fbpx

Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið opnað fyrir umsóknir í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2015-2016 (1. ágúst 2015 – 31. júlí 2016).Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2015.

Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir kennara og stjórnendur grunnskóla geta sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal grunnskólar, skólaskrifstofur, sveitarfélög, símenntunarstofnanir, félög, fyrirtæki og aðrir.

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að allt að þriðjungi ráðstöfunarfjár verði úthlutað til verkefna sem tengjast eftirfarandi áherslusviðum:

  • Náttúrugreinar
  • Upplýsinga- og tæknimennt

Nánari upplýsingar á vef r á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga