fbpx
3. nóvember 2023

 

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga var haldið í Vík í Mýrdalshreppi 26. – 27. október sl. en þetta var 54. þingið sem haldið er. Þingið var fjölsótt en alls sóttu ríflega 120 fulltrúar þingið og af þeim eru 70 kjörgengir. Á ársþinginu eru aðalfundir SASS, Sorpstöðvar Suðurlands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands haldnir. Auk almennra aðalfundarstarfa voru fjölmörg áhugaverð erindi flutt og góðar umræður voru um ályktanir og hver áhersluverkefni samtakanna skyldu vera á komandi starfsári.

Ályktanir ársþings SASS

Milliþinganefndir hafa verið að störfum á árinu sem fjallað hafa um ýmsa málaflokka sem skipta sunnlenskt samfélag máli og þær skiluðu vel útfærðum ályktunum og tillögum að verkefnum. Sem dæmi má nefna að samgönguáætlun SASS fyrir árabilið 2023 – 2033 hefur verið uppfærð. Samþykktar ályktanir ársþings SASS 2023 má finna hér.

Ályktanir ársþings SASS 2023 - til þingmanna - 30.10.2023