SASS setur upp starfstöð i Nýheimum á Höfn

SASS setur upp starfstöð i Nýheimum á Höfn

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands sameinuðust undir merkjum SASS á aukaaðalfundi þann 14. desember 2012.  Sameiningin tók gildi þann 1. janúar.  Í desember var auglýst eftir umsóknum í störf atvinnuráðgjafa og verkefnastjóra, á Höfn og á Selfossi.  Alls bárust 24 umsóknir í störfin og er stefnt að því ... Lesa meira
SASS og Atvinnuþróunarfélag sameinast

SASS og Atvinnuþróunarfélag sameinast

Nú um áramótin sameinaðist starfsemi  Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Atvinnuþróunarfélags  Suðurlands undir nafni samtakanna og atvinnuþróunarfélagið lagt niður sem sérstök stofnun.  Sameiningin er í samræmi við aðalfundarsamþykktir  beggja stofnananna   frá 18. og 19. október sl. Ekki verða neinar eðlisbreytingar á starfseminni við þessi skipti og geta því fyrirtæki og einstaklingar ... Lesa meira
Aukaaðalfundur SASS

Aukaaðalfundur SASS

Föstudaginn 14. desember sl. var aukaaðalfundur SASS haldinn á Hótel Selfoss. Erindi og fundargerðir má sjá hér til vinstri á síðunni ... Lesa meira
SASS óskar eftir að ráða tvo verkefnastjóra/ráðgjafa

SASS óskar eftir að ráða tvo verkefnastjóra/ráðgjafa

 Verkefnisstjórar/ráðgjafar á sviði atvinnu- og byggðaþróunar Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óska eftir að ráða tvo verkefnastjóra/ráðgjafa.  Annar ráðgjafinn verður með starfsstöð á Hornafirði en hinn á Selfossi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og  Atvinnuþróunarfélag Suðurlands verða sameinuð um  nk. áramót  til þess að að takast á við aukin verkefni  landshlutasamtakanna í framtíðinni ... Lesa meira
Auglýst eftir tilnefningum um Menntaverðlaun Suðurlands 2012

Auglýst eftir tilnefningum um Menntaverðlaun Suðurlands 2012

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun  fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið  er hvatning til frekari dáða. Verðlaunin verða veitt í fimmta sinn nú í vetur.  Allir þeir sem koma að skólastarfi með einhverjum hætti geta fengið verðlaunin; grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar, símenntunarmiðstöðvar, háskólastofnanir,  kennarar, einstaklingar ... Lesa meira
52,9 milljónir til Suðurlands

52,9 milljónir til Suðurlands

Sóknaráætlanir landshluta – 400 milljónir til sveitarfélaga Ríkisstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti 27. nóvember, úthlutun 400 milljóna króna í sóknaráætlanir landshluta fyrir árið 2013. Fjármagninu var deilt á átta landshluta og er þeim ætlað að ákvarða á grundvelli sóknaráætlana hvernig fjármagninu verður varið. Um er að ræða fé sem ætlað ... Lesa meira
Menningarmál á Suðurlandi - netkönnun -

Menningarmál á Suðurlandi – netkönnun –

Í sambandi við stefnumótunarvinnu í menningarmálum á Suðurlandi er netkönnun um menningarmál í gangi sem allir eru hvattir til að svara. Netkönnunina er hægt að svara hér: netkönnun Vinsamlega takið nokkrar mínútur til að svara spurningunum til að auðvelda okkur vinnuna. Frestur til að svara spurningum er til 30. nóvember ... Lesa meira
Safnahelgi á Suðurlandi - matur og menning úr héraði 1.- 4. nóvember nk.

Safnahelgi á Suðurlandi – matur og menning úr héraði 1.- 4. nóvember nk.

Helgina 1. - 4. nóvember nk. verður haldin Safnahelgi á Suðurlandi, allsherjar menningar-og matarveisla fyrir börn og fullorðna. Má þar nefna flóamarkað og lambhrútasýningu á Flúðum,  safnarasýning í Brautarholti, smalahundasýning  á Kirkjubæjarklaustri , matur að asískri fyrirmynd á hlaðborði í Hörgslandi, heilgrillað lamb í Meðallandi, blústónleikar í Tré og list, sveitamarkaður ... Lesa meira
Ársþing SASS 2012

Ársþing SASS 2012

Ársþing SASS verður haldið dagana 18. og 19. október nk. í Miðjunni 4. hæð, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu ... Lesa meira
Undirbúningur Safnahelgar hafinn

Undirbúningur Safnahelgar hafinn

Undirbúningur að Safnahelgi á Suðurlandi er hafinn, en að henni standa Samtök safna á Suðurlandi. Í ár verður safnahelgin haldin í fimmta sinn, helgina 2.-4. nóvember. Líkt og áður er það Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands sem starfar að undirbúningnum ásamt nefnd sem í sitja tengiliðir af öllum svæðum á Suðurlandi, ... Lesa meira
Þjóðleikhúsið – Þjóðleikur á Suðurlandi

Þjóðleikhúsið – Þjóðleikur á Suðurlandi

Þjóðleikur 2012-2013 -fyrir leikhúsáhugafólk á aldrinum 13-20 ára Auglýst eftir hópum til þátttöku Þjóðleikur er stórt leiklistarverkefni sem haldið er að frumkvæði Þjóðleikhússins í fimm landshlutum í vetur í samstarfi við Menningarráð, sveitarfélög og fleiri aðila. Hvaða hópar geta sótt um? Allir hópar mega sækja um að vera með í ... Lesa meira
Breytingar á akstri á leiðum á Suðurlandi

Breytingar á akstri á leiðum á Suðurlandi

Breytingar á akstri á leiðum á Suðurlandi – gjaldfrjálst milli Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar til kynningar. Fréttatilkynning 19. ágúst Vegna skólasetningar í Fjölbrautaskóla Suðurlands þriðjudag og miðvikudag og óska frá Árborg um akstur milli Eyrarbakka/Stokkseyri og Selfoss frá og með mánudeginum verður aksturinn daganna 20. ágúst til 23. ágúst með ... Lesa meira
Stækkun almenningssamgöngukerfisins á Suðurlandi

Stækkun almenningssamgöngukerfisins á Suðurlandi

Í gær 13. ágúst  var undirritaður samningur á milli SASS og Hópbíla hf.  um viðbótarakstur almenningsvagna á Suðurlandi.  Um er að ræða viðbót við núverandi kerfi sem grundvallast á samningi við Fjölbrautaskóla Suðurlands um akstur með nemendur skólans, samningi við Sveitarfélagið Árborg um akstur á milli þéttbýlisstaða sveitarfélagsins og samningum ... Lesa meira
Stofn- og rekstrarstyrkir 2012 frá Menningarráði Suðurlands

Stofn- og rekstrarstyrkir 2012 frá Menningarráði Suðurlands

Nú á árinu 2012 veitir Menningarráð Suðurlands í fyrsta skipti styrki til stofnkostnaðar og rekstrar menningarstofnana á Suðurlandi. Þetta er gert á grundvelli viðauka við menningarsamning milli ríkisins og Fjórðungssambands Vestfirðinga sem undirritaður var fyrr á árinu. Áður var úthlutun þessara stofn- og rekstrarstyrkja frá ríkisvaldinu í höndum fjárlaganefndar Alþingis, ... Lesa meira
Styrkveitingar Menningarráðs Suðurlands

Styrkveitingar Menningarráðs Suðurlands

Í janúar sl. auglýsti Menningarráð Suðurlands eftir umsóknum um styrki til eflingar menningarlífs á Suðurlandi. Alls bárust 170 umsóknir og var sótt um u.þ.b. 132 milljónir. Á fundi ráðsins sem haldinn var 11. apríl sl., var samþykkt að veita 104 umsækjendum styrki, samtals rúmlega 25,7 milljónir. Afhending styrkja for fram ... Lesa meira
Sóknaráætlun Suðurlands

Sóknaráætlun Suðurlands

Stýrihópur Sóknaráætlunar Suðurlands mætti til fundar í Tryggvaskála miðvikudaginn 30. maí. Erindi á fundinum héldu Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur í forsætisráðuneytinu, Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Byggðastofnun, Steingerður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Suðurlands og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri SASS. Erindi Héðins, uppbygging samskiptaáss milli tveggja stjórnsýslustiga Erindi Hólmfríðar, næstu skref og drög að skapalóni ... Lesa meira
Heimsókn stækkunarstjóra ESB

Heimsókn stækkunarstjóra ESB

Stækkunarstjóri Evrópusambandsins, Stefan Fuhle ásamt fríðu föruneyti heimsótti Suðurland í gær. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga tók á móti hópnum í Tryggvaskála þar sem Steingerður Hreinsdóttir frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands, Sigurður Sigursveinsson frá Háskólafélagi Suðurlands og Davíð Samúelsson frá Markaðsstofu Suðurlands, héldu erindi um svæðið ... Lesa meira
SASS tekur við skólaakstri með framhaldsskólanemendur á Suðurlandi

SASS tekur við skólaakstri með framhaldsskólanemendur á Suðurlandi

Undanfarið hafa Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)  og Fjölbrautaskóli Suðurlands verið að kanna möguleika á því að samnýta núverandi almenningssamgöngur á Suðurlandi, sem eru í umsjá SASS, og skólaakstur fyrir FSu. Niðurstaða þeirrar könnunar var sú að slík samnýting væri hagstæð fyrir báða aðila og myndi skila sér bæði í bættum ... Lesa meira
Menningarráð Suðurlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála

Menningarráð Suðurlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála

(styrkir sem Alþingi veitti áður) Tilgangur styrkjanna er að stuðla að því að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkveitingarnar miðast við árið 2012. Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 13. maí 2012 Umsóknareyðublað og úthlutunarreglur er að finna á heimasíðu Menningarráðs Suðurlands www.sunnanmenning.is Nánari upplýsingar veitir menningarfulltrúi Suðurlands Dorothee ... Lesa meira
Ályktun stjórnar SASS um rammaáætlun

Ályktun stjórnar SASS um rammaáætlun

Á fundi stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga , sem haldinn var 13. apríl sl.,  var fjallað um  þá fyrirætlun stjórnvalda að leggja fram  þingsályktunartillögu um  rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem ekki er í samræmi við niðurstöður verkefnisstjórnar rammaáætlunar.  Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða:  ,,Stjórn SASS lýsir yfir miklum vonbrigðum ... Lesa meira