fbpx

Nýlega kom út skýrsla starfshóps sem skipaður var á ársþingi SASS sl. haust. Hópurinn var fenginn til þess að vinna að tillögum um tekjuöflun og -skiptingu af ferðamönnum. Í byrjun september nk. verður kallað til málþings um málefnið. Skýrsluna má finna í heild sinni hér að neðan. 

Bókun stjórnar SASS frá 25. Nóvember 2016:
Tekjuöflun og –skipting sveitarfélaga af ferðaþjónustu á ársþinginu var samþykkt að stjórn SASS skipi starfshóp með breiðri aðkomu sveitarfélaga innan svæðisins til þess að vinna að tillögum um tekjuöflun og tekjuskiptingu af ferðamönnum. Starfshópurinn skal skila skýrslu um málefnið sem verði notuð sem grunnurinn að málþingi. Stjórn SASS samþykkir að skipa eftirtalda aðila í starfshópinn: Ásborgu Arnþórsdóttur og Pál Marvin Jónsson. Þorsteinn Hilmarsson, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands, er hópnum til aðstoðar.

Skýrsla starfshóps um tekjuöflun og tekjuskiptingu sveitarfélaga