fbpx

haldinn á Höfn í Hornafirði mánudaginn 24. mars 2014, kl. 17.00

 

Mætt:  Gunnar Þorgeirsson,  Unnur Þormóðsdóttir, Haukur  Guðni Kristjánsson, Reynir Arnarson, Jóhannes Gissurarson, varamennirnir Ragnar Magnússon, Aðalsteinn Sveinsson og Ásgerður Gylfadóttir,  Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri og Fanney Björg Sveinsdóttir ráðgjafi sem ritaði fundargerð.

Gunnlaugur Grettisson, Helgi Haraldsson, SandraDís Hafþórsdóttir   og  Sigríður Lára Ásbergsdóttir boðuðu forföll.

Dagskrá:

 1. Drög að ársreikningi SASS 2013.

Lögð fram og skýrð. Óskað verður eftir nánari útskýringu á hækkun lífeyrisskuldbindinga. Ársreikningur verður lagður fram til undirritunar á næsta fundi.

 

 2. Niðurstöður húsnæðiskönnunar á Suðurlandi.

Sjá einnig samantekt um skýrslu verkefnishóps félagsmálaráðherra  um framtíðarskipan húsnæðismála. http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/34537

Niðurstöður húsnæðiskönnunar kynntar.  Samþykkt að bæta við upplýsingum um sérstakar húsaleigubætur og húsaleigubætur sem greiddar eru til nemenda sem búa utan lögheimilis sveitarfélags.

 

 3. Niðurstöður könnunar um gjaldtöku í ferðaþjónustu  á Suðurlandi ásamt bréfi til iðnaðar- og viðskiptaráðherra, dags 11. mars sl.

Stjórn SASS hvetur stjórnvöld til að vanda mjög undirbúning að gjaldtöku í ferðaþjónustu. Samkvæmt könnun SASS meðal sunnlendinga er ekki mikill hljómgrunnur fyrir náttúrupassa enda verður það fyrirkomulag erfitt og flókið í framkvæmd og hafnar stjórn SASS þeirri leið. SASS leggur til að innheimt verði brottfarar/komugjald vegna ferða inn/úr landi. Heimiluð verði gjaldtaka á völdum ferðamannastöðum þar sem sérstakrar varúðar er þörf vegna verndunar náttúru og öryggis gesta.  Nauðsynlegt er að setja lög um gjaldtökuna til að koma í veg fyrir ,,gullgrafara”ástand sem nú virðist vera að skapast og einnig til að tryggja sanngjarna dreifingu tekna til  þeirra sem veita grunnþjónustu á ferðamannastöðum.  Jafnframt leggur stjórn SASS höfuðáherslu á að tekjur sem fást renni óskiptar til þjónustu, verndar og uppbyggingar ferðamannastaða. Þá telur stjórn SASS eðlilegt að virðisaukaskattur verði lagður á öll fyrirtæki í ferðaþjónustu og þannig njóti samfélagið í heild aukinna tekna af stórauknum straumi ferðamanna.

 4. Sóknaráætlunarverkefni.

a.   Menntalestin

Fanney skýrði frá verkefninu.  Því er um það bil að ljúka.  Alls hafa 550 sótt sýningarnar sem voru sýndar á 6 stöðum á Suðurlandinu og smiðjur hafa verið haldnar í 10 skólum. Verið að vinna í að finna samstarfsaðila í næstu menntalest.

b.   Upplýsingagátt Suðurlands – sudurland.is

Búið er að setja vefinn upp og er hann nú að komast í endanlegt form.

c.   Leyndardómar Suðurlands

Undirbúningi verkefnisins er að ljúka.  Alls munu um 200 fyrirtæki taka þátt um allt Suðurland.  Verkefnið verður sett formlega af stað við Litlu kaffistofuna 28. mars nk.

5. Svar SASS við fyrirspurn Sambands íslenskra sveitarfélaga um samstarfsfyrirkomulag sunnlenskra sveitarfélaga.

Til kynningar.

6. Almenningssamgöngur.

Bréf frá lögfræðiskrifstofunni Landslög, dags.17. febrúar 2013, með kröfu um afhendingu gagna og svar JP lögmanna, dags.

12. mars 2013,  fyrir hönd SASS við kröfu lögfræðistofunnar.

Til kynningar.

Hæstaréttardómur í máli SASS gegn Bílum og fólki hf, uppkveðinn 20. mars 2014.   http://www.haestirettur.is/domar?nr=9500

Í stuttu máli er héraðsdómur staðfestur fyrir Hæstarétti. Kröfum Bíla og fólks ehf. er hafnað og staðfest að félagið geti ekki gert neinar kröfur á SASS vegna útboðsins. Gagnkrafa SASS um tjón vegna framferðis Bíla og fólks ehf. var ekki tekin til greina.

7. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi.

a.       Tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, 340. mál. http://www.althingi.is/altext/143/s/0635.html

b.     Tillaga til þingsályktunar um um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, 344. mál. http://www.althingi.is/altext/143/s/0641.html

c.      Tillaga til þingsályktunar um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar, 352. mál.

http://www.althingi.is/altext/143/s/0656.html

Umsagnarbeiðnirnar voru lagðar fram.

8. Bréf frá innanríkisráðuneytinu, dags. 10. febrúar 2014,  vegna endurskoðunar 12 ára samgönguáætlunar 2015 – 2026 og fjarskiptaáætlunar 2015 – 2026.

Til kynningar.

9. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga  frá 28. febrúar sl.

Til kynningar.

10. Önnur mál.


Lög um héraðsskjalasöfn.

Formanni og framkvæmdastjóra falið að koma með tillögu að athugasemdum og senda á stjórn í tölvupósti til staðfestingar.

Fundi slitið kl.19:35.