fbpx

Markmið

Að koma á fót samræmdi vefgátt til stuðnings frumkvöðlum á Suðurlandi. 

Verkefnislýsing

Verkefnið snýst um að taka næstu skref við gerð nýsköpunargáttar Suðurlands sem SASS hefur unnið að. Um er að ræða vefsvæði sem nýtist sem gátt að upplýsingum, verkfærum og aðstoð við þróun nýsköpunarverkefna á Suðurlandi. Með það að markmiði að kynna með markvissari hætti þann frumkvöðlastuðning og stoðkerfið sem í boði er og fjölga þannig nýsköpunarverkefnum á Suðurlandi. SASS hlaut 4 m.kr. styrkveitingu til verkefnisins úr sjóði Lóunnar úr ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar til undirbúnings og þróunar á vefsvæðinu. Þeim verkhluta er lokið með þarfagreiningu. Við upphaf verkefnisins leitaði ráðuneytið til SASS um verkefni Nýsköpunargáttar stjórnvalda, þar sem samlegð var talin felast í undirbúningsvinnu beggja verkefna og er stefnan enn að nýsköpunargátt Suðurlands tengist beint Nýsköpunargátt stjórnvalda. Afurð samstarfsins var niðurstaða þarfagreiningar um Nýsköpunargátt stjórnvalda sem nýtt verður sem þarfagreining fyrir framsetningu á stoðkerfinu á Suðurlandi. Þá með tiliti til þeirrar þjónustu sem stoðkerfið á Suðurlandi veitir og þess sem er komið á framfæri í Nýsköpunargátt stjórnvalda.

Málaflokkur

Ráðuneyti háskóla, iðnaðar og nýsköpunar.

Lokaafurð

Samræmd vefgátt til stuðnings nýsköpunar á Suðurlandi.


Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðilar
Ráðuneyti háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, samstarfsstofnanir á Suðurlandi og aðrir hagaðilar innan stoðkerfis nýsköpunar á Íslandi.
Heildarkostnaður
10.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.000.000 kr.
Ár
2023
Upphaf og lok verkefnis
Verkefnið er að hlutatil hafið og verður lokið 31.12.2023
Staða
Í vinnslu
Númer
233001