fbpx

Strætó hefur verið vel tekið á Suðurlandi eins og sést í farþegatalningum, en árið 2012 voru farþegar Strætó á Suðurlandi 182.920 talsins. Þetta er gríðarlega aukning frá því að Strætó hóf akstur á Suðurlandi árið 2009, en þá var gert ráð fyrir að farþegar yrðu um 45.000 á ári. Farþegafjöldinn hefur því margfaldast á þessum stutta tíma og farið fram úr björtustu vonum, jafnframt hefur það sýnt sig að samvinnan milli SASS og Strætó bs er að skila mjög góðum árangri.