fbpx

 

Nýjustu gögn íbúakönnunar landshlutanna eru komin á mælaborð Byggðastofnunar. Nú er hægt að bera saman þróun þeirra á milli kannana. Þá eru líka komin inn eldri gögn frá árunum 2016 og 2017. Enn fremur er að finna gögn yfir enn fleiri spurningar úr könnuninni en áður var. Þetta er því orðið verulega spennandi tæki til að vinna með. Minnt er á að ekki voru allir landshlutar með árin 2016 og 2017 (eingöngu Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra, Suðurland og Suðurnes). Hér er hlekkur inn á mælaborð Byggðastofnunar: https://www.byggdastofnun.is/is/utgefid-efni/maelabord/ibuakonnun