fbpx

Rannís auglýsir eftir umsóknum í Tækniþróunarsjóð. Opið er fyrir umsóknir í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur/Sprettur og Markaðsstyrkur.

Sproti fyrirtækjastyrkur er fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla, og ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi.

Vöxtur/Sprettur fyrirtækjastyrkur er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Vöxtur er til að styrkja þróunarverkefni sem komin eru af frumstigi hugmyndar. Sprettur er öndvegisstyrkur innan Vaxtar.

Markaðsstyrkur er ætlaður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af veltu til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.

Umsóknarfrestur er til 15. september 2021 kl. 15:00. 

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Tækniþróunarsjóðs.