2012

Samþykkt

d.   Breytingar á samþykktum

Breytingartillaga samþykkt.

e.   Tillögur stjórnar

Samþykkt að senda tillögur til ársþings um efturfarandi  mál:

  •  Ábyrgðar- og kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna vegna almenningssamgangna.
  •  Fangelsismál
  •  Breytingu á lögregluumdæmum
  •  Jafnræði á milli landshluta
  •  Heilbrigðismál  m.t.t. fjárlaga
  •  Stuðning við þau svæði sem hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna eldgosa.

11.  Fundargerðir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtökum.

Til kynningar.