fbpx

Fundarsköp fyrir ársþing SASS og aðalfundi SASS og tengdra stofnana

  1. Þingið heitir ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.  
  2. Um rétt til setu á aðalfundunum fer eftir samþykktum SASS/HES,SOS,SKS. Aðalfundir eru lögmætir ef helmingur kjörinna fulltrúa er mættur.
  3. Formaður samtakanna eða annar í umboði hans setur aðalfundinn. ársþingið Hann skal gangast fyrir kjöri tveggja fundarstjóra og tveggja ritara sem stýra aðalfundum allra stofnananna og rita fundargerðir þeirra. Heimilt er að ráða sérstakan fundarritara.
  4. Fundarstjóri stjórnar fundi og sér um að aðalfundarstörf fari fram eftir góðri reglu. Fundarstjóri hefur heimild til að breyta röð dagskrárliða og fresta fundum með samþykki meirihluta fundarmanna. Aðalfundarfulltrúum er skylt að hlíta úrskurði fundarstjóra. Þó má skjóta úrskurði hans til aðalfundarins, ef vafi leikur á skilningi á ákvæðum fundarskapa. Sýni fulltrúi ókurteisi, hefur fundarstjóri leyfi til að taka af honum orðið og víta framkomu hans. Fundarstjóri stjórnar framkvæmd kosninga og annast talningu atkvæða. Þá sér hann um að fundargerðir séu rétt færðar.
  5. Í upphafi fundar skal kjósa kjörbréfanefndNefndin kannar rétt fulltrúa til setu á aðalfundinum og leggur fram skrá um réttkjörna fulltrúa til staðfestingar á fundinum. Fundurinn skal staðfesta niðurstöðu kjörbréfanefndar sem fyrst eftir að hún liggur fyrir. Kjörnefnd leggur fram tillögur um kjör til stjórnar SASS og tengdra stofnana, og til annarra starfa sem samþykktir samtakanna mæla fyrir um og aðalfundurinn felur kjörnefndinni. Komi ekki fram aðrar tillögur en frá kjörnefnd er sjálfkjörið. Kosning fer fram með handauppréttingu en skriflega ef ósk um það kemur fram frá þingfulltrúa. Við kosningu í stjórn og nefndir teljast þeir réttkjörnir sem fá meirihluta atkvæða. Verði atkvæði jöfn skal skera úr með hlutkesti.
  6. Á aðalfundi skulu kosnar starfsnefndir fundarins; allsherjarnefnd, menntaog menningarmálanefnd, umhverfis- og skipulagsnefnd, atvinnumálanefnd, samgöngunefnd og velferðarmálanefnd og auk þess málefnanefndir sem fjalla um einstök mál sem eru til umræðu. Enginn fulltrúi má sitja nema í einni starfsnefnd en heimilt er fyrir fulltrúa að skipta um nefnd. Ekki skal bera mál eða ályktun upp til atkvæða nema að undangenginni umfjöllun í viðkomandi nefnd. Breytingartillögur er heimilt að bera upp við tillögur sem sendar hafa verið með aðalfundargögnum. Breytingartillögur varðandi tillögur sem liggja fyrir fundunum skulu lagðar fram skriflega til fundarstjóra . Máli skal vísað til nefndar eftir eðli þess. Rísi ágreiningur um til hverrar nefndar máli skuli vísað sker aðalfundur úr. Breytingartillaga við tillögu starfsnefndar skal borin upp til atkvæða.
  7. Afl atkvæða ræður úrslitum mála. Atkvæði skulu greidd með handauppréttingu. Séu atkvæði jöfn er mál fallið Afgreiðsla máls telst ekki ályktun þingsins nema meira en fjórðungur kjörinna fulltrúa greiði því atkvæði. +8.2
  8. Þegar fundarstjóri vill taka þátt í umræðu víkur hann sæti en hinn fundarstjórinn stjórnar fundi.
  9. Fulltrúar skulu taka til máls úr ræðustóli. Þó getur fundarstjóri leyft stuttar fyrirspurnir frá fulltrúa úr sæti sínu. Fulltrúar skulu beina máli sínu til fundarstjóra. Fundarstjóri skal sjá um, að fulltrúar taki til máls í réttri röð eftir því sem þeir hafa beðið um orðið. Þó getur hann vikið frá þeirri reglu við framsögumenn, formann samtakanna og framkvæmdastjóra, eða til að fulltrúi geti gert stutta athugasemd eða leiðréttingu. Enginn fulltrúi má í ræðu sinni lesa prentað mál, nema með leyfi fundarstjóra.
  10. Enginn fulltrúi má taka oftar til máls en tvisvar sinnum við sömu umræðu í hverju máli, en þó skulu flutningsmenn mála, framsögumenn meirihluta og minnihluta nefnda svo og formaður samtakanna og framkvæmdastjóri, hafa rétt til að taka oftar til máls. Fundarstjóra er heimilt að takmarka ræðutíma, ef ástæða þykir til.
  11. Fundarstjóra er skylt að bera undir atkvæði hvort umræðu skuli hætt, ef fimm fulltrúar eða fleiri æskja þess skriflega.
  12. Fundarsköpum þessum má breyta ef 2/3 mættra fulltrúa samþykkja það á lögmætum aðalfundi.

Aðalfundarsköp-SASS-og-tengdra-stofnana