fbpx

Markmið NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. NORA veitir styrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-ríkis, þ.e. Grænlands, Færeyja, og strandhéraða Noregs.

Hámarksstyrkur er 50% af heildarfjármögnun verkefnisins, en þó aldrei hærri en 500.000 DKK á ári. Lengst er veittur styrkur til 3ja ára. Í umsókn skal taka mið af samstarfsáætlun NORA 2021-2024.

Þau verkefni sem helst hafa verið styrkt eru þau sem snúa að lífhagkerfinu, sjálfbærri ferðaþjónustu, hringrásarhagkerfinu, flutningum, orkumálum, og samfélaginu.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu NORA, þar má einnig finna leiðbeiningar um útfyllingu umsóknar.

Rafrænt umsóknarform hefur verið opnað í gegnum heimasíðu NORA, sjá hér.

Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 4. október 2021.