fbpx

 

Rannís auglýsir umsóknarfresti í fjóra mismunandi Fyrirtækjastyrki Tækniþróunarsjóðs  og er umsóknar frestur í þá 15. september 2023, kl. 15:00 

Eru þetta styrkirnir Vöxtur, Sprettur, Sproti og  Markaður.

Vöxtur er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og er ætlaður að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar nánari upplýsingar um styrkinn og umsóknarferlið er að finna hér

Sprettur er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki er hann hluti af Vexti enn er öndvegisstyrkur innan hans. Frekari upplýsingar um styrkinn og umsóknarferlið er að finna hér

Sproti er ætlaður fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla til þess að styðja við verkefni á byrjunarstigi. frekari upplýsingar um styrkinn og umsóknarferli hans er að finna hér

Markaður er styrkur sem er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af rekstrargjöldum sínum til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári. Markaður er markaðsstyrkur sem að skiptist í tvo ólíka flokka það er Markaðsþróun og Markaðssókn. Er þessum flokkum ætlað að styðja við fyrirtæki á mismunandi stigum í undirbúningi afurðar á markað. Nánari upplýsingar um styrkinn og umsóknarferli í hann er að finna hér

Einnig er Tækniþróunarsjóður með Fyrirtækjastyrkinn Fræ/Þróunarfræ sem alltaf er opið fyrir umsóknir í enn umsóknir verða næst teknar fyrir þann 24. ágúst nk. Er þessi styrkur fyrir fyrirtæki yngri enn 5 ára og einnig fyrir einstaklinga. Þetta eru í raun tveir flokkar fyrirtækjastyrks Fræ og Þróunarfræ.

Tilgangur Fræs er undirbúningsstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja eða einstaklinga og er sniðinn að verkefnum á hugmyndastigi eða á frumstigi á þróun afurðar. Enn tilgangur Þróunarfræ er hins vegar forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni. Nánari upplýsingar um styrkinn og umsóknarferli hans er að finna hér.

Rannís auglýsir einnig eftir umsóknum í Hljóðritasjóð og er umsóknarfrestur í sjóðinn þann 15. september 2023, kl. 15:00. 

Hlutverk Hjóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhaglegum stuðning við útgáfu hljóðrita. Frekari upplýsingar um styrki Hljóðritasjóðs má finna hér.