fbpx

Birt hafa verið nöfn þeirra tíu verkefna sem eiga möguleika á að hljóta Eyrarrósina í ár. Verkefnin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og koma alls staðar að af landinu. Þann 2. febrúar næstkomandi verður tilkynnt hvaða þrjú verkefni hljóta tilnefningu til verðlaunanna. Eitt þeirra hlýtur að lokum Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands en hin tvö verkefnin hljóta peningaverðlaun og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

Eyrarrósarlistinn 2016:

Act Alone
Að – þáttaröð N4
Barokksmiðja Hólastiftis
Eldheimar
Ferskir vindar
Northern Wave
Reitir
Rúllandi snjóbolti
Sauðfjársetur á Ströndum
Verksmiðjan á Hjalteyri

Eyrarrósin verður afhent með viðhöfn um miðjan febrúar næstkomandi í Frystiklefanum að Rifi.

Sjá nánar hér um verkefnin á Eyrarrósarlistanum