fbpx

haldinn að Austurvegi 56 Selfossi föstudaginn 14. nóvember  2014,  kl. 12.00

Mætt:  Gunnar Þorgeirsson, Anna Björg Níelsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir, Ari Thorarensen,  Eggert Valur Guðmundsson, Elín Einarsdóttir, Sæmundur Helgason

(í síma),  Ágúst Sigurðsson, Páll Marvin Jónsson  (í síma),  Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri og Þórður F. Sigurðsson ráðgjafi sem ritaði fundargerð.

Á fundinn  komu fulltrúar Menningarráðs Suðurlands; Íris Róbertsdóttir (í síma), Ísólfur Gylfi Pálmason, Kjartan Björnsson, Eyþór H. Ólafsson (í síma) og Kristján Sigurður Guðnason og María Björk Yngvadóttir frá N4.

 Dagskrá:

 1. Fundargerð aðalfundar SASS frá 22. október sl. ásamt ályktunum ársþings SASS.

Einnig var lögð fram samantekt umræðna í starfshópum á ársþinginu.  Samþykkt að leggja allt þetta efni til grundvallar við gerð starfs- og aðgerðaáætlunar fyrir árið 2015.

 2. Fjárhagsáætlanir SASS og Menningarráðs Suðurlands niðurstöðu aðalfundar SASS.

Fjárhagsáætlanirnar staðfestar.

 3. Málefni menningarráðs Suðurlands.

Rætt um fyrirkomulag og rekstur menningarráðs.  Samþykkt að fela formanni SASS og formanni menningarráðs að leggja fram tillögu að nýrri starfslýsingu og ráðningarsamningi  menningarfulltrúa fyrir næsta fund stjórnar SASS þar sem gert verði ráð fyrir að menningarfulltrúinn heyri undir framkvæmdastjóra SASS.

 4. Samskiptaáætlun almenningssamgangna fyrir Suðurland vegna hugsanlegra náttúrhamfara.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir verkefnisstjóri hjá Strætó boðaði forföll.

 5. Kynningarþættir N4 frá Suðurlandi.

María Björk Yngvadóttir hja N4 kynnti hugmyndir stöðvarinnar.

 6. Drög að samningi um sóknaráætlun 2015 – 2019 ásamt drögum um úthlutunarreglum vegna styrkveitinga og athugasemdum frá menningarfulltrúum annars vegar og SASS hins vegar.

Stefnt er að sameiginlegum fundi Stýrihóps ráðuneyta og fulltrúum landshlutasamtaka 1. desember nk. og að undirritun samnings öðru hvoru megin við næstu áramót.  Samþykkt að leggja til að hlutfall sveitarstjórnarmanna í verkefnisstjórn uppbyggingarsjóðs landshlutans verði 60% í stað 40% eins og lagt er til af hálfu stýrihópsins.

 7. Uppsagnarbréf frá Bjarna Bjarnasyni verkefnisstjóra ART teymisins.

Fyrirliggjandi er uppsagnarbréf Bjarna Bjarnasonar sem mun hætta störfum um næstu áramót. SASS þakkar Bjarna fyrir vel unnin störf á undanförnum árum.

 8. Samstarfssamningur SASS og NMÍ.

Til kynningar.

 9. Bréf frá velferðarráðuneytinu, dags. 30. október 2014, þar sem óskað er tilnefningar tveggja fulltrúa í ráðgjafarnefnd Heilbrigðisumdæmis Suðurlands.

Samþykkt að tilnefna Unni Þormóðsdóttur og Pál Marvin Jónsson í ráðgjafarnefndina

10. Bréf frá Minjastofnun Íslands, dags. 22. október 2014, þar sem óskað er tilnefningar tveggja fulltrúa í minjaráð Suðurlands.

Samþykkt að tilnefna Völu Garðarsdóttur og Ísólf Gylfa Pálmason í ráðið.

11. Bréf (2) frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 6. nóvember 2014, varðandi reglubundin framlög 2014 og 2015 og framlag vegna sóknaráætlunar 2014.

Samkvæmt bréfunum verða framlög Jöfnunarsjóðs til  SASS á næsta ári kr. 23.475.000 og kr. 3.833.449 vegna sóknaráætlunar 2014.

12. Samkomulag SASS, FNS og HfSu um framkvæmd sóknaráætlunarverkefnisins ,,Efling mennta- og fræðastarf á Suðurlandi, menntalest og uppbygging símenntunar á miðsvæðinu“.

Samningurinn staðfestur.

13. Umsögn SASS um tillögu til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (Hvammsvirkjun), 244. mál.

Eftirfarandi umsögn var samþykkt af hálfu stjórnar SASS með tölvupósti og send Alþingi.  Formaður og framkvæmdastjóri fylgdu umsögninni eftir á fundi atvinnuveganendar Alþingis  11. nóvember sl.

,,Stjórn SASS  leggur áherslu á að Alþingi afgreiði málið á grundvelli þeirra vönduðu þverfaglegu vinnu sem unnin var á vegum verkefnisstjórnar rammaáætlunar og tillögum hennar  um flokkun virkjunarkostanna í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk.  Samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar voru fjórir af sex vatnsaflsvirkjunarkostum á Suðurlandi í nýtingarflokki. Þingsályktunartillagan  gerir ráð fyrir að þeir fari allir í biðflokk. Að mati stjórnar SASS er það óviðunandi bæði vegna þess að ekki eru færð sterk rök fyrir þeim tillögum og og einnig er um brýnt hagsmunamál að ræða fyrir sunnlendinga  vegna þeirrar atvinnuuppbyggingar sem gera má ráð fyrir að fylgi í kjölfarið. Stjórn SASS skorar því á Alþingi að farið verði að tillögum verkefnisstjórnar um þá virkjunarkosti sem fara eigi í nýtingarflokk.

Stjórn SASS leggur áherslu á að raforka sem framleidd er á Suðurlandi  verði í  mun meira mæli  nýtt til atvinnuuppbyggingar heima í héraði.  Nú er staðan sú að um 50% af raforku framleiddri með vatnsafli kemur frá Suðurlandi og um 70% af raforku framleiddri með háhita.  Einungis 4% af heildar raforkuframleiðslunni  eru hins vegar nýtt á Suðurlandi.

14. Fjármögnun nýrra lögreglustjóra- og sýslumannsembætta.

Stjórn SASS leggur þunga áherslu á að við afgreiðslu fjárlaga verði nægilegir fjármunir til nýrra embætta sýslumanna og lögreglustjóra á Suðurlandi tryggðir. Mikilvægt er að þjónusta skerðist ekki frá því sem nú er og tryggð verði staða löglærðs fulltrúa hjá sýslumannsembættinu á Hornafirði. Jafnframt er nauðsynlegt að með stækkun lögreglustjóraembættisins til Hornafjarðar fylgi tilsvarandi fjármunir.

15. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. október sl.

Til kynningar.

Í lok fundar þakkaði Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri  stjórnarmönnum fyrir samstarfið á liðnum árum og stjórn SASS þakkaði honum jafnframt fyrir störf í þágu samtakanna.

Fundi slitið kl. 15:00.