fbpx

haldinn að Austurvegi 56 Selfossi þriðjudaginn 13. maí 2014, kl. 12.00

 

Mætt:  Gunnar Þorgeirsson,  Unnur Þormóðsdóttir, Haukur  Guðni Kristjánsson, Reynir Arnarson, Elín Einarsdóttir varamaður Jóhannesar Gissurarsonar, Gunnlaugur Grettisson, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Helgi S. Haraldsson  og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

 1. Ársreikningur SASS 2013

Rekstrarafkoma var jákvæð um kr. 24.051.447, eigið fé nam kr. 74.166.964 og handbært fé í árslok kr. 101.578.724.

Ársreikningurinn undirritaður.

  2. Tímsetning aukaðalfundar í júní og ársþings í október.

Samþykkt að halda aukaaðalfund SASS á Selfossi  2.  júlí nk. og ársþing SASS  á Kirkjubæjarklaustri 23. og 24 október nk.

 3. Staða reksturs  jan – mars  2014

Helstu rekstrartölur kynntar.  Rekstur  er innan áætlunar.

 4. Almenningssamgöngur

a.    Yfirlit reksturs jan – mars.

Rekstrartölur kynntar.  Rekstrarafkoma  er jákvæð það sem af er ári.  Stjórn SASS samþykkir að óska eftir því að framlög  Alþingis hækki á næsta ári sem nemur hækkun á endurgreiðsluhlutfalli  olíugjalds.  Ef fram fer sem horfir þá mun sú upphæð  verða rúmar 10 milljónir króna á þessu ári.

b.   Skýrsla til Vegagerðarinnar, dags. 3. apríl 2014 um rekstur almenningssamgangna á Suðurlandi 2012 og 2013.

Til kynningar.

 5. Menntalestin á Suðurlandi – lokaskýrsla

Til kynningar.

 6. Leyndardómar Suðurlands – lokaskýrsla

Til kynningar.

 7. Sóknaráætlanir landshluta – staða mála

Fyrir liggur minnisblað frá stýrineti ráðuneyta um útdeilingu fjármagns sem tilheyrir vaxtarsamningum og sóknaráætlunum landshluta.  Samkvæmt því verður framlag  til Vaxtarsamnings Suðurlands  á þessu ári kr. 33.250.000 og framlag til Sóknaráætlunar Suðurlands kr. 12.936.000.  Einnig lagt fram afrit af bréfi innanríkisráðuneytisns til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 31. mars 2014, þar sem fram  kemur að tekin hafi verið ákvörðun um breytt verklag og verkaskiptingu vegna samráðs ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga í samskiptum við landshlutasamtök um landshlutaáætlanir.  Breytingin felur einnig í  sér að atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið fer með byggðamál undir yfirstjórn sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra.  Hann tekur því við öllum verkefnum sem falin voru stýrineti ráðuneyta undanfarin tvö ár.  Þá var kynnt álit atvinnuveganefndar um tillögu til þingsályktunar um byggðastefnu en þar  lýsir nefndin vonbrigðum með lækkun framlaga til sóknaráætlana á þessu ári og  jafnframt leggur nefndin til að auknum fjármunum verði varið til til sóknaráætlunar.

Stjórn SASS  telur að stjórnvöld séu á réttri leið með málið og hvetur til þess að unnið verði ötullega að nýjum  sameiginlegum  samningi um framlög til atvinnu- og menningarmála fyrir næstu 3 ár þar sem framlög verði hækkuð verulega frá því sem nú er og verði að lágmarki jafnhá framlögum ársins 2013.

 8. Drög að samningi um framlög til byggðaþróunar 2014 (vaxtarsamningur, sóknaráætlun)

Formanni falið að undirrita samninginn fyrir hönd SASS.

 9. Drög að samningi við Byggðastofnun

Framkvæmdastjóra falið að undirrita samninginn.

10. Athugasemdir landshlutasamtakanna vegna menningarsamninga 2014, dags. 27. mars 2014

Stjórn SASS lýsir yfir undrun sinni á þeim seinagangi sem orðið hefur  í mennta- og menningarmálaráðuneytinu við gerð menningarsamninga fyrir árið 2014.  Sú seinkun sem orðið hefur er þegar farin að valda vandræðum í störfum menningarráða og  styrkjum til menningarmála. Stjórn SASS ítrekar þá afstöðu sína að  skipting framlaga til menningarsamninga verði byggð á gegnsæjum reglum  þar sem sanngjarnt tillit verði tekið til stærðar svæða og íbúafjölda.  Stjórnin hvetur til að málinu verði hraðað eins og kostur er.

11.  Brothættar byggðir – staða verkefnis í Skaftárhreppi

Til kynningar.

12. Hjúkrunarrými á Suðurlandi – staða mála

Unnur gerði grein fyrir biðlistum eftir hjúkrunar- og hvíldarrýmum:

Í heilbrigðisumdæmi Suðurlands eru 23 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarrými, þar af 12 í Árnessýslu, 6 í Rangárvallasýslu, 3 í Vestmannaeyjum og 2 á Höfn í Hornafirði.  Á biðlista eftir hvíldarými eru 43 einstaklingar; 22 í Árnessýslu, 8 í Rangárvallasýslu, 8 í Vestmannaeyjum og 5 á Kirkjubæjarklaustri.  Taka skal fram að hluti af þeim sem bíða eftir hvíldarrými eru á biðlista eftir hjúkrunarrými.

 Stjórn SASS samþykkti  samhljóða eftirfarandi ályktun:

,,Í ljósi þess að langir biðlistar eru eftir hjúkrunarrýmum á Suðurlandi ítreka Samtök sunnlenskra sveitarfélaga enn og aftur ósk um að heilbrigðisráðherra skipi starfshóp með þátttöku sveitarfélaganna á Suðurlandi um  stefnumörkun og framkvæmdaáætlun um uppbyggingu  aukins hjúkrunarýmis á Suðurlandi.  Stefnumörkunin taki mið af þörf fyrir nýtt hjúkrunarrými skv. biðlistum, endurnýjun eldra  húsnæðis (einsmannsstofur í stað fjölbýla) og byggingu nýrra hjúkrunarrýma í stað ónothæfs húsnæðis.  Jafnframt verði kannaðir möguleikar á aukinni heimahjúkrun.“

13. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 3. apríl 2014, um framlög til landshlutasamtaka 2014

Samkvæmt bréfinu mun framlag Jöfnunarsjóðs til SASS nema kr. 23.400.000 á þessu ári.

14. Ársskýrsla og ársreikningur Fræðslunets Suðurlands fyrir árið 2013.  http://www.fraedslunet.is/images/stories/skjol/arsskyrsla%202013.pdf

Til kynningar.

15. Fundargerðir  Markaðsstofu Suðurlands frá 1. apríl og 2. maí  sl.

Til kynningar.

16. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Til kynningar.

 17. Fundargerðir landshlutasamtakanna

Til kynningar.

  Fundi slitið kl. 14:45