fbpx

Samband íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við velferðaráðuneytið heldur námskeið fyrir fulltrúa í félagsmálanefndum á Stracta hóteli, Hellu, miðvikudaginn 25. febrúar frá kl. 10:00 til 16:00

Námskeiðslýsing: Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu og skilning á hlutverki fulltrúa í félagsmálanefnd og starfsemi félagsþjónustu sveitarfélaga. Fjallað verður almennt um félagsþjónustuna og þann ramma sem lög um félagsþjónustuna setja starfseminni, sem og önnur tengd lög. Auk þess verður fjallað um málsmeðferðarreglur sem gilda við meðferð mála, farið yfir álitamál og úrskurði í tengslum við framkvæmd þjónustunnar. Greint verður frá stöðu  mála í málaflokknum og helstu nýmælum innan sviðsins. Lögð verður áhersla á raunhæf dæmi til að auka skilning þátttakenda á sérstöðu málefna félagsþjónustunnar og í því samhengi er gert ráð fyrir að þátttakendur taki þátt í umræðum.

Skráning fer fram hér