fbpx

Við viljum minna á ráðgjafaþjónustu SASS. Ráðgjafar á vegum SASS starfa um allan landshlutann og veita fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri fjölbreytta ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar. Þjónustan er gjaldfrjáls upp að ákveðnu marki. Ráðgjafar veita fulla þjónustu þessa dagana en samskiptaleiðir eru í gegnum síma og tölvupóst eða með fjarfundum (s.s. Skype). Upplýsingar um síma og netföng ráðgjafa er að finna hér á heimasíðu SASS.