fbpx
Íbúakönnun landshlutanna - taktu þátt!

Íbúakönnun landshlutanna – taktu þátt!

Íbúakönnun landshlutanna er nú farin af stað að nýju. Sem fyrr er tilgangurinn að kanna hug íbúa um ýmsa þætti tengda búsetu þeirra með það markmiði að afla gagna um stöðu byggðanna á landinu öllu í þeirri viðleitni að bæta lífs- og búsetuskilyrði á svæðunum. Niðurstöðurnar veita innsýn í stöðu ... Lesa meira
Menningarmiðstöð Hornafjarðar hlaut Menningarverðlaun Suðurlands árið 2023

Menningarmiðstöð Hornafjarðar hlaut Menningarverðlaun Suðurlands árið 2023

Menningarmiðstöð Hornafjarðar hlýtur Menningarverðlaun Suðurlands árið 2023 en viðurkenningin var veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) í Vík 26. október sl. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Menningarmiðstöð Hornafjarðar hafi unnið glæsilegt starf í þágu menningar í Sveitarfélaginu Hornafirði og gefið einstaklega jákvæða mynd af Austur- Skaftafellssýslu, menningu og menningararfi ... Lesa meira
Stöðugildum fjölgaði mest á Suðurnesjum og Suðurlandi

Stöðugildum fjölgaði mest á Suðurnesjum og Suðurlandi

Byggðastofnun hefur frá áramótum 2013/2014 gert árlega könnun á staðsetningu starfa á vegum ríkisins. Með störfum á vegum ríkisins er átt við stöðugildi greidd af Fjársýslunni, stöðugildi hjá opinberum hlutafélögum og stofnunum og stöðugildi hjá stofnunum sem hafa meirihluta rekstrartekna sinna af fjárlögum. Fyrir liggja nú tölur um fjölda stöðugilda ... Lesa meira
Nordregio Forum 2023: Ungir Norðurlandabúar lykillinn að velmegandi og grænum Norðurlöndum

Nordregio Forum 2023: Ungir Norðurlandabúar lykillinn að velmegandi og grænum Norðurlöndum

Mynd: Nordregio Vefráðstefna á vegum Nordregio, rannsóknarstofnunar um byggðaþróun og skipulagsmál, um framtíð Norðurlanda verður haldin miðvikudaginn 17. október næstkomandi milli kl. 8:30 - 19:00. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar er ungt fólk á Norðurlöndum og hvernig við tökum sjónarmið þeirra inn í stefnumótun og áætlanagerð. Ráðstefnan fer fram á ensku. Norðurlandabúar á ... Lesa meira
Leiðbeiningar um gerð þjónustustefnu sveitarfélags

Leiðbeiningar um gerð þjónustustefnu sveitarfélags

6.10.2023 Alþingi samþykkti fyrir tveimur árum nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Ákvæðið kveður m.a. á um að sveitarstjórn skuli móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin þar á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og ... Lesa meira
Lokað er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands

Lokað er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands

Í vikunni rann út umsóknarfrestur til að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Alls bárust sjóðnum 96 umsóknir. Skiptast umsóknirnar í eftirfarandi flokka, menningarverkefni samtals 74 umsóknir og atvinnu- og nýsköpunarverkefni samtals 22 umsóknir. Allir umsækjendur fá sendan tölvupóst um niðurstöðu fagráðs og stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 14. nóvember n.k ... Lesa meira
Byggðaráðstefna 2023 – Búsetufrelsi?

Byggðaráðstefna 2023 – Búsetufrelsi?

Byggðaráðstefnan 2023 – Búsetufrelsi? verður haldin 2. nóvember 2023, í Reykjanesbæ. Fjallað verður um búsetufrelsi og niðurstöður rannsóknarverkefnisins Byggðafesta og búferlaflutningar sem unnið var á vegum Byggðastofnunar í samvinnu við sérfræðinga við ýmsar íslenskar og erlendar háskólastofnanir. Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með ... Lesa meira
Byggðaþróunarfulltrúar á vinnufundi í Skálholti

Byggðaþróunarfulltrúar á vinnufundi í Skálholti

Byggðaþróunarfulltrúar á Suðurlandi hittust á dögunum til vinnufundar ásamt starfsmönnum SASS. Var fundað í Skálholti með það að markmiði að styrkja samstarfið, efla tengsl og rýna hlutverk byggðaþróunarfulltrúa með sérstakri áherslu á leiðtogafærni og ráðgjafarþjónustu. Til liðs við hópinn var leiðtogaþjálfarinn, lögfræðingurinn og viðskiptafræðingurinn Elmar Hallgrím Hallgrímsson sem leiddi hópinn ... Lesa meira
Kjörstaður í Mýrdalshreppi vegna pólsku þingkosninganna

Kjörstaður í Mýrdalshreppi vegna pólsku þingkosninganna

Kosningar í Póllandi verða haldnar 15. október nk. Af því tilefni hefur pólska sendiráðið, í kjölfar hvatningar Tomasz Chochołowicz, formanns enskumælandiráðs Mýrdalshrepps, ákveðið að bjóða upp á kjörstað í Vík sama daga. Allir pólskir ríkisborgarar með kosningarétt geta kosið á kjörstaðnum í Vík með þeim skilyrðum að þeir skrái sig ... Lesa meira
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands haustið 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands haustið 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2023. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki ... Lesa meira
Nýjir Byggðaþróunarfulltrúar taka til starfa

Nýjir Byggðaþróunarfulltrúar taka til starfa

Gengið hefur verið frá ráðningum tveggja byggðarþróunarfulltrúa annars vegar fyrir Uppsveitir Árnessýslu og hins vegar fyrir sveitarfélögin Rangárþing ytra og Rangárþing eystra. Lína Björg hefur verið ráðin byggðaþróunarfulltrúi fyrir sveitarfélögin fjögur í Uppsveitum Árnessýslu, Hrunamannahrepp, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Grímsnes- og Grafningshreppa og Bláskógabyggð. Má finna frétt um ráðninguna hér. Stefán ... Lesa meira
Guðrún Ásdís til SASS

Guðrún Ásdís til SASS

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir hefur starfað sem ráðgjafi og verkefnastjóri á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) frá árinu 2015. Í því hlutverki hefur hún verið starfsmaður Nýheima þekkingarseturs á Höfn í Hornafirði. Nú hefur Guðrún Ásdís verið ráðin til starfa sem verkefnisstjóri og kynningarfulltrúi hjá SASS. Guðrúnu Ásdísi þekkja margir þeir ... Lesa meira
Orkídea landar öðrum styrk úr nýsköpunarsjóðum Evrópusambandsins

Orkídea landar öðrum styrk úr nýsköpunarsjóðum Evrópusambandsins

Orkídea er þátttakandi í nýju Evrópuverkefni sem var samþykkt fyrir nokkru en er orðið opinbert núna. Verkefnið snýst um þróun á sjálfbærum virðiskeðjum með endurnýjanlegri orku til að svara þörfum bænada (Sustainable renewable energy VALUE chains for answering FARMer' needs), eða í styttri útgáfu Value4Farm. Verkefnið hlaut styrk upp á ... Lesa meira
Óskað eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi 2023

Óskað eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi 2023

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem SASS mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2023. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið ... Lesa meira
Næstu umsóknir í sjóði Rannís

Næstu umsóknir í sjóði Rannís

Rannís auglýsir umsóknarfresti í fjóra mismunandi Fyrirtækjastyrki Tækniþróunarsjóðs og er umsóknar frestur í þá 15. september 2023, kl. 15:00 Eru þetta styrkirnir Vöxtur, Sprettur, Sproti og Markaður. Vöxtur er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og er ætlaður að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar nánari upplýsingar um styrkinn ... Lesa meira
Nýliðunarstuðningur í landbúnaði 2023

Nýliðunarstuðningur í landbúnaði 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði. Þeir einstaklingar geta sótt um stuðning sem uppfylla neðangreindar kröfur: a. Uppfylla skilyrði skv. 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað. b. Eru á aldrinum ... Lesa meira
Rúmum milljarði varið í uppbyggingu innviða á Suðurlandi

Rúmum milljarði varið í uppbyggingu innviða á Suðurlandi

Áætlað er að rúmum milljarði króna verði varið í uppbyggingu innan friðlýstra svæða á Suðurlandi á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í nýútgefinni verkefnaáætlun Landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegra minja. Um 70% framlaga til landshlutans fer í nauðsynlegar umbætur á Gullna hringnum en þar hefur ... Lesa meira
Beint frá býli - afmælishátíð

Beint frá býli – afmælishátíð

Félagasamtökin Beint frá býli efnir til afmælisviðburðar í tilefni 15 ára afmælis félagsins. Alls verða haldnir sex viðburðir um allt land, sunnudaginn 20. ágúst n.k. milli klukkan 13 og 17. Á Suðurlandi verður viðburðurinn haldin í Efstadal II, Bláskógabyggð. Þar er gestum boðið að kynna sér vörur, vinnslur og þróun ... Lesa meira
Sumarlokun skrifstofu SASS

Sumarlokun skrifstofu SASS

Skrifstofa SASS er lokuð vegna sumarleyfa dagana 10. júlí - 7. ágúst. Gleðilegt sumar ... Lesa meira
Fjögur verkefni á Suðurlandi hljóta styrk úr Lóunni

Fjögur verkefni á Suðurlandi hljóta styrk úr Lóunni

Í mars sl. auglýsti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið eftir umsóknum í Lóuna. Lóan er sjóður sem veitir styrki til nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni. Eins og segir á vefsvæði Lóunnar hefur sjóðurinn það hlutverk að auka nýsköpun á landsbyggðinni og styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum. Sjóðurinn styður við ... Lesa meira