fbpx

Lokaskýrsla og niðurstöður áhersluverkefnisins „Kortlagning umhverfismála á Suðurlandi“ er nú komin í loftið. Verkefnið var eitt af mörgum áhersluverkefnum Sóknaráætlunum Suðurlands fyrir árið 2017.

Verkefnið snerist um að gera samanburðarrannsókn á sveitarfélögum á Suðurlandi. Rannsóknin gengur út á kortleggja Suðurland með tilliti til umhverfismála í hverju sveitarfélagi fyrir sig og eru niðurstöður nú kunnar og koma fram í meðfylgjandi skýrslu.

Markmiðið var m.a. að auka yfirsýn yfir umhverfismál á Suðurlandi sem vonandi leiðir til samræmingu aðferða og bætir þekkingarflæði milli sveitarfélaga og varð verkefnið til í kjölfar ráðstefnu um Sjálfbært Suðurland.

Stuðst verður við skýrsluna í áhersluverkefninu „Umhverfis Suðurland“. Þar verður áhugavert efni tekið úr skýrslunni og sett fram sjónrænt eða í formi fræðslu. Allt efni sem unnið verður í tengslum við það mun birtast á vef Umhverfis Suðurland, www.umhverfissudurland.is.

Rannsóknin og skýrslan var unnin af Elísabetu Björney Lárusdóttur umhverfis- og auðlindafræðingi ásamt þeim sem með henni sátu í verkefnastjórn, Guðrúnu Ásdísi Sturlaugsdóttir verkefnastjóra í Nýheimum þekkingarsetri og ráðgjafa SASS og Þórði Frey Sigurðssyni sviðsstjóra þróunarssviðs SASS.

Í skýrslunni má meðal annars finna upplýsingar um stöðu úrgangsmála á Suðurlandi og tegund flokkunnar í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Yfirlit yfir gámasvæði á svæðinu, samanburð á milli sveitarfélaga hvað varðar umhverfisvottanir ofl

Kortlagning umhverfismála – lokaskýrsla (.pdf)