fbpx

 

608. fundur stjórnar SASS

fjarfundur
15. apríl 2024 kl. 12:00-13:05

Þátttakendur: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Árni Eiríksson, Arnar Freyr Ólafsson, Einar Freyr Elínarson, Brynhildur Jónsdóttir, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Grétar Ingi Erlendsson. Njáll Ragnarsson boðaði forföll og í hans stað kom Eyþór Harðarson. Einnig taka þátt Haraldur Hjaltason ráðgjafi hjá Artemis undir dagskrárlið 1 og Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri sem jafnframt ritar fundargerð.

Formaður býður fundarmenn velkomna.

1. Úttekt á rekstri áfangastaðastofu á Suðurlandi

Haraldur ráðgjafi kynnir niðurstöður könnunar á rekstri áfangastaðastofu á Suðurlandi sem stjórn SASS fól honum að framkvæma. Úttektin fólst í að kanna hvernig starfsemi Áfangastaðastofu/Markaðsstofu (MSS) væri háttað m.t.t. stjórnunar, rekstrar, árangurs og annarra helstu lykilþátta. Einnig var starfsemin borin saman við aðra álíka starfsemi í öðrum landshlutum. Úttektin, sjá hér, byggði á viðtölum við starfsfólk, fulltrúa stjórnar og aðra lykilhagaðila en jafnframt að stuðst við tiltæk gögn um starfsemina.

Á heildina litið voru álit viðmælenda jákvæð að flestu leyti og fáir neikvæðir í garð MSS en þó var bent á atriði sem hægt er að bæta til að gera starfsemi enn betri. Umsjón MSS með verkefnum áfangastaðastofu, sem um var samið 2021, hefur verið sinnt prýðilega. Hann fjallaði einnig um með hvaða hætti framtíðarfyrirkomulag áfangastaðastofu gæti verið háttað og fór yfir kosti og ókosti ólíkra valkosta. Að hans mati þurfa að vera sterk rök fyrir því að endurnýja ekki samning við MSS um rekstur áfangastaðastofu þar sem þekking og reynsla er til staðar og tenging við ferðaþjónustuna er öflug. Með endurnýjun samnings um reksturinn gefst tækifæri til að færa til betri vegar atriði sem talið er að þurfi laga. Haraldur svarar spurningum fundarmanna.

Framkvæmdastjóra er falið að senda úttektina á framkvæmdastjóra MSS með ósk um að hún sé send á stjórn markaðsstofunnar til umfjöllunar.

2. Orkídea

Framkvæmdastjóri kynnir að í árslok 2024 renni út samningur um samstarfsverkefnið Orkídeu sem er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands. Stjórn SASS er jákvæð fyrir framhaldi verkefnisins og felur framkvæmdastjóra að taka saman minnisblað fyrir næsta fund stjórnar.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn föstudaginn 10. maí nk. kl. 12:30. 

Fundi slitið kl. 13:05

Ásgerður K. Gylfadóttir

Einar Freyr Elínarson

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

Arnar Freyr Ólafsson

Árni Eiríksson

Brynhildur Jónsdóttir

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Grétar Ingi Erlendsson

Eyþór Harðarson

608. fundur stjórnar SASS (.pdf)