fbpx

Markmið

Markmið fyrsta hluta verkefnisins er að vinna að gerð stöðu- og þarfagreiningar á ferðamennskusamfélaginu í Hornafirði til að undirbyggja stefnumótun með áherslu á sjálfbæra ferðamennsku, byggðaþróun, menningu, menntun, nýsköpun og rannsóknir.

Verkefnislýsing

Unnið verður að upplýsingasöfnun ásamt stöðu og þarfagreiningu fyrir Ferðamennskusamfélagið. Verkefnastjóri verður ráðin til að vinna að framgangi verkefnisins ásamt öflugum stýrihópi.

Verkþættir og áætlaður tími:

  • Júní – júlí: Upplýsingasöfnun: Úrvinnsla fyrirliggjandi gagna og söfnun nýrra gagna
  • Júlí – ágúst: Stöðu- og þarfagreining
  • Júní – ágúst: Samráði við fyrirtæki og íbúa í formi funda og vinnustofa.
  • Júní – október: Stefnumótun ferðamennskusamfélagsins
  • September – október: Lagt mat á fjárþörf og frekari fjármögnun fyrir næstu skref í viðameira þróunarverkefni.
  • Nóvember –  Lokaskýrsla sem mun sýna fram á framtíðarsýn ferðamennskusamfélagsins í Hornafirði

Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024

Verkefnið tengist öllum þremur áherslum Sóknaráætlunar, atvinnu og nýsköpun, samfélag og umhverfi og þar af nokkrum markmiðum og áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands. S.s. markmið um að auka framleiðni fyrirtækja áherslur um að efla menningartengda ferðaþjónustu á Suðurlandi.

Málaflokkur

Menning

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Verkefnið tengist a.m.k. 4 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, með sterkum hætti:

Markmið 4. Menntun fyrir alla, með sérstöku tilliti til undirflokka 4.3, 4.4

Við teljum að verkefnið muni hjálpa við að tryggja jafnan aðgang að góðu tækni-, starfs- og framhaldsnámi, þar á meðal á háskólastigi, á viðráðanlegu verði. Ásamt því að veita ungmennum og fullorðnum hagnýta kunnáttu, á sviði starfsmenntunar, til þess að geta gegnt viðeigandi störfum, fengið mannsæmandi vinnu og möguleika á því að stunda frumkvöðlastarfsemi.

Markmið 8. Góð atvinna og hagvöxtur, með sérstöku tilliti til undirflokka 8.5, 8.9.

Við teljum að þetta verkefni gæti aukið framleiðni í sátt við umhverfi og samfélag ásamt jöfnum tækifærum og launum fyrir sömu vinnu.

Markmið 9. Nýsköpun og uppbygging, með sérstöku tilliti til undirflokka 9.4, 9,5,

Verkefnið mun efla vísindarannsóknir á jöklum og umhverfinu í kring, auka nýsköpun í ferðaþjónustu og menntavísindum, ásamt eflingu innviða í samgöngum og ferðaþjónustu.

Markmið 11. Gera borgir og íbúðasvæði öllum mönnum auðnotuð, örugg, viðnámsþolin og sjálfbær með sérstöku tilliti til undirflokka 11.3,11.4, 11.a

Verkefnið mun efla íbúa samfélagsins til að taka þátt í skipulagsmálum og verndun náttúru og menningararfleifð og styrkir áætlanir um byggðaþróun innan dreifbýlissamfélags. Verkefnið mun leiða til valdeflingar og verða til þess að íbúar verði virkari gerendur í þróun eigin samfélags.

Árangursmælikvarðar

Að stöðu- og þarfagreining liggi fyrir í október 2022.

Lokaafurð

Skýrsla sem sýni fram á sameiginlegan skilning á því hvert við stefnum, skýra framtíðarsýn um Hornafjörð sem ferðamennskusamfélag. Skýrslan mun síðan nýtast í viðameira þróunarverkefni.


Verkefnastjóri
Ólöf Ingunn Björnsdóttir 
Framkvæmdaraðili
Sveitarfélagið Hornafjörður
Samstarfsaðilar
Sveitarfélagið Hornafjörður, Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu, Rannsóknarsetur HÍ Hornafirði, Nýheimar Þekkingarsetur og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)
Heildarkostnaður
4.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
3.000.000 kr.
Ár
2022
Upphaf og lok verkefnis
júní-nóvember 2022
Staða
Lokið
Númer
223004

THroun-ferdamennskusamfelags-lokaskyrsla-2023