fbpx

Leikskólinn Heklukot Rangárþingi ytra,  hlaut Menntaverðlaun Suðurlands 2013,  fyrir öflugt starf þar sem m.a. hefur verið lögð mikil áhersla á samstarf við foreldra og aðra aðstandendur leikskólabarnanna.  Forseti Íslands afhenti verðlaunin í tengslum við hátíðarfund Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands 9. janúar sl.

Á fundinum voru einnig afhentir styrkir vísinda- og rannsóknasjóðs Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands.