fbpx
NORA auglýsir styrki - síðari úthlutun 2021

NORA auglýsir styrki – síðari úthlutun 2021

Markmið NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. NORA veitir styrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-ríkis, þ.e. Grænlands, Færeyja, og strandhéraða Noregs. Hámarksstyrkur er 50% af heildarfjármögnun verkefnisins, en þó aldrei hærri en 500.000 DKK á ári. Lengst er veittur ... Lesa meira
Opið fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

Opið fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna. Framlög verða veitt á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.10 Almenningssamgöngur um land allt. Markmiðið er að styðja við þróun almenningssamgangna, þá sérstaklega út frá byggðalegum sjónarmiðum. Til ráðstöfunar verða allt ... Lesa meira
Auglýst eftir umsóknum í Tækniþróunarsjóð

Auglýst eftir umsóknum í Tækniþróunarsjóð

Rannís auglýsir eftir umsóknum í Tækniþróunarsjóð. Opið er fyrir umsóknir í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur/Sprettur og Markaðsstyrkur. Sproti fyrirtækjastyrkur er fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla, og ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi. Vöxtur/Sprettur fyrirtækjastyrkur er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Vöxtur er til að styrkja þróunarverkefni sem komin eru ... Lesa meira
Störf án staðsetningar: Sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Störf án staðsetningar: Sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið leitar að sérfræðingi til að starfa hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sérfræðingurinn mun m.a. vinna að útreikningi framlaga sjóðsins, greiningum, upplýsingaöflun og framsetningu tölfræðiupplýsinga. Leitað er að sjálfstæðum og jákvæðum einstakling með menntun á sviði viðskipta, hagfræði eða sambærilegt. Starfið er án staðsetningar. Nánari upplýsingar hér ... Lesa meira
Störf án staðsetningar: Verkefnastjóri á sviði sveitarstjórnarmála

Störf án staðsetningar: Verkefnastjóri á sviði sveitarstjórnarmála

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið leitar eftir framsýnum einstaklingi sem hefur áhuga og innsýn í nýsköpun í opinberri stjórnsýslu. Um er að ræða tímabundna stöðu verkefnastjóra á sviði sveitarstjórnarmála. Viðkomandi þarf að hafa yfirsýn yfir málefni sveitarfélaga og vera sjálfstæður í störfum. Ráðið verður í starfið tímabundið til ársloka 2022 og starfið ... Lesa meira
Vitaleiðin - ný ferðaleið á Suðurlandi

Vitaleiðin – ný ferðaleið á Suðurlandi

Vitaleiðin er ný ferðaleið niður við suðurströndina. Hún nær frá Selvogi í Ölfusi að Knarrarósvita í Árborg og er leiðin tæplega 50 km löng, eftir því hvort ekið er eftir vegi eða strandlínan sé nýtt. Vitaleiðin hjálpar til að laða gesti að svæðinu og leiða þá í gegnum þorpin þrjú ... Lesa meira
Matvælasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum

Matvælasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum

Matvælasjóður hefur opnað fyrir umsóknir. Hlutverk sjóðsins er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er að styrkja verkefni sem stuðla að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskra matvæla um land allt. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun ... Lesa meira
Úthlutun Lóu - styrkja til nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni

Úthlutun Lóu – styrkja til nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynnti þann 31. maí 29 verkefni sem fá úthlutun úr Lóu-nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Hlutverk styrkjanna er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra. Verkefni í öllum landshlutum hljóta styrk og nema hæstu styrkir ... Lesa meira
Fortinet fræðslufundur um netöryggi

Fortinet fræðslufundur um netöryggi

Þann 8. júní kl. 11:00 mun fyrirtækið Fortinet halda fræðslufund um netöryggi sveitarfélaga. Fortinet er leiðandi í netöryggis lausnum og er það fyrirtæki sem selur mest og vex hraðast á þessum markaði á heimsvísu. Frederic Nilson kerfisverkfræðingur hjá Fortinet mun kynna Fortinet Municipality Design sem hjálpar sveitarfélögum að auka öryggi ... Lesa meira
Málþing: Skipta grænir iðngarðar máli fyrir Suðurland?

Málþing: Skipta grænir iðngarðar máli fyrir Suðurland?

Orkídea samstarfsverkefni ásamt eigendum, SASS, Landsvirkjun og LbhÍ, efna til málþings á netinu um græna iðngarða (Eco-Industrial Parks) þann 21. maí nk. kl 8.30-10. Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ávarpa málþingið og margir aðrir góðir fyrirlesarar halda erindi m.a. Shirar O‘Connor, sjálfstæður alþjóðlegur fjárfestingarráðgjafi. Shirar er eigandi ... Lesa meira
Starf verkefnastjóra hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja

Starf verkefnastjóra hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja

Þekkingarsetur Vestmannaeyja (ÞSV) óskar eftir að ráða verkefnastjóra í fullt starf frá 1. september n.k. Starfið felst m.a. í ráðgjöf, verkefnastjórnun og frumkvæðisvinnu á sviði byggðamála samkvæmt sérstökum samstarfssamningi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Starfsstöðin er í skapandi vinnuumhverfi ÞSV og samstarfaðila að Ægisgötu 2 í Eyjum. Nánari upplýsingar um ... Lesa meira
Kynningarfundur um samfélagslegan ávinning af landsátakinu Ísland ljóstengt

Kynningarfundur um samfélagslegan ávinning af landsátakinu Ísland ljóstengt

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Fjarskiptasjóður bjóða til kynningarfundar á netinu miðvikudaginn 12. maí kl. 13:00-14:00 um einstakan árangur af landsátakinu Ísland ljóstengt á síðustu árum. Átakið hefur þegar bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins. Fundurinn er haldinn í tilefni af úthlutun síðustu styrkja til sveitarfélaga á grundvelli landsátaksins ... Lesa meira
Málstofa um fjölmiðla og landsbyggðir

Málstofa um fjölmiðla og landsbyggðir

Þann 12. maí kl. 09:00-10:30 munu landshlutasamtök sveitarfélaga standa fyrir málstofu um fjölmiðla og landsbyggðir. Fjallað verður meðal annars um vægi og birtingarmyndir íbúa á landsbyggðunum í frétta- og dagskrárefni, mikilvægi staðbundinna fjölmiðla, hlutverk og skyldur almannaþjónustumiðla gagnvart dreifðum byggðum og farið yfir dæmi frá Norðurlöndum. Viðburðurinn er haldinn í ... Lesa meira
Mikil ánægja með Hæfnihringi

Mikil ánægja með Hæfnihringi

Á dögunum lauk Hæfnihringjum, samstarfsverkefni landshlutasamtaka/atvinnuþróunarfélaga, sem snýr að stuðningi fyrir konur í fyrirtækjarekstri á landsbyggðinni. Hæfnihringirnir fóru af stað í byrjun febrúar og stóðu yfir í 5-6 vikur. Alls voru 40 konur skráðar um land allt. Konunum var skipt upp í 6 hópa og fóru þeir fram á netinu ... Lesa meira
Eyrarrósin 2021-2024

Eyrarrósin 2021-2024

Allt frá árinu 2005 hafa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair (áður Flugfélag Íslands) staðið saman að Eyrarrósinni; viðurkenningu sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins.  Fyrirkomulag viðurkenningarinnar hefur verið með svipuðu sniði allt frá upphafi, en við endurnýjun samstarfssamnings í ár var ákveðið að endurskoða skipulagið með það í ... Lesa meira
Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar til 74 verkefna í fyrri úthlutun 2021

Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar til 74 verkefna í fyrri úthlutun 2021

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum 24. mars úthlutun styrkveitinga úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands, að undangengnu mati fagráða atvinnu og nýsköpunar og fagráðs menningar. Um var að ræða fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs á árinu 2021. Umsóknir voru samtals 166. Í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna bárust 67 umsóknir og 99 umsóknir ... Lesa meira
Viltu taka þátt í að móta stefnu um samgöngur ?

Viltu taka þátt í að móta stefnu um samgöngur ?

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu samgöngumála á Suðurlandi mánudaginn 15. mars kl. 10:00–12:00 Suðurland - Samráðsfundur um stöðu samgöngumála Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu samgöngumála á Suðurlandi mánudaginn 15. mars kl. 10:00–12:00. Á fundinum ... Lesa meira
Think Rural, Think Digital, Think Ahead! - Sjö landa hakkaþon NORA 2021 verður haldið 19.-21. mars

Think Rural, Think Digital, Think Ahead! – Sjö landa hakkaþon NORA 2021 verður haldið 19.-21. mars

Nú á tímum lokana, ferðatakmarkana og heimavinnu er kannski erfitt að hugsa fram á við og stefna að alþjóðlegu samstarfi. Því vill NORA breyta með því að halda rafrænt hakkaþon fyrir ungt fólk á norður-Atlantshafssvæðinu. Hakkaþonið ‘Think Rural, Think Digital, Think Ahead!’ verður haldið dagana 19. til 21. mars og ... Lesa meira