fbpx

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, miðvikudaginn 22. september 2010 kl. 11:00

Mætt: Elfa Dögg Þórðardóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Elliði Vignisson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Elín Einarsdóttir, Reynir Arnarson, Unnur Þormóðsdóttir, varamaður Sigríðar Láru Ásbergsdóttur, og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og bauð nýja stjórn velkomna til starfa.

Dagskrá

 1. Fundartími stjórnar.
Samþykkt að halda fundi mánaðarlega, að öllu jöfnu. Fundardagur verði 2. föstudagur í mánuði kl. 12.00.

 2. Fundargerð aðalfundar SASS.
a. Ályktanir sem beint er til stjórnar.
i. Ályktun um svifriksmælingar. Samþykkt að skipa samráðshóp sem hafi það verkefni að leita leiða til að afla fjármagns til að kaupa svifryksmæli. Hópinn skipi Elfa Dögg Þórðardóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason og Elsa Ingjaldsdóttir.
ii. Ályktun um ART verkefnið á Suðurlandi. Samþykkt að skipa Elfu Dögg Þórðardóttur, Gunnar Þorgeirsson, Ragnheiði Hergeirsdóttur og Ísólf Gylfa Pálmason í starfshóp um málið.
iii. Ályktun um menntaþing. Menntamálanefnd og framkvæmdastjóra falið að hafa umsjón með þinginu í samvinnu við menntastofnanir á starfssvæðinu.
iv. Endurnýjun menningarsamnings. Samþykkt að óska eftir fundi með mennta- og menningarmálaráðherra um samninginn.

b. Eftirfylgd annarra ályktana.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir bréfaskriftum í tengslum við ályktanir ársþingsins. Samþykkt að óska eftir fundi með fjárlaganefnd varðandi framlög til ýmissa verkefna á Suðurlandi.

 3. Upplýsingar um nýkjörnar stjórnir, ráð og nefndir á vegum SASS.
Til kynningar.

 4. Fundargerð starfshóps um sameiningarkosti sveitarfélaga á Suðurlandi frá 21. september 2010.
Til kynningar.

 5. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. september 2010, varðandi fyrirhuguð námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn.
Samþykkt að óska eftir að haldin verði tvö námsskeið, annars vegar á Kirkjubæjarklaustri 5. nóvember og hins vegar í Þykkvabæ 12. nóvember.

 6. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. september 2010, varðandi landsþing sambandsins.
Til kynningar.

 7. Erindi frá Guðrúnu Pétursdóttur, formanni stjórnlaganefndar, dags. 14. september 2010, varðandi samvinnu um opinn borgarafund á Suðurlandi í október.
Samþykkt að leggja til að fundurinn verði haldinn á Hvolsvelli 13. október kl. 17.00.

 8. Bréf fá Skipulagsstofnun, dags. 10. september 2010, þar sem óskað er ábendinga vegna nýrrar skipulagsreglugerðar.
Samþykkt að óska eftir áliti bygginga- og skipulagsfulltrúa aðildarsveitarfélaganna.

 9. Niðurstaða sáttanefndar og umfjöllun um skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða.

Elliði Vignisson lagði fram eftirfarandi tillögu sem var samþykkt:
,,Stjórn SASS fagnar þeirri megin niðurstöðu Endurskoðunarnefndar um sjávarútveg sem birtast í eftirfarandi orðum í niðurstöðukafla skýrslunar: „Meirihluti starfshópsins telur rétt að gerðir verði samningar um nýtingu aflaheimilda og þannig gengið formlega frá því að auðlindinni sé ráðstafað af ríkinu gegn gjaldi og að eignarréttur ríkisins sé skýr. Samningarnir skulu m.a. fela í sér ákvæði um réttindi og skyldur samningsaðila, kröfur til þeirra sem fá slíka samninga, tímalengd og framlengingu samninga, gjaldtöku, aðilaskipti, ráðstöfun aflahlutdeilda sem ekki eru nýttar, meðferð sjávarafla o.fl..“
Með þessu gerir hin þverpólitíska endurskoðunarnefnd það að tillögu sinni að byggt verði á aflamarks og aflahlutdeildarkerfi og að aflaheimildum sé ráðstafað með formlegum samningi til langs tíma, þar sem gert sé ráð fyrir að samningarnir verði framlengdir, nema því aðeins að um skýlaus samningsbrot verði að ræða.

Stjórn SASS ítrekar bókun sína frá 12. júní 2009 þar sem hvatt var til vinnufriðar um sjávarútveg þannig að horfa megi til lengri tíma. Stjórn SASS hvetur ríkisstjórn þannig til að virða niðurstöðu Endurskoðunarnefndarinnar og stuðla þannig að aukinni sátt í málefnum sjávarútvegs. Einungis þannig fá sunnlenskar sjávarbyggðir nýtt hin miklu tækifæri sem þær nú standa frammi fyrir. Áframhaldandi pólitískur ófriður mun hinsvegar áfram valda þessum byggðum ómældum skaða.

10. Starfið framundan.
a. Undirbúningur að nýjum menningarsamningi.
Sjá 2. IV.
b. Sóknaráætlun fyrir Suðurland.
Framkvæmdastjóri skýrði frá stöðu verkefnisins og næstu skrefum.
c. Tilfærsla málefna fatlaðra.
Undirbúningur er hafinn af fullum krafti. Þjónustráð hefur fundað nokkrum sinnum og unnið er að gerð þjónustusamnings við Sveitarfélagið Árborg. Stjórn þjónustusvæðisins kemur fljótlega saman til fyrsta fundar.

11. Erindi til kynningar.
a. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
b. Efni frá landshlutasamtökunum.

Fundi slitið kl. 13.30.