fbpx

Markmið

Markmiðið er að efla jákvæða byggðaþróun sveitarfélaga á Suðurlandi með jafningjafræðslu og handleiðslu við mótun framtíðarsýnar, stefnu og aðgerða við inngildingu, móttöku nýrra íbúa og fjölbreytileika samfélaga.

Verkefnislýsing

Um er að ræða framhald og útvíkkun annars hluta verkefnins til fleiri sveitarfélaga og sköpun samstarfs um leiðir að bættum verkferlum og aukinni þekkingu sveitarfélaga, út frá fyrri greiningum, rannsóknum og reynslu sem skapast hefur á verkefnatímanum.  Jafnframt því að taka upp það verklag sem skilaði hvað bestum árangri, sem fól í sér samráð og aðstoð við innleiðingu móttökuáætlana í sérhverju sveitarfélagi og jafningjafræðslu meðal starfsfólks sveitarfélaganna, á sviði fjölmenningar og inngildingu.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024

Verkefnið tengist megináherslunni „Samfélag“ um bætta menningu, velferð, menntun og samstarf svo lífsgæði eflist og mannlíf á Suðurlandi blómstri. 

Væntur árangur

Í megin atriðum snýr væntanlegur árangur og áhrif verkefnisins að því að sveitarfélögin tileinki sér og innleiði þekkingu á sviði fjölmenningar og inngildingar út frá þeirra forsendum. Jafnframt að samráð og samvinna sveitarfélaganna muni eflast á þessu sviði og til verði farvegur og skipulagt samstarf skapist milli sveitarfélaganna.

Lokaafurð

Að öllum sveitarfélögum á Suðurlandi hafi staðið til boða samráð og aðstoð við innleiðingu móttökuáætlana.
Að öllum sveitarfélögum hafi staðið til boða jafningjafræðsla.
Að lokum verður unnin samantekt um verkefnið og birt á vef SASS.

 


Verkefnastjóri
Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðilar
Kötlusetur, sveitarfélögin á Suðurlandi og aðrir hagaðilar.
Heildarkostnaður
16.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.500.000 kr. 
Ár
2024
Upphaf og lok verkefnis
apríl 2024 – apríl 2025
Staða
Í vinnslu
Númer
243010 (183015)