fbpx

Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um fjölgun örorkuþega. Á vef Tryggingastofnunar eru birtar tölur yfir fjölda þeirra einstaklinga (kennitalna) sem njóta 75% örorkulífeyris á aldrinum 18 – 67. Frá árinu 1999 hefur orðið næstum tvöföldun á þessum bótaþegum og því álitum við áhugavert að greina í stuttu máli þessa þróun og flokka eftir landshlutum. Áhugasömum er bent á þetta skjal hér, eða að hafa samband við SASS og fá nánari greiningu. Einnig er hægt að reikna út bótafjárhæð eftir aðstæðum hvers og eins á heimasíðu Tryggingastofnunar.