fbpx

600. fundur stjórnar SASS

Fjarfundur 
6. október 2023, kl. 12:30-14:05

 

Þátttakendur: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Grétar Ingi Erlendsson varaformaður, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Árni Eiríksson, Arnar Freyr Ólafsson, Einar Freyr Elínarson, Brynhildur Jónsdóttir og Njáll Ragnarsson.  Einnig tekur þátt Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð. Fundarmenn tengjast fundinum í gegnum fjarfundar hugbúnað.

Formaður býður fundarmenn velkomna.

1. Fundargerðir

Fundargerðir 600. fundar staðfest en hún verður undirrituð síðar.

2. Ársþing SASS 2023

a. Dagskrá ársþings og aðalfundar

Formaður kynnir uppfærð drög að dagskrá ársþings og aðalfundar samtakanna sem fram fer á Hótel Vík 26. – 27. október nk. Þema ársþingsins er. „Hvar liggja ofurkraftar sunnlensks samfélags?“ Stjórn leggur til að Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps og Anna Huld Óskarsdóttir fulltrúi í sveitarstjórn Mýrdalshrepps verði fundarstjórar á þinginu og að Rósa Sif Jónsdóttir verði fundarritari. Stjórn samþykkir fyrirliggjandi dagskrá.

b. Starfsskýrsla 2022 – 2023

Formaður og framkvæmdastjóri kynna drög að starfsskýrslu samtakanna 2022 – 2023.

c. Drög að fjárhagsáætlun 2024

Framkvæmdastjóri kynnir drög að fjárhagsáætlun samtakanna fyrir árið 2024 og forsendur áætlunarinnar en hún hefur verið til umfjöllunar hjá Fjárhagsnefnd SASS. Sem fyrr hefur stjórn SASS nokkrar áhyggjur af að fjárframlög ríkisins til atvinnuráðgjafar, Sóknaráætlunar og til reksturs áfangastaðastofu séu að lækka frá yfirstandandi ári en auk þess hafa þau ekki fylgt verðlagsþróun á síðustu árum. Ljóst er geta samtakanna til að veita atvinnuráðgjöf í landshlutanum minnkar með stöðugri lækkun á fjárframlögum ríkisins til Byggðastofnunar en stofnunin er með samninga við landshlutasamtökin um atvinnuráðgjöf. Uppbyggingarsjóður Sóknaráætlunar Suðurlands hefur einnig minni fjármuni til að styrkja verkefni á svið menningar og atvinnu- og nýsköpunar.

Fjárhagsáætlun SASS 2024 verður afgreidd á komandi ársþingi.

d. Tillaga að launum stjórnar, ráða og nefnda

Einar Freyr, formaður Fjárhagsnefndar, kynnir tillögu að launum stjórnar, ráða og nefnda sem verið hefur til umræðu hjá nefndinni.

Nefndin leggur til að breyta eldri samþykkt og að ný tillaga fylgi sömu hlutfallstölum af þingfarakaupi og gert var árið 2021. Tillaga að launum stjórnar, ráða og nefnda verður til afgreiðslu á komandi ársþingi.

e. Tillaga að breytingum á samþykktum

Árni, formaður Allsherjarnefnd SASS, kynnir tillögu nefndarinnar um breytingu á starfsháttum samtakanna þannig að haldnir verði tveir fundir á ári, þ.e. „aðalfundur“ að vori og „haustfundur“ að hausti. Hann færir rök nefndarinnar fyrir breytingunni.

Verði tillagan samþykkt á ársþinginu mun það hafa í för með sér að breyta þarf samþykktum samtakanna og hann kynnir breytingatillögurnar. Skv. grein 8.1 í núverandi samþykktum er tiltekið að „Tillögur til breytinga á samþykktum skulu sendar stjórn þremur vikum fyrir aðalfund.“ Það formskilyrði hefur verið uppfyllt þannig að tillagan er til afgreiðslu á komandi ársþingi.

Tillaga er einnig fram komin frá bæjarfulltrúa Árborgar og um breytingu á gr. 3.1. í samþykktum sem kveður á um fjölda þingfulltrúa. Tillagan er of seint fram komin, sbr. gein 8.1. í samþykktum SASS, og hún verður því ekki til afgreiðslu á komandi ársþingi SASS. Stjórn samtakanna sér þó ekkert því til fyrirstöðu að hún fylgi fundargögnum og verði kynnt þar og um hana fjallað.

f.Nefndastarf

Formaður og framkvæmdastjóri kynna niðurstöður milliþinganefnda en þau verða aðgengileg þingfulltrúum á heimasíðu SASS með öðrum fundargögnum. Kjörnefnd er einnig að störfum.

3. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka

Lagðar fram til kynningar; fundargerð 564. fundar stjórnar SSH, fundargerðir 791.-793 funda stjórnar SSS,fundargerð 98. fundar stjórnar SSNV, fundargerð og ályktanir haustþings SSA, ársfundar Austurbrúar og Fundargerðir 933. og 934. funda stjórnar sambandsins.

b. Skýrsla framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri kynnir að á haustfundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka (LHS) var rætt um framhald sóknaráætlana, stöðu áfangastaðastofa og önnur samskipti við fulltrúa Ferðamálastofu, framkomið fjárlagafrumvarp 2024 og drög að sameiginlegu minnisblaði LHS, haustfund atvinnuráðgjafa og Byggðastofnunar sem haldinn verðu í byrjun nóvember nk. og samstarf LHS og sambandsins.

Fjármálaráðstefna sambandsins fór fram um miðjan september og formenn og framkvæmdastjórar LHS áttu fund með stjórn sambandsins.

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Suðurlands var til þriðjudagsins 3. október sl. Alls bárust 96 umsóknir og þar af 22 í flokki atvinnu- og nýsköpunar og 74 í flokki menningar. Önnur verkefni tengjast undirbúningi fyrir ársþing SASS og aðalfundi SASS og SOS.

c. Fjárlög ríkisins 2024

Formaður kynnir að nefndasvið Alþingis hafi óskað eftir umsögn samtakanna um fjárlagafrumvarp ríkisins 2024. Formanni og framkvæmdastjóra falið að klára umsögnina.  

d. Skipan í Minjaráð Austurlands

Formaður kynnir erindi frá Minjastofnun Íslands til SSA og SASS um tilnefningu á sameiginlega einum aðalfulltrúa og einum varafulltrúa fyrir minjaráð Austurlands.

Niðurstaða stjórnar er að kalla eftir sjónarmiðum Sveitarfélagsins Hornafjarðar þar sem Minjaráð Austurlands nær til þess sveitarfélags.

e. Skólaþjónustusvæði og uppbygging þeirra 

Mennta- og barnmálaráðuneytið sendi samtökunum erindi 22. júní sl. tengt hugmyndum um uppbyggingu skólaþjónustusvæða og hugleiðingar tengdu svæðisbundnu samráði sveitarfélaga í þágu farsældar barna.

Könnuð var afstaða sveitarfélaga, sem aðild eiga að samtökunum, hvernig hægt væri að haga uppbyggingu skólaþjónustusvæða, m.a. hvort ytri mörk skólaþjónustusvæða geti verið þau sömu og svæðisbundinna farsældarráða og hvernig slíkri samvinnu gæti verið háttað. Út frá þeim svörum sem bárust er niðurstaðan sú að sveitarfélögin sjái ekki fyrir sér breytingu á skólaþjónustusvæðum frá því fyrirkomulagi sem nú er.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn í staðfundi miðvikudaginn 25. október nk. kl. 17:30 á Hótel Vík í Vík. Í framhaldi af fundi stjórnar verður fundur haldinn með kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn Mýrdalshrepps.

Fundur sem vera átti 3. nóvember nk. verður færður til föstudagsins 10. nóvember nk.

Fundi slitið kl. 14:05

Ásgerður K. Gylfadóttir

Grétar Ingi Erlendsson

Einar Freyr Elínarson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Njáll Ragnarsson

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

Brynhildur Jónsdóttir

Arnar Freyr Ólafsson

Árni Eiríksson

601.fundur stjórnar SASS (pdf).